Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 22
Við höfum öll raddir og skoðanir einstaklinga með Downs-heilkenni eiga að heyrast eins og annarra. Guðmundur Ármann Pétursson, formaður Downs-félagsins Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Elskaður eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Ragnar Jónsson hárskeri, sem lést á Tenerife 8. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. mars klukkan 15. Anna Þórdís Bjarnadóttir Ómar Stefánsson Arnheiður Skæringsdóttir Hanna Sigríður Stefánsd. Vilhjálmur Hörður Guðlaugss. Jón Þorgrímur Stefánsson Kristín Ásta Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og bróðir, Hermann Ragnarsson múrarameistari, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. mars sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. mars kl. 13. Streymt verður frá athöfninni. Sigurður Arnar Hermannsson María Másdóttir Ásdís Arna, Emma og Jónatan Helga Sigrún Hermannsdóttir Alexander Guðmundsson Edda María Vignisdóttir Jeppe Grønning Kieldsen Snæfríður og Hekla og bræður hins látna Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði 1788 Eldsvoði í New Orleans veldur því að 856 af 1.100 byggingum bæjarins eyðileggjast. 1857 Jarðskjálfti í Tókýó í Japan verður yfir 100.000 manns að bana. 1871 Otto von Bismarck er kosinn fyrsti kanslari þýska keisaradæmisins. 1881 Frost mælist 40°C á Akureyri og var það met þennan vetur, sem var mikill frostavetur. 1921 Vladímír Lenín boðar nýju efnahagsstefnuna til að reyna að rétta af efnahag Sovétríkjanna. 1945 Bretar ráðast á skrifstofu Gestapo í Kaupmannahöfn en fyrir mistök verður skóli einnig fyrir árás. 1963 Einu frægasta fangelsi heims, Alcatraz fyrir utan San Francisco, er lokað. 1974 Forseti Alþingis tók við undirskrift 55 þúsund Ís- lendinga sem mótmæltu hugmyndinni um uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin. 1980 Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, tilkynnir að Bandaríkin muni sniðganga Sumarólympíuleikana í Moskvu sama ár. 1990 Namibía fær loks sjálfstæði eftir 75 ár undir stjórn Suður-Afríku. 1999 Bertrand Piccard og Brian Jones verða fyrstu menn- irnir til að ferðast hringinn í kringum hnöttinn um borð í loftbelg. 2006 Samfélagsmiðillinn Twitter er stofnaður. 2014 Rússneska ríkið innlimar Krímskaga opinberlega í Rússland. 2022 Flugvél China Eastern Airlines brotlendir í Guangxhi, 132 farast. Alþjóðlegi Downs-dagurinn er haldinn hátíðlegur úti um allan heim í dag. Félag áhugafólks um Downs-heilkennið heldur daginn hátíðlegan en formaður félags- ins segir mikilvægt að fólk með Downs fái að tjá skoðanir sínar. kristinnpall@frettabladid.is „Það verður gleði og gaman. Það hefur myndast hefð fyrir því alþjóðlega, og við hvetjum alla landsmenn til þess, að vera í ósamstæðum sokkum og sýna það stolt sem tákn fjölbreytileikans. Það eru ótrúlega margir sem taka þátt í þessum lifandi og skemmtilega degi. Þetta er lítið, en sýnilegur stuðningur sem sýnir samhug,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, en í dag er haldinn alþjóðlegi Downs-dag- urinn. Í tilefni þess mun félagið standa að viðburði fyrir félagsmenn í Þróttar- heimilinu þar sem Páll Óskar kemur og syngur. Downs-heilkenni er eðlilega til- komin litningasamsetning sem alltaf hefur verið til og er þekkt um heim allan, þvert á kynþætti, kynferði og félags- og efnahagslegar markalínur. Eitt af um það bil 800 börnum fæðist með Downs-heilkenni. Einstaklingar með heilkennið hafa aukaeintak af litn- ingi 21, þrjá í stað tveggja, eða það sem kallað er „þrístæða 21“. Áhrif þessa við- bótarerfðaefnis eru breytileg frá einum einstaklingi til annars. Í rúman áratug hefur 21. mars verið tileinkaður fólki sem er með Downs- heilkennið frá því að Sameinuðu þjóð- irnar tilkynntu að dagurinn yrði titl- aður alþjóðlegi Downs-dagurinn. „Þessi dagur hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2011, þá samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stóra ályktun sem kom meðal annars inn á að Downs-heilkenni sé ekki galli heldur erfðabreytileiki sem hefur verið hluti af mannlegum breytileika frá örófi alda, og ber að virða. Þá var þessi dagur formlega viðurkenndur og árlega eru tekin fyrir svona mismunandi áherslu- atriði sem einkenni dagsins,“ segir Guð- mundur og segir áherslu ársins í ár að leyfa rödd fólks með Downs að heyrast. „Vertu með okkur en ekki fyrir okkur (e. with us not for us), í samfélagsþátt- töku fólks með Downs-heilkenni, að rödd einstaklinga með Downs-heil- kenni fái að heyrast en að ekki sé alltaf talað fyrir þau sem einstaklinga. Við höfum öll rödd og raddir og skoðanir einstaklinga með Downs-heilkenni eiga að heyrast eins og annarra.“ Félagið var stofnað fyrir rúmum aldarfjórðungi og vinnur gott og mikil- vægt starf. „Það hefur mikil aukning átt sér stað í vitundarvakningu um Downs-heil- kennið, og það sem skiptir miklu máli um leið er að félagið minni á rétt fólks með Downs-heilkenni til lífs og til þess að vera virkir þátttakendur í samfélagi okkar.“ Guðmundur segir stuðning forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, afskaplega mikilvægan en forsetinn hefur veitt málstaðnum mikilvægt lið- sinni. „Hann hefur verið einstaklega vin- samlegur, hjálpsamur og mikill og góður stuðningsmaður okkar. Við getum aldrei þakkað honum nóg fyrir þann ómetan- lega stuðning.“ Þetta verður í fyrsta sinn í langan tíma sem hægt er að halda daginn hátíðlegan, vegna heimsfaraldursins og segir Guð- mundur mikla eftirvæntingu fyrir deg- inum. „Það er komin gríðarleg eftirvænting, stemning og tilhlökkun. Ég veit ekki hversu margir koma í dag en það er komin uppsöfnuð þörf fyrir samveru eftir Covid. Það er langt síðan síðast, í fyrra vorum við alveg í endann á Covid og vildum ekki taka neina áhættu þá.“ n Raddir einstaklinga með Downs eiga að heyrast Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, birtir iðulega mynd af sér í ósamstæðum sokkum á alþjóðlegum degi Downs. Hann fékk á dögunum afhent sokkapar og bol en formaður Downs-félagsins segir stuðning forsetans afar dýrmætan. fréttablaðið/anton brink 18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞRIÐJUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.