Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 28
Ég er hreinlega dol- fallin yfir því hvað við eigum flotta krakka. Sigrún Grendal, tónlistarkennari Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jóhann Waage, sími 550-5656 /waage@torg.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is SJÁLFBÆR REKSTUR Miðvikudaginn 29. mars gefur Fréttablaðið, í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, út sérblaðið Sjálfbær rekstur. Fimm hundruð börn fluttu tónlist í Hörpu um helgina. Lokaviðburðurinn var frum- samið verk sem á annað hundrað barna tóku þátt í að skapa. Unnið er kerfisbundið að auknum þætti barna í húsinu. bth@frettabladid.is Óhætt er að segja að vel hafi tekist til þegar 132 nemendur úr fjöl- mörgum tónlistarskólum víða um land f luttu í Hörpunni síðastliðinn sunnudag nýtt tónverk sem hópur- inn samdi saman, Óð til tónlistar. Verkið var lokaviðburður Nót- unnar, uppskeruhátíðar tónlistar- skólanna. Áhorfendur létu sér ekki nægja að fagna börnunum og Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths, aðalleiðbeinanda sem stjórnaði f lutningnum skörulega í lok tón- leikanna, heldur tók salurinn þátt í verkinu með söng. Sigrún Grendal tónlistarkennari er potturinn og pannan í skipu- lagningu Nótunnar. Hún segir hátíðina hafa verið þá umfangs- mestu frá upphafi. „Þetta er langfjölmennasta hátíð okkar frá upphafi, það voru hátt í 500 krakkar sem komu fram.“ Sigrún segist þakklát öllum sem komu að, ekki síst starfsfólki Hörpu. Um ræðir alls tólf tón- leikaviðburði, ótal vinnustofur og lokaatriði sem áhorfendur hafa sagt í samtölum við Fréttablaðið að muni ekki gleymast. „Ég er hreinlega dolfallin yfir því hvað við eigum flotta krakka,“ segir Sigrún. Spurð hvernig henni hafi liðið á hliðarlínunni þegar f lutningur hins f jölmenna lokaatriðis fór fram, segir Sigrún: „Mig langaði að dansa, ég sveif og brosti út að eyrum. Það er þrekvirki hjá nöfnu minni Sigrúnu að ná svona ótrúlega miklu út úr krökk- unum á knöppum æfingatíma. Mér finnst Sigrún einstök, hún er sér- lega verðmæt manneskja.“ Nótan hefur verið haldin frá 2010.  Sjaldan hefur reynt eins mikið á sköpunarkraft nemenda og í ár. Margar fjölskyldur utan af landi þurfa að leggja töluvert á sig en afraksturinn er gleði. Til marks um metnaðinn og  kraftinn  má nefna að sum börn mættu í hljóð- prufu í Hörpu fyrir klukkan átta á sunnudagsmorgun. Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, segir að gaman hafi verið að sjá tónlistarskólana blása aftur til hátíðarinnar eftir Covid-hlé. „Ég hef sjaldan vitað annað eins líf og fjör baksviðs, það ómaði allt af tónlist og kátínu barnanna. Okkur þykir sannast sagna mjög vænt um þennan viðburð.“ Svanhildur segir það markvissa stefnu að opna Hörpuna upp á gátt fyrir börnum þannig að þau geti skapað, tekið þátt og uppgötvað töfra tónlistarinnar – enda sé tón- listarmúsin Maxímús Músíkús inn- blásturinn í barnastarfinu. Hún nefnir Hljóðhimna, sem er nýtt rými fyrir börn og fjölskyldur og fagnaði árs afmæli um helgina, árvissa Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Big Bang-hátíðina, Upp- taktinn – tónsköpunarverðlaun unga fólksins, þátttökusmiðjur, leiðsagnir og leiksýningar. Þetta sé allt til viðbótar við framúrskarandi barna- og uppeldisstarf Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. n Einstakt þrekvirki á fjölmennustu Nótuhátíðinni Nótuhátíðin í ár var sú langfjölmennasta frá upphafi en þar komu fram hátt í fimm hundruð krakkar. Sigrún Sævars- dóttir-Griffiths er sögð hafa unnið þrekvirki á sunnudag þegar hún leiddi 132 börn og heilan Eldborg- arsal í gegnum frumflutt verk. fréttablaðið/ anton brink Nótan hefur verið haldin frá árinu 2010 en aldrei með sama móti og í ár. Blásturshljóðfærin voru munduð í öllum sínum fjölbreytileika. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞRiðJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.