Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 20
KR, sigursælasta lið efstu
deildar karla í körfubolta, er
fallið niður í 1. deild. Margir
þættir spila saman í því að
þetta er raunin og þarf þessi
deild félagsins nú að fara í
ítarlega greiningu á því hvað
betur megi fara.
KÖRFUBOLTI Hrafn Kristjánsson,
fyrrverandi þjálfari KR sem varð
tvöfaldur meistari með liðinu árið
2011, segir fall félagsins úr deild
þeirra bestu vera persónulegt áfall
fyrir marga og ekki bara KR-inga. Í
samtali við Fréttablaðið rýnir hann
í stöðu félagsins á þessum tíma-
punkti, fer yfir það sem á undan
hefur gengið og hvað tekur við.
„Til að byrja með þá er þetta
fáheyrður fjöldi leikmanna sem
dettur út hjá liðinu í byrjun tíma-
bils, reyndir leikmenn sem erfitt er
fyrir reynslulítinn þjálfara liðsins,
Helga Má Magnússon, að eiga við,“
segir Hrafn við Fréttablaðið. „Leik-
mannamarkaðurinn er að sama
skapi erfiður, að fá leikmenn til
Íslands er ákveðin kúnst. Það verk-
efni að fá inn nýja leikmenn fyrir
allan þennan fjölda sem þurfti frá
að hverfa er hluti ástæðunnar fyrir
því hvernig fór hjá liðinu.“
Áhættan raungerðist
Í stóra samhenginu hafi körfuknatt-
leiksdeild KR á sínum tíma tekið
mjög meðvitaða ákvörðun um að
stefna alltaf á einn hlut, að enda
alltaf efst allra liða á Íslandi.
„Sú vegferð sem félagið fór í í kjöl-
farið er fordæmalaus, sex Íslands-
meistaratitlar í röð og titill á öðru
hverju ári þar á undan. Það er eitt-
hvað sem hefur ekki sést áður og
er algerlega stórkostlegur árangur.
Til að svona lagað gangi upp þarf
að spenna bogann ansi hátt og taka
ákveðnar áhættur. Það er nánast
ómögulegt að halda úti svona
svakalega árangursdrifnu pró-
grammi nema liðið fari í gegnum
allar umferðir úrslitakeppninnar
og í úrslit á hverju einasta ári til að
afla nægilegs fjármagns til að loka
hverju tímabili fyrir sig.“
Sú áhætta féll um sjálfa sig að
sögn Hrafns þegar öllu var lokað og
keppni hætt tímabilið 2019–2020
vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
„Þegar það gerist hefðu aðrir
þættir þurft að grípa liðið í fallinu
eða alla vega mýkja það eitthvað.
Til að mynda hefði mögulega mátt
breyta markmiðasetningu liðs-
ins f ljótlega eftir að áhrif Covid-
lokana komu í ljós, það var ekki
gert og í staðinn ákveðið að halda
áfram á sömu braut þó svo að for-
sendurnar væru kannski ekki fylli-
lega til staðar. Að sama skapi var
yngri f lokka starf félagsins ekki á
þeim stað að geta f leytt nægilega
mörgum sterkum leikmönnum upp
í meistaraflokk.
Um tvíeggjað sverð sé að ræða.
„Ef þú ætlar þér alltaf að tef la
fram besta liðinu, ætlar þér alltaf
að vinna til verðlauna þá ertu í
rauninni að skapa umhverfi þar
sem erfitt er fyrir unga leikmenn,
aðra en þá sem eru algjörlega í efstu
hillunni, að fá sín tækifæri. Þeir leik-
menn leita þá að tækifærum annars
staðar. Það hefur því sína kosti og
galla að keyra liðið áfram á þessari
stefnu.“
Heimakjarninn var lykillinn
Nú tali fólk oft um að KR hafi keypt
sér sína meistaratitla.
„Staðreyndin er náttúrulega sú
að alltaf, að baki hverjum einasta
Íslandsmeistaratitli, hefur liðið með
bestu íslensku leikmennina staðið
uppi sem sigurvegari. Bestu íslensku
leikmenn KR voru, að langmestum
hluta til, uppaldir leikmenn. Heima-
kjarni leikmanna sem kunni að
vinna, það ber að virða. Þegar það
er ekki til staðar er bara mjög erfitt
Stórveldið sem varð að lokum sjálfu sér verst
að vinna. KR hefur oftar en einu
sinni orðið Íslandsmeistari með
Bandaríkjamann í sínu liði sem ekki
endilega er úr allra efstu hillu. Þetta
hefur ekki snúist um að fá inn ein-
hvern erlendan meistara til þess að
vinna fyrir sig titil, þetta hefur alltaf
snúist um heimamenn og uppalda
leikmenn. Svona fall raungerist ekki
nema margir þættir bregðist á sama
tímapunkti og þetta brotthvarf
íslenskra leikmanna og lítil endur-
nýjun er einn þeirra þátta.“
Það megi ekki vanmeta áhrif þess
að KR missti reynslumikla leik-
menn eins og Brynjar Þór Björns-
son, Matthías Orra Sigurðsson og
Björn Kristjánsson úr leikmanna-
hópnum.
„Burtséð frá því hvernig meiðsla-
staðan er eða hversu öf lugir þeir
eru sem leikmenn akkúrat á þeim
tímapunkti. Þú þarft alltaf þessar
raddir inni í klefanum sem vita
hvað þarf til að ná árangri og passa
að hópurinn fljúgi ekki of hátt eða
sökkvi of djúpt eftir því hvernig
tímabilið þróast. Leikmenn sem
vita til að mynda hvenær og hvernig
þarf að grípa í taumana þegar ungir
og efnilegir drengir eða reynslulitlir,
erlendir atvinnumenn hlaupa út
undan sér. Að auki var það auðvitað
risaáfall þegar Þórir Þorbjarnarson
hélt út í víking í byrjun Íslands-
móts.“
Small ekki um leið
Að því sögðu hafi líka verið gerð
mistök á yfirstandandi tímabili.
Útlendingamálin hafi til dæmis
alls ekki gengið upp. Að hans mati
sé mjög mikilvægt að þau lið í efstu
deild sem talið er að lendi jafnvel í
vandræðum verði að koma á fullri
ferð inn í mótið og ná í stig snemma
á tímabilinu til að styrkja stöðu sína
fyrir seinni hluta tímabils þegar allt
er undir.
„Það gerðu Breiðablik og Höttur
til dæmis, þau lið mættu sterk og
vel samhæfð til leiks og unnu sér
inn stig meðan stærri liðin voru enn
að koma sínum liðum saman og ná
takti í sinn leik. Svokölluð stærri
lið eru oft rólegri í tíðinni í upphafi
tímabils, taka tíma í að fullklára
hlutina og eru öruggari um að geta
verið á réttum stað með sína hópa á
réttum tíma.
Til að þetta gæti gengið upp hjá
KR hefði liðið þurft að ná þessu
réttu strax í byrjun tímabils, hitta
á réttu liðsmyndina frá fyrsta leik.
Fyrst það gekk ekki eftir varð fljót-
lega einsýnt að þetta yrði ákveðin
þrautaganga.“
Lítil þórðargleði
Hrafn hefur djúpstæða tengingu við
KR og hefur upplifað þar margar af
bestu minningum sínum á þjálfara-
ferlinum.
„Þetta er persónulegt áfall fyrir
öll þau sem hafa tekið þátt í þessu
starfi KR á einhverjum tímapunkti
og telja sig KR-inga. Ég held um leið
að þetta sé ákveðið áfall fyrir ansi
marga, eiginlega alla. Maður verður
varla var við einhverja þórðargleði,
ég bjóst við svona hundrað sinnum
meira áreiti yfir því að KR félli úr
deildinni af því að KR hefur í gegn-
um tíðina verið félag og körfuknatt-
leiksdeild sem hefur haft lúmskt
gaman af því að fólk „hati“ liðið og
árangur þess.
Ég held að KR-ingar hafi verið til-
búnir í að fá holskeflu af háði yfir
sig við þetta tækifæri en ég hef bara
ekki orðið mikið var við það. Ég hef
séð meira af því að stuðningsmenn
annarra liða á samfélagsmiðlum
hafi nánast sýnt samúð eða hlut-
tekningu. Fólki sem finnst skrítið að
þurfa að horfa á efstu deild í körfu-
bolta án þess að KR sé þar á meðal.
Þetta er mjög sérstakt ástand, mjög
sérstök tilfinning sem maður finnur
innra með sér.“
Hvaða tilfinningar bærast hjá þér
persónulega gagnvart þessari stöðu?
„Mér finnst þetta náttúrulega
afleitt og við getum alveg útvíkkað
þetta eitthvað innan félagsins. Við
erum að horfa á eitt fornfrægasta
íþróttafélag á Íslandi með eitt lið í
efstu deild í boltaíþróttum beggja
kynja samanlagt. Þetta er einhvern
veginn félag sem búið er að inni-
loka inn í lítið, stórkostlegt hverfi
þar sem meðalaldur er að hækka,
stækkunarmöguleikar eru tak-
markaðir og einhvers konar ástand
myndast sem erfitt er að eiga við.
Það eru greinilega djúpstæð vanda-
mál til staðar varðandi til dæmis
fjáröflun, fjölda iðkenda, aðstöðu
til æfinga og f leiri þætti sem ég
ræð ekki við að telja upp eða leysa
í þessu spjalli. Góðu fréttirnar eru
hins vegar þær að körfuknattleiks-
deild KR og félagið allt er smekkfullt
af hæfileikaríku og áhugasömu fólki
sem á án efa eftir að snúa bökum
saman og finna framtíðarlausnir á
þessum áskorunum.“
Helgi geti orðið frábær þjálfari
Helgi Már Magnússon, goðsögn í
sögu körfuknattleiksdeildar KR og
margfaldur meistari með liðinu,
fékk það krefjandi verkefni að stýra
KR á yfirstandandi tímabili.
Er hann rétti maðurinn til þess að
leiða liðið áfram?
„Ég þekki það vel úr mínu starfi
að falla úr efstu deild og hvaða til-
finningar fylgja því. Þegar maður
lítur yfir farinn veg og yfirstaðið
tímabil sér maður fullt af hlutum
sem öðruvísi hefðu mátt vera,
ákvarðanir sem maður vildi geta
tekið til baka og mistök sem vert er
að læra af. Ég er alveg viss um að það
eigi við í tilfelli Helga Más líka.
Að mínu mati er Helgi efni í
hörkuþjálfara, það er bara spurning
hvort hann telji 1. deildina í körfu-
bolta með KR rétta sviðið til þess að
taka næstu skref í sínum þroska sem
þjálfari og á sama tíma hvort körfu-
knattleiksdeild KR telur að þjálfari
með hans eiginleika smellpassi í það
verkefni sem bíður í 1. deild. Helgi
hefur fullt af verkfærum í sinni
tösku og næga þekkingu til þess að
vera frábær þjálfari, í mínum huga
er það engin spurning.“
Ekki víst að KR fari beint upp
Hrafn býr að reynslu frá því að
þjálfa lið í 1. deild og þekkir um-
hverfi deildarinnar mjög vel.
Inn í hvernig umhverfi er KR að
fara í deildinni?
„Það fer mjög mikið eftir því
hvaða ákvarðanir verða teknar á
ársþingi KKÍ, hvaða umhverfi KR
er að fara að stíga inn í. Eins og 1.
deildin horfir við mér í ár og árin
þar á undan er alls ekki sjálfgefið
að KR stoppi aðeins við í eitt ár og
hoppi beint upp aftur.
Í 1. deildinni er töluvert af liðum
með metnað sem kunna að taka
inn réttu erlendu leikmennina sem
henta vel í þessa keppni og bíða
gríðarlega spennt eftir að fá Reykja-
víkurstórveldið í heimsókn. Það eru
einfaldlega hverfandi fáir auðveldir
leikir í þessari deild.
Þetta verða leikirnir sem merkt
verður sérstaklega við á dagatöl-
unum hjá flestum af liðum deildar-
innar. Það er meira en að segja það
að gera sér ferð í Borgarnes eða á
Hornafjörð, ef bæði þessi lið eru
enn í deildinni næsta tímabil, og
ná í sigur. Þetta verður alvöru verk-
efni fyrir KR og algjört lykilatriði
fyrir liðið að festa þessa yngri leik-
menn sína sem hafa verið að komast
aðeins inn á gólfið í vetur og sann-
færa þá um að taka þátt í því verk-
efni að koma uppeldisfélaginu aftur
upp í efstu deild sem allra fyrst.“ n
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is
KR er sigursælasta lið efstu deildar í körfubolta hér á landi með 18 Íslandsmeistaratitla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta er persónulegt
áfall fyrir öll þau sem
hafa tekið þátt í þessu
starfi KR á einhverjum
tímapunkti og telja sig
KR-inga.
Hrafn Kristjáns-
son, fyrrverandi
þjálfari karlaliðs
KR í körfubolta
16 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023
ÞRIÐJUDAGUR