Fréttablaðið - 14.03.2023, Side 8

Fréttablaðið - 14.03.2023, Side 8
Loðnan er góð. Það hefur gengið vel hjá öllum. Gunnþór Ing- varsson, Síldar- vinnslunni Á bak við þetta er dulið flagg um að allir eigi að rukka sama útsvar. Almar Guð- mundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Stundum fara þessir hagsmunir ekki saman, matvælafram- leiðsla og dýravernd. Ágúst Ólafur Ágústsson, lög- og hagfræðingur Jólapakkar starfsmanna opinberra stofnana komu fyrir á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is ALÞINGI Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðf lokksins, var í jólaskapi á Alþingi í gær þegar hún lagði fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jólagjaf ir opinberra stofnana. Anna Kolbrún spurði hversu miklu fé opinberar stofnanir hefðu varið í jólagjafir til starfsmanna sinna ár hvert undanfarin fimm ár. Í umfjöllun Fréttablaðsins um jólagjafir ráðuneytanna síðustu jól kom fram að ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðuneytið, gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafakort í Cintamani ásamt hlaupa- veski það árið. Var það dýrasta gjöf ráðuneytanna. n Stofnanir ríkisins rukkaðar um svör um jólagjafirnar bth@frettabladid.is FISKVEIÐAR „Það gengur ljómandi vel,“ segir Gunnþór Ingvarsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar, um loðnu- vertíðina sem er langt komin. „Loðnan er góð. Það hefur gengið vel hjá öllum,“ segir Gunnþór. Talið er að aðeins eigi eftir að veiða um 80.000 tonn af kvótanum. Vonir standa til að ná því magni öllu, að sögn Gunnþórs. Hann segir að vertíðin hafi verið dálítill rússíbani er kom að áætl- uðu magni á kvóta og breytingum á úthlutun. Niðurstaðan hafi orðið farsæl og það skipti mestu máli. „En það er alltaf spenna á loka- metrunum að ná öllum kvótanum,“ segir Gunnþór. „Það hjálpar til hve tíðarfarið hefur verið gott.“ Um 140 manns hafa haft atvinnu af veiðunum bara hjá Síldarvinnsl- unni. Skipverjar hafa rætt hve hvalir nálægt loðnuskipunum séu gæfir. „Það verða aðrir að tjá sig um það hvort við eigum að hefja hvalveiðar á ný,“ segir Gunnþór. „En það er ljóst að við erum öll að vinna úr sömu fæðukeðjunni.“ n Mjög góð loðnuvertíð komin á lokasprettinn Loðnan hefur verið góð og veðrið hagstætt. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI jonthor@frettabladid.is FÓTBOLTI Kyle Walker-Peters, leik- maður enska knattspyrnuliðsins Southampton, varð fyrir kyn þátta- níði eftir leik liðsins við Manchester United um helgina. Southampton gaf út yf irlýs- ingu vegna málsins. „Við erum í nákvæmlega sömu stöðu: Okkur býður við þessu og erum vonsvikin yfir hegðun netverja sem leggjast svo lágt að svívirða leik- menn vegna litarhafts þeirra,“ segir í yfirlýsingunni, en þar eru sam- félagsmiðlar jafnframt gagnrýndir fyrir að taka ekki harðar á málum sem þessum. Fram kemur að málið sé komið á borð lögreglunnar í Bretlandi. n Varð aftur fyrir kynþáttaníði Dýraverndarsamband Íslands gefur í dag út nýja úttekt á dýravelferð á Íslandi. Þar er lagt til að sett verði á stofn ný stofnun og að málaflokkur- inn verði fluttur frá MAST. Bent er á mikilvægi þess að auka upplýsingagjöf til að minnka vantraust almenn- ings. lovisa@frettabladid.is DÝRAVERND Dýraverndarsamband Ísland (DÍS) vill að málaf lokkur dýravelferðar verði fluttur frá MAST og til umhverfisráðuneytisins. Þetta kemur fram í nýtti úttekt DÍS þar sem einnig kemur fram vantraust almennings til stofnunarinnar og núverandi fyrirkomulags dýravel- ferðar á Íslandi. Úttektin verður kynnt á málþingi í Öskju í Háskóla Íslands í dag en þar kemur til dæmis fram að á síðustu níu árum hafa MAST borist um fimm þúsund ábendingar um grun um illa meðferð dýra. Meirihluti ábendinga hefur borist síðustu ár en sem dæmi bárust nærri þúsund tilkynningar 2021 en 443 árið 2013. Af þessum tilkynningum hefur MAST aðeins lagt til að 224 málum verði lokið með sekt, vörslusvipt- ingu eða kæru á síðustu sjö árum. Um helmingur málanna var felldur niður og segir í úttektinni að það veki athygli að afskaplega fáa íslenska dóma er að finna sem lúta að dýravelferð. „Að jafnaði eru því aðeins rúm- lega 30 mál sem snerta dýravelferð á ári sem er lokið með ofangreindum hætti af hálfu MAST,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og hagfræðingur, sem skrifar skýrsl- una. „Ábendingar frá almenningi eru að aukast mjög mikið en það er áhugavert að það eru nánast engar ábendingar sem varða alifugla- eða svínarækt. Það er vegna þess að þetta dýrahald er mjög hulið og ég held að við þurfum að fá þetta meira í dagsljósið,“ segir Ágúst og bendir á að miklu lægra hlutfall er í óboðað eftirlit hjá alifugla- og svínarækt- endum en sem dæmi voru aðeins 9 prósent heimsókna til svínarækt- enda árið 2021 óboðuð og 14 pró- sent heimsókna til alifuglarækt- enda. Sem dæmi er hlutfallið 70 prósent í sauðfjárrækt og 39 prósent í nautgriparækt. Hann segir vitundarvakningu um dýravelferð í dag og segir sem dæmi að þegar hann hafi talað um þessi mál á þingi 2021 hafi þetta verið jaðarmál. Það séu þau ekki í dag. „Ég held að umhverfismál eigi ekki bara að snúast um að vernda fossa og firnindi, heldur líka dýr.“ Hann segir að í skýrslunni sé einnig fjallað um hagsmunatengsl þeirra sem sinna eftirliti og þeirra sem halda dýr og að þau þurfi að vera uppi á borðum. „En það eru aðrar leiðir eins og að taka upp leyfisskyldu um að halda búfénað. Hún er ekki til staðar á landinu og ef hún yrði tekin upp þá væri hægt að svipta einstaklinga leyfi gerist þeir brotlegir lögum um dýravelferð,“ segir Ágúst. Hann segir annað stórt vandamál þó vantraust meðal almennings til MAST. „Það þarf að bæta eftirlitið með búfénaði á Íslandi en á sama tíma glímir MAST við vantraust meðal almennings sem grefur undan stofnuninni og það er ein niður- staða skýrslunnar að það þurfi mögulega að hugsa þetta upp á nýtt. Því er lagt til í skýrslunni að dýravelferð verði tekin af MAST og sett undir sérstofnun sem heyri ekki undir MAST heldur umhverfisráðuneytið. Það væri stór breyting því stundum fara þessir hagsmunir ekki saman, matvæla- framleiðsla og dýravernd,“ segir hann og að til að bregðast við þessu þurfi að stórauka upplýsingagjöf til almennings um þau mál sem MAST er að sinna. „Fólki finnst eins og MAST sé ekki að vinna vinnuna sína og eftir- litsstofnun sem býr ekki við traust almennings er í tilvistarvanda,“ segir Ágúst. Í skýrslunni eru lagðar fram ýmsar tillögur eins og að setja á stofn Dýravelferðarstofu Íslands, að stofna dýraathvarf, auka tíðni eftirlitsheimsókna og þá sérstaklega óboðað eftirlit, að auka kæru- og sektarheimildir og önnur þvingun- arúrræði. n 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR Vilja færa dýravelferð frá MAST Ekki er sama tíðni eftirlits með svínarækt og annarri rækt samkvæmt skýrslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN kristinnhaukur@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Samkvæmt til- lögum starfshóps um endurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs á að skerða greiðslur til þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa hámarksútsvarsprósentu. Það er 14,74 prósent. Þetta eru alls fjórtán sveitarfélög en tvö þeirra fá engin framlög úr sjóðnum. Mesta skerðingin er hjá Garðabæ sem er með 13,7 prósenta útsvar og samkvæmt starfshópnum vannýt- ingu upp á 961 milljón króna. „Á bak við þetta er dulið flagg um að allir eigi að rukka sama útsvar,“ segir Almar Guðmundsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, sem gagnrýnir tillögurnar og hugtakið vannýtingu í þessu samhengi harðlega. Garða- bær muni gera miklar athugasemdir áður en þetta verði að lögum. Bendir Almar á að Garðabær sé þegar að greiða mun meira í Jöfn- unarsjóðinn en hann fær til baka. Ekki séu gerðar athugasemdir við jöfnunarhlutverk sjóðsins, en fram- lögin úr honum séu að hluta til að reka grunnstarfsemi eins og skóla og málefni fatlaðs fólks. Ekki megi ganga nærri þeirri starfsemi. „Það mun þá hlaupa á milljörðum sem Garðabær er að fjármagna Jöfnunarsjóð með. Það sér það hver heilvita maður að það gengur ekki,“ segir Almar. Næstmesta vannýtingin er á Seltjarnarnesi þar sem útsvarið er 14,09 prósent, það er 128 milljónir króna. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, tekur undir með Almari og segir að það ætti að vera hagur að hafa álögur sem lægstar. „Það á ekki að refsa okkur fyrir að gera vel við okkar íbúa,“ segir Þór. „Það ætti að vera hagur allra að álögur á íbúana séu sem lægstar.“ Meðal annarra sveitarfélaga sem ekki eru að nýta fulla útsvars- prósentu eru Kópavogur, Hafnar- fjörður, Mosfellsbær, Grindavík og Vestmannaeyjar. „Við eru að skoða áhrif af þessum breytingum á Vestmannaeyjar og erum að sjálfsögðu ekki sátt við að þær skerði framlög til okkar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest- mannaeyja. n Á ekki að refsa sveitarfélögum fyrir að hafa lága skatta Kyle Walker-Pet- ers, leikmaður Southampton

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.