Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 18
 Fólk sem er komið yfir sextugt upplifir sig miklu yngra heldur en aldurinn segir til um. Að minnsta kosti þeir sem eru við góða heilsu. Norðmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur hafa breytt um takt fyrir starfs- lok. Í staðinn fyrir að hætta í fullu starfi 67 ára hafa þeir minnkað vinnuna áður og þannig dregið úr þeim áhrifum sem breytingin kann að valda. elin@frettabladid.is Norðmenn geta farið á eftirlaun 67 ára eins og Íslendingar. Það geta reynst mikil viðbrigði að hætta í vinnu og setjast í svokall- aðan helgan stein. Sífellt fjölgar þeim Norðmönnum sem ákveða að minnka vinnuna áður en að starfslokum kemur. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu frá velferð- arrannsóknarstofnuninni NOVA. „Fólk býr sig undir starfslokin smátt og smátt með því að stytta vinnudaginn,“ segir Katharina Herlofson sem er einn rannsak- enda á bak við skýrsluna í samtali við forskning.no. „Síðan eru allmargir sem hætta ekki alveg í vinnu þótt þeir séu formlega hættir störfum. Þeir halda ákveðinni tengingu við vinnuna með sveigjanlegum vinnutíma,“ segir hún. „Skýringin gæti verið sú að eftirlaunin skerð- ast ekki þótt fólk haldi áfram að vinna. Það auðveldar fólki að vinna hlutavinnu og auka tekjur sínar.“ Katharina telur afar mikil- vægt að halda þessum sveigjan- leika í lífeyriskerfinu óbreyttum. Það getur reynst mörgum erfitt að hætta einn daginn að vinna úti. Því getur fylgt ákveðinn tóm- leiki í lífinu. Öðrum finnst það vera frelsi að geta loksins gert allt sem mann langar til án þess að þurfa að vakna snemma og mæta til vinnu. Með því að gera fólki mögulegt að vinna hluta úr degi þegar eftirlaunaaldri er náð skapast tækifæri fyrir fólk að vera lengur virkt á vinnumarkaði. Rannsókn sem gerð var í Sví- þjóð sýndi að fólk var ánægðara með lífið ef það fékk að vinna hluta úr degi sem lífeyrisþegi. Það eykur ánægju fólks þegar það ákveður að hætta endan- lega. „Fólk fær tækifæri til að venjast og aðlagast hinu nýju lífi með því að stytta vinnutímann fremur en að hverfa snögglega úr fullri vinnu,“ segir Katharina. „Þeir sem minnka við sig vinnuna fyrir starfslok eru lengur við störf heldur en hinir sem hætta 67 ára. Það er freistandi að vinna lengur þegar um hlutastarf er að ræða og þátttaka í atvinnulífinu getur verið mikilvæg. Slíkt fyrirkomu- lag getur verið lýðheilsumál en öllu skiptir að lífeyririnn sé ekki skertur við hlutastarf,“ segir hún. Katharina bendir á að for- senda þessa fyrirkomulags sé að atvinnurekendur vilji hafa eldra fólk í vinnu. Jafnframt að þeir auðveldi fólki að minnka við sig vinnuna. „Það er auðvitað ekki hægt í öllum fyrirtækjum,“ bendir hún á. „Þeir sem hafa góða menntun eða eru stjórnendur minnka frekar við sig vinnu og eiga auðveldara með það en hinir. Þar fyrir utan eru það frekar karlar en konur sem minnka vinnuna.“ Rannsakendur hvetja vinnu- veitendur til að tryggja góð samskipti milli stjórnenda og starfsmanna þegar þeir nálgast starfslok. Nokkrir þeirra sem rætt var við lýstu yfir þörf á að stjórnendur væru sveigjan- legir með vinnutíma þegar fólk eldist og tækju tillit til aldurs og reynslu. „Fólk sem er komið yfir sextugt upplifir sig miklu yngra heldur en aldurinn segir til um. Að minnsta kosti þeir sem eru við góða heilsu.“ Vinnan er mikilvæg hjá mörg- um en stundum vantar upp á að vinnuveitendur ræði það að gefa fólki möguleika til að minnka við sig vinnustundir. Ef fólk ákveður að hætta að vinna þarf það að hafa eitthvað annað fyrir stafni, áhugamál eru mikilvæg þegar fólk hefur náð eftirlaunaaldri. „Það getur tekið tíma að venjast nýju lífi,“ segir Katharina. n Minnka við sig vinnuna fyrir starfslok Samkvæmt nýrri rannsókn kjósa nú æ fleiri Norðmenn að minnka við sig vinnu áður en að starfslokum kemur. Fólk kýs sömuleiðis að vinna lengur en til 67 ára en ekki í fullri vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skógar og heilsa er yfirskrift alþjóðlegs dags skóga 2023 en dagurinn er einmitt í dag. Af því tilefni býður Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur til fræðslugöngu um Kálfamóa við Keldur í Grafarvogi í kvöld. sandragudrun@frettabladid.is Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur segir að í Kálfamóa sé merkileg gróðurvin í borgar- landinu, með vöxtulegum og fjölbreyttum gróðri. Fyrstu trén voru gróðursett 1947, þegar Jóhann Pálsson, sem seinna varð garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, notaði orlofsfé sitt til að kaupa þrjár sitkagreniplöntur. Hann var þá aðeins 15 ára en átti eftir að sinna svæðinu vel í yfir sex áratugi, en Jóhann lést nýverið 92 ára að aldri. Í gegnum tíðina bætti hann við mjög mörgum tegundum bæði trjáa, runna og annarra plantna svo úr varð ótrúlega fjölskrúðugt svæði með yfir 500 mismunandi tegundum. Margrét Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Viðburða hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, segir að Kálfamói sé einstakt gróðurlendi sem varð til á löngum tíma vegna framsýni eins manns. „Nú er verið að undirbúa íbúa- byggð í landi Keldna og er það ánægjuefni að við fyrirhugaða uppbyggingu er lögð áhersla á að nýta og taka mið af náttúrugæðum svæðisins. Ómetanleg auðlind er fólgin í Kálfamóa fyrir íbúa komandi hverfis enda eru jákvæð áhrif trjágróðurs og grænna svæða á lýðheilsu ótvíræð,“ segir hún. „Svæðið í Kálfamóa er 3,5 hektarar en til samanburðar er Klambr atún 10 hektarar. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að flétta gróðurlendi sem er til staðar inn í íbúðabyggð.“ Vekja athygli á mikilvægi skóga Sameinuðu þjóðirnar útnefna 21. mars sem alþjóðadag skóga en dagurinn var fyrst haldinn árið 2012. Yfirskriftin er ólík á milli ára en hún tekur að þessu sinni mið af 3. heimsmarkmiðinu sem er „Heilsa og vellíðan“. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á mikilvægi skóga á heimsvísu og hvernig þeir tengjast ólíkum heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. „Á síðasta ári var tekið mið af 12. heimsmarkmiðinu „Ábyrg neysla og framleiðsla“. Þá bauð Skógræktarfélag Reykjavíkur gestum að kynnast viðarvinnslu félagsins í Heiðmörk en þar er meðal annars unninn bæði eldi- viður og borðviður úr skóginum,“ segir Margrét. Hún segir mikilvægt að rækta tré í borg þar sem þau hafa margs konar jákvæð áhrif á umhverfi og líf borgarbúa. „Trén mynda skjól og draga úr mengun, bæði hljóðmengun og efnamengun. Tré og runnar auka líffræðilega fjölbreytni í borgum meðal annars með því að vera heimkenni fugla og skordýra. Síðast en ekki síst ýtir trjá- gróður undir útivist og gerir hana skemmtilegri, hvort sem er vegna fjölbreyttara umhverfis eða vegna þess að gaman er að klifra í trjám.“ Margrét útskýrir að trjágróður hafi óáþreifanleg en margsönnuð heilsufarsleg áhrif á bæði andlega líðan og líkamlega heilsu. „Til að mynda hefur verið sannað í erlendum rannsóknum að sjúklingum sem hafa útsýni yfir gróður batnar fyrr og að heilsufar er mælanlega betra í þeim borgarhlutum þar sem gróðurfar er meira. Það er því til mikils að vinna að stuðla að því að gera svæði eins og Kálfamóa við Keldur í Grafarvogi aðgengileg fyrir borgarbúa því þannig fær fólk notið margra áratuga ræktunarstarfs og óviðjafnanlegs gróðurs.“ Skógræktarfélag Reykja- víkur býður til fræðslugöngu um Kálfamóa í kvöld en gangan hefst klukkan 18.00. Gangan er stutt og þægileg að sögn Margrétar. Hópurinn hittist á bílastæðinu við aðalinngang tilraunastöðvarinnar að Keldum í Grafarvogi og öll eru velkomin. Fræðslan er í höndum Samsonar Harðarsonar landslagsarkitekts, Hörpu Þorsteinsdóttur, verkefna- stjóra í lýðheilsu hjá Reykjavíkur- borg, og Aðalsteins Sigurgeirs- sonar og Þorsteins Tómassonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. n Gróður í borgum bætir heilsu Margrét Valdimarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. MYNDIR/AÐSENDAR Kálfamói í Keldum er einstakt gróðurlendi. 4 kynningarblað A L LT 21. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.