Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 11

Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 11
ÁSTAND HEIMSINS | Fyrirhugaðar breytingar sem ríkisstjórn Ísraels hyggst gera með því að draga úr áhrifum dómstóla í landinu mæta mjög harðri mótspyrnu almennings sem flykkst hefur út á götur í einum fjölmennustu mótmælum í sögu landsins, eins og þessum sem fram fóru í borginni Tel Avív. Heimili og önnur mannvirki og eignir urðu fyrir miklum skemmdum er áin Tule flæddi skyndilega yfir bakka sína í Springville í Kaliforníu fyrir helgi. Gerðist það í kjölfar mikilla rigninga sem komu ofan í gríðarlega snjókomu á svæðinu. Sorphirðumenn í París í Frakklandi lögðu niður störf í mótmælaskyni við áform ríkisstjórnarinnar um að hækka eftirlaunaaldurinn um tvö ár og safnast því upp rusl á strætum borgarinnar. Snjóbylur næddi um íbúa við Mammoth-vatn í Kaliforníu fyrir helgi og bættist ört í snjóalög sem voru mikil fyrir í Sierra Ne- vada-fjöllunum. Hermenn og óbreyttir borgarar á Sjálf- stæðistorginu í Kíjív í Úkraínu votta hinni föllnu stríðs- hetju Dmíjtro Kotsíjúbaílo virðingu sína, sem gekk undir nafninu Da Vinci. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 1114. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.