Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 28

Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 28
Það var mikið um dýrðir á Óskarsverðlaununum um helgina. Engin Björk í svanakjól þó og stjörnurnar virtust að miklu leyti halda sig við hefðbundna tískustrauma á rauða dreglinum sem í ár var ekki einu sinni rauður. Korseletttískan er í algleymingi hjá stjörnunum sem vöktu athygli. odduraevar@frettabladid.is Rauði dregillinn sem var ekki einu sinni rauður Michelle Yeoh skráði sig á spjöld sögunnar og vann Óskarsverðlaun í kjól frá Dior Haute Couture-tískuhúsinu sem minnti helst á skýjabakka. Cara Delevingne var í Elie Saab-kjól og skóm frá Stuart Weitzman auk þess sem hún bar skartgripi frá Bulgari. Margir í ár voru í svörtu eða hvítu en Cara skar sig úr í rauðu. Jamie Lee Curtis vann sín fyrstu Óskarsverð- laun um helgina og var glæsileg í skart- klæddum Dolce & Gabbana kjól. Ana de Armas klæddist kampavíns- lituðum Louis Vuitton kjól. Brendan Fraser kom, sá og sigraði og vann Óskar fyrir hlutverk sitt í The Whale, en hann klæddist Giorgio Armani- smóking á meðan eigin- kona hans Jeanne Moore klæddist himneskum bláum kjól. Dwayne Johnson deildi því að dóttir sín hefði hjálpað sér að velja Óskarsklæðnaðinn í ár. Hann er í fagurbleikum jakka frá Dolce & Gabbana. Annar af tveimur Daníelunum sem unnu til verðlauna fyrir leikstjórn Everything Every where All At Once, Daniel Kwan, minnti á fræg- asta búninginn í myndinni með sérlegum Punk- jakkafötum. 24 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.