Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s |
Frítt
2 0 2 3
KYNN INGARBL
AÐALLT
ÞRIÐJUDAGUR 21. mars 2023
Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir í
Þróttarheimilinu í Laugardal.
gummih@frettabladid.is
Í dag er alþjóðlegi Downs-
dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar
lýstu því formlega yfir árið 2011
að 21. mars væri alþjóðadagur
Downs-heilkennis. Tilgangurinn
er að vekja almenning til vitundar
um fólk sem fæðist með þetta heil-
kenni, þarfir þess, óskir, drauma
og vanda sem það þarf að glíma
við en eitt barn af hverjum sjö
hundruð sem fæðast í heiminum
er með Downs-heilkenni. Talið er
að 5–6 börn fæðist með Downs-
heilkennið á Íslandi á hverju ári.
Downs-heilkenni, stundum
nefnt heilkenni þrístæðu 21, er
litningafrávik sem veldur þroska-
hömlun. Fólk með Downs-heil-
kenni hefur þrjú eintök af litningi
21 eða alls 47 litninga. Heilkennið
er kennt við enska lækninn John
Langdon Down sem árið 1886
benti á lík einkenni einstaklinga
með þroskahömlun. Árið 1959
sýndi franski prófessorinn Jéróme
Lejeune að fólk með Downs-heil-
kenni hefði aukalitning í frumum
sínum.
Páll Óskar tekur lagið
Félag áhugafólks um Downs-heil-
kenni á Íslandi ætlar að halda upp
á daginn með skemmtun í Þróttar-
heimilinu í Laugardal frá klukkan
17 til 19. Tónlistarmaðurinn Páll
Óskar Hjálmtýsson mætir á svæðið
og syngur nokkur lög eins og
honum er einum lagið og f lottar
veitingar verða í boði. n
Alþjóðlegi
Downs-dagurinn
Tvíburasysturnar Lovísa (t.v.) og Anna Marta eru samrýmdar og öflugt teymi. Saman reka þær matvælafyrirtækið Önnu Mörtu ásamt eiginmanni Önnu.
MYND/ANNA MARTA
Rétt hugarfar bætti lífsgæðin
Matarfrumkvöðullinn Anna Marta Ásgeirsdóttir deilir uppskriftum að fallegum og nær-
ingarríkum réttum í kvöldmatinn, í desert og á fermingarborðið. 2
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20
5 6 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R |
Fréttir | | 8
íþróttir | | 16
tímamót | | 18
LíFið | | 26
Þarf að finna
réttu blönduna
Íraksstríðið
tuttugu ára
Þ R I ð J U D A g U R 2 1 . m A R S|
Þetta kemur fram í
mikilli umframarð
semi í byggingar
iðnaði.
Vilhjálmur
Hilmarsson,
hagfræðingur
BHM
Veðbankar
í ruglinu
Kynntu þér dreifinguna á www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing
Þú færð
á yfir 250 stöðum á landsvísu
STUNDUM
ER BETRA
AÐ LEIGJA
Verktakar hafa tvöfaldað
hverja krónu í kostnaði við
nýbyggingar. Okur er afstætt
hugtak að sögn hagfræðings.
bth@frettabladid.is
HúSNæðISmáL Fasteignaverð á
Íslandi hefur hækkað um rúmlega
100 prósent að raunvirði á einum
áratug. Það er 60 prósentum meiri
hækkun en meðaltal OECD-land-
anna. Álagning á byggingarkostnað
nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu
er í methæðum.
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræð-
ingur BHM, segir að fasteignaverð í
fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi
aldrei mælst hærra í hlutfalli við
laun en á fjórða ársfjórðungi ársins
2022. Verð 120 fermetra íbúðar á
höfuðborgarsvæðinu jafngildi nú
rúmlega 13 árstekjum einstaklinga
að meðaltali.
Fermetraverð í sölu nýrra íbúða
á höfuðborgarsvæðinu var rúm-
lega 830 þúsund krónur á fjórða
ársfjórðungi ársins 2022. Meðalá-
lagning á seldar íbúðir í fjölbýli á
höfuðborgarsvæðinu í lok árs 2022
var rúmlega 100 prósent saman-
borið við rúmlega 50 prósent fyrir
nokkrum árum.
„Þetta kemur fram í mikilli
umframarðsemi í byggingariðnaði,“
segir Vilhjálmur.
„Þetta er markaðsverð, þannig að
það hafa fundist kaupendur,“ svarar
hann spurður hvort álagningin beri
keim af okri. Sjá Síðu 4
Álagning verktaka á íbúðir
á Íslandi sögð í methæðum
Þótt hraunflæðinu sé löngu lokið í Merardölum heldur ferðamannaflaumurinn áfram þremur árum eftir að gos hófst við Fagradalsfjall. FréttabLaðið/anton brink
Gleði
og gaman á
Downs-deginum
HEILbRIgðISmáL „Þetta eru afger-
andi niðurstöður,“ segir Tómas
Andri Axelsson um niðurstöður
doktorsritgerðar sinnar. Þar segir
að hjartaaðgerðir á Íslandi standist
erlendan samanburð til lengri tíma.
Þar fer Tómas Andri yfir árangur
kransæðaveituaðgerða sem er
algengasta hjartaskurðaðgerðin á
Íslandi.
Hátt í fjörutíu ár eru síðan fyrsta
opna hjartaaðgerðin var gerð hér á
landi en hún markaði tímamót fyrir
læknisþjónustu Íslendinga. Sjá Síðu 6
Hjartaaðgerðir
standast prófið
Tómas Andri
Axelsson,
doktor í
læknavísindum