Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 2
Notuð voru tölvulíkön til að greina rek olíu- agna á yfirborðinu. Fólk er farið að nota föstu sem megrunar- kúra. Karim Askari, formaður Stofn- unar múslima á Íslandi Göppingen undirbýr sig fyrir Val Þýska úrvalsdeildarliðið Göppingen æfði stíft í gær þar sem undirbúningur fór fram fyrir leikinn gegn Valsmönnum í kvöld. Valsliðið hefur komið mörgum stórliðum á óvart en Göppingen verður að teljast erfiður andstæðingur þrátt fyrir að það sé í fjórtánda sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/Ernir Íslenskir múslimar hafa lengstu ramadan-föstu heims en veðráttan er óvæntur bandamaður. Formaður Stofnunar múslima segir föstuna ekki hættulega. kristinnhaukur@frettabladid.is trúmál Formaður Stofnunar mús- lima á Íslandi segir föstuna á ramad- an ekki leggjast þyngra á múslima hér þó að hún sé sú lengsta í heimi. Það er nærri 17 klukkutímar á dag. Veðráttan sé með þeim í liði. „Þetta er ekki erfitt,“ segir for- maðurinn, Karim Askari. „Ástæðan er sú að veðrið hérna á Íslandi er svo svalt. Víðast hvar þar sem mús- limar búa er 40 stiga hiti en hérna er mínus 1 eða 2 gráður. Þess vegna er þetta létt,“ segir hann. Ramadan, hinn helgi mánuður múslima, hefst annað kvöld þann 22. mars og lýkur að kvöldi föstu- dagsins 21. apríl. Á þeim tíma mega múslimar ekki borða, drekka, stunda kynlíf eða aðrar líkamlegar nautnir frá sólarupprás til sólseturs. Vegna legu landsins er fastan lengst á Íslandi af þeim stöðum þar sem múslimar eru með moskur, eða 16 klukkutímar og 50 mínútur. Ramadan er þó fyrr á árinu en á undanförnum árum og því bæri- legri að sögn Karims. Karim segir mikilvægt að undir- búa sig vel fyrir föstuna. „Það skiptir ekki síður máli að vera vel undirbúin andlega en líkamlega á þessum helga mánuði,“ segir hann. „Við erum með fleiri bænastundir og það skiptir máli að huga að öllu.“ Samkvæmt Karim er fastan til- mæli sem guð ætlast til að múslimar fylgi. „Ef við neitum okkur ekki um neitt allt árið um kring getum við ekki fundið samkennd með þeim sem búa við skort,“ segir hann. Til- gangurinn sé að stórum hluta að fólk geti fundið til með fólki sem býr við hungur, svo dæmi sé tekið. „Reglurnar eru þær sömu alls staðar í heiminum,“ segir Karim um hvort fastan sé algild. Hins vegar eru það aðeins fullorðnir sem fasta. Þá eru undanþágur fyrir veikt fólk og fatlað, sem og konur sem eru á blæðingum eða barnshafandi. „Fastan er ekki hættuleg,“ segir Karim. „Þvert á móti þá er hún góð fyrir heilsuna. Fólk er farið að nota föstu sem megrunarkúra,“ segir hann. Stofnun múslima, sem rekur stór- moskuna í Ýmishúsinu, er annað tveggja félaga múslima á Íslandi og eru 415 í félaginu. Hitt er Félag mús- lima á Íslandi sem telur 456 manns og er með mosku í Ármúla. Þriðja félagið, Menningarsetur múslima á Íslandi, var lagt niður árið 2021 en eftir það fjölgaði mikið í Stofnun múslima. n Lengsta fasta veraldar sé hvorki erfið né hættuleg Frá ramadan hjá Félagi múslima árið 2019. Fréttablaðið/anton brink N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. kristinnpall@frettabladid.is Ísafjörður „Auðvitað verður þetta álag á innviði sveitarfélagsins, en það verða ekki þrettán þúsund manns í miðbænum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, spurð út í fyrirhugaða komu allt að 13.700 ferðamanna til Ísafjarðar þann 7. júlí næstkomandi. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekin fyrir fundargerð hafnarstjórn- ar þar sem ræddur var möguleikinn á að setja hámarksfjölda farþega úr skemmtiferðaskipum á einum degi. 7. júlí í sumar er gert ráð fyrir skipunum Star Legend, Norwegian Prima, Azamara Journey, Zuider- dam og hinu gríðarstóra MSC Gran- diosa í höfn. Þessi skip taka samtals 13.643 farþega og hafa 4.500 í áhöfn. „Við getum ekki farið yfir þol- mörk íbúa. Það þarf að koma í veg fyrir að of bjóða fólki og finna ein- hvern jafnvægispunkt. Þó að við séum miklir gestgjafar og finnist gaman að fá fólk í bæinn,“ segir Arna og bætir við að atvinnustarfsemi í höfninni þurfi einnig svigrúm. „Það er hætt við því að það verði allt fullt af fólki, en það má ekki gleyma því að f lestir af þessum farþegum dreifast vel. Það eru tví- skiptar ferðir allan daginn, fyrir og eftir hádegi, og það er verið að keyra fólk út um allt,“ segir Arna Lára. n Fjórtán þúsund á Ísafirði á sama degi Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar benediktboas@frettabladid.is Náttúruvá Hafrannsóknastofnun hefur reynt að finna olíuleka við suðurströnd landsins að beiðni Umhverfisstofnunar. Ástæðan var talsverður fjöldi olíublautra fugla. Greining var gerð á reki olíu við suðurströndina á tímabilinu 2020- 2022. Samk væmt tilkynningu reyndist ekki mögulegt að segja nákvæmlega til um hvaðan meng- unin kæmi en líklegt er að um sé að ræða olíu sem lekur úr skipsflaki á hafsbotni. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að mestar líkur séu á að uppruni mengunarinnar sé á haf- svæði innan við 12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmanna- eyjar. n Flak á hafsbotni lekur líklega olíu Margir olíublautir fuglar hafa fundist að undanförnu við Vestmannaeyjar. Fréttablaðið/anton brink 2 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.