Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 14
Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Kynntu þér dreifinguna www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og alþjóðlegur kaup- sýslumaður 1. Ein kenninga Alberts Einstein var að ef menn gerðu sama hlutinn aftur og aftur og væntu breyti- legra, eða annarra og kannske betri, niðurstaðna mætti telja það andlega skerðingu, vitfirru. Nú ert þú og þið búin að hækka stýri- vexti ellefu sinnum til að reyna að slökkva verðbólgubálið, en verð- bólgan bara eykst. A. Hvað skyldi Einstein hafa sagt um þessa við- leitni þína? B. Getur verið, að yfir- keyrðar stýrivaxtahækkanir virki sem olía á eldinn í stað vatns? 2. Það er þekkt eðlisfræðilegt fyrir- brigði, staðreynd, að sum efni eða læknislyf virka til betrunar og lækningar heilsubresti eða sjúk- dómi í litlu og hæfilegu magni, en, við aukið magn, snúist áhrif við, valda vaxandi vanlíðan og veik- indum, og, við enn stærri skammt, verði þau banvæn. Heldur þú að stýrivaxtahækkunaraðferðin lúti kannske ekki sama lögmáli? 3. Ef grípa á inn í hagkerfi, draga úr verðbólgu, heldur þú ekki að það væri siðferðislega og jafnvel laga- lega réttara að láta aðgerðina gilda eingöngu fram á við; ekki vera afturvirka!? Bara fyrir ný lán!? Með því að láta eða leyfa við- skiptabönkunum að hækka vexti umsaminna og frágenginna, tekinna lána, er um afturvirk áhrif að ræða; lántakendur eru keyrðir upp að vegg með aukin, eða stóraukin, útgjöld, sem aldrei var samið skýrt og skorinort um; þarna er gengið hart á hagsmuni þeirra og afkomu með afturvirk- um og íþyngjandi hætti. Finnst þér þetta standast? 4. Skv. 72. grein stjórnarskrár er eignarrétturinn friðhelgur og það er meginregla íslenzks réttarfars að afturvirkni laga eða stjórn- sýsluaðgerða sé bönnuð. Telur Ásgeir Jónsson, að vaxtahækk- anir með alvarlega íþyngjandi afturvirkum áhrifum standizt þessa stjórnarskrárgrein og þessa meginreglu íslenzks réttarfars? Hér má kannske minna hagfræð- inginn á skilgreiningu Garðars Gíslasonar í bók hans „Eru lög nauðsynleg“: „Lög frá lagasetning- arvaldi (ég segi stjórnsýsluvaldi) skulu vera skýr og skiljanleg, gerð kunnug með opinberri birtingu, og þau skulu gilda eftirleiðis, fram í tímann og ekki aftur í tímann“. Hvað skyldi fyrrverandi for- seti Hæstaréttar, Garðar Gísla- son, segja um þessar afturvirku vaxtahækkanaaðgerðir þínar, nú alls ellefu á tæpum tveimur árum, allar með afturvirkum og alvarlega íþyngjandi áhrifum!? Er þetta kannske allt kolólöglegt hjá þér og ykkur, ef ekki lagalega, þó sennilega sé það líka svo, þá alla vega siðferðislega!? 5. Hvað heldur þú með Mannrétt- indasáttmála Evrópu, gr. 7, mgr. 2, sem gengur hart gegn aftur- virkni!? Skyldu þessar ellefu geð- veikislegu (Einstein) stýrivaxta- hækkanir allar standast hann!? 6. Ef launahækkanir hjá brauðgerð leiða til þess, að framleiðslu- kostnaður brauðsins hækkar um 10%, þá segir þú, að þarna séu launahækkanir að kynda upp verðbólguna, séu olía á verð- bólgueldinn. Þegar þú og þið hækkið vexti, þannig, að brauð- gerðarkostnaðurinn hækki um 10%, þá fullyrðið þið, að þið séuð að draga úr verðbólgu; nú sé hinn aukni framleiðslukostnaður, vegna vaxtahækkunarinnar, vatn á verðbólgueldinn; þið séuð að slökkva hann. Viltu vera svo vænn að útskýra fyrir okkur hvernig þetta virkar? Ég er reyndar enginn Einstein, en fyrir mér er þessi framgangur og aðferðafræði, þessi hagspeki og peningastefna, aðferðafræði fáránleikans. 7. Fannst þér það heiðarlegt og rétt, að verja verðbólguna hér fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með tilvitnunum í háa verðbólgu í Eystrasaltslöndum og öðrum Evrópulöndum, í ESB eða utan, með evru eða án, sem þú veizt vel, að stafar mest af marg- földun orkuverðs vegna innrásar Pútíns í Úkraínu, af tímabund- inni orkukreppu þeirra landa sem hafa mest byggt sína orku á gasi og olíu, en þessi orkukreppa er ekki til staðar hér? Raforkan okkar og heita vatnið hefur ekki hækkað! Varstu þarna ekki að reyna að smeygja þér út úr verð- bólguvandanum hér, sem fyrir mér er nú orðinn vítahringur víxlhækkana vaxta og verðlags, með fals-samanburði? 8. Í eina tíð héldu færustu vís- indamenn, að jörðin væri f löt. Læknavísindin byggðu líka á því, á sínum tíma, að blóðtaka af sjúklingi væri allsherjar lækning og lausn. Eins og stýrivaxtahækk- anir ykkar nú. Gæti það verið, að hagspeki þín, sem reyndar byggist nokkuð á aldargömlum kenningum Keynes (ekki Georges, heldur Johns Maynard), fædds 1883, og, jafnvel, fræðum og kenningum Adams Smith, fædds 1723, sé að nokkru eða verulegu leyti úr takt við tímann; byggist á allt annarri þjóðfélagsgerð og allt öðru hag- kerfi, en nú er? 9. Að lokum þessi spurning: Í við- tali við Morgunblaðið í júlí 2019, þegar þú tókst við embætti seðla- bankastjóra, sagðir þú: „Réttur- inn til að gefa út eigin mynt er grundvallarhluti af fullveldi hvers lands“. Trúirðu þessu virkilega enn!? Hafa ríkin 26, sem nýta sér nú evruna sem sitt grundvallar gjaldmiðilsverkfæri, þá afsalað sér fullveldi sínu!? n Nokkrar spurningar til Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra Viðar Eggertsson varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, jafnaðarflokks Íslands „Heimskt er heimaalið barn“, segir gamall málsháttur. Það er í eðli skapandi fólks að þurfa hleypa heim- draganum og leita á nýjar lendur til að takast á við nýjar og gefandi áskoranir. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum Íslendingi hversu öflug íslensk menning og listsköpun hefur orðið á síðustu árum og áratugum. EES-samningurinn, sem við undir- rituðum árið 1994, hefur opnað fyrir íslenska listamenn áður lokuð hlið og rutt úr vegi ókleifa múra, til menningarlegra landvinninga í Evr- ópu. Hin skapandi stétt listamanna hefur nýtt sér þau miklu tækifæri sem þá gáfust með ótrúlega gefandi hætti. Og uppskorið ríkulega. Gott orðspor íslenskrar listar og menningar hefur aukist gífurlega vegna þessa. Ófáir íslenskir listamenn hafa rennt styrkum stoðum undir starf sitt sem listamenn, eftir að samn- ingurinn tók gildi, víða um Evrópu og þannig hefur atvinnugrund- völlur þeirra ef lst til muna vegna samningsins og ýmissa tækifæra sem hafa gefist í samstarfi við önnur þau 26 Evrópulönd sem samningur- inn nær til. Fyrir þann tíma var Ísland ekki bara eyland úti í hafi heldur var engu líkara en ókleifur múr hefði verið reistur af okkur eyjarskeggj- um umhverfis okkur sjálf, sem bitnaði illilega á möguleikum ein- staklinga og stofnana til að eflast í samstarfi við aðra. EES samkomulagið hefur brotið niður múra og gert Evrópu aðgengi- lega fyrir stórhuga listamenn. Því samningurinn felur í sér ótal tæki- færi til listsköpunar fyrir frjóa Íslendinga. Samningurinn nær til náinna samstarfsverkefna á ýmsum sviðum – ekki síst menn- ingu. Þar gefast margvísleg tæki- færi ef vandað er til verka og til staðar er árvökulir aðstoðarmenn á vettvangi – í iðu ákvarðana og framfara. Það eru enn gífurleg sóknarfæri fyrir okkur fólgin í menningu ekki síður en viðskiptum og því brýnt að að halda áfram að sækja fram okkur öllum til heilla. Því er það með ólíkindum að menningar- og viðskiptaráðuneytið eigi ekki einn einasta starfsmann á sendiráðsskrifstofu okkar í Brussel eins og öll önnur ráðuneyti hafa þegar þar, til að vinna að hagsmuna- málum og tækifærum sem okkur gefast. n Íslenskir listamenn án landamæra Það eru enn gífurleg sóknarfæri fyrir okkur fólgin í menningu ekki síður en viðskiptum og því brýnt að að halda áfram að sækja fram okkur öllum til heilla. Telur Ásgeir Jónsson, að vaxtahækkanir með alvarlega íþyngjandi afturvirkum áhrifum standizt þessa stjórnar- skrárgrein og þessa meginreglu íslenzks réttarfars? 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.