Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 19
Þegar við ræðum fyrirbæri eins og fordóma, getur verið erfitt að skorta orð og þurfa sífellt að reiða sig á erlend hugtök í umræð- unni. Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri inn- lendra verkefna hjá Barnaheillum Þannig gæti forsíðufrétt hljómað – ef við viljum. Ef árið væri 2030 væri ánægjulegt að geta birt eftirfarandi grein: Ísland er fyrst landa Evrópu til að uppræta með öllu fátækt meðal barna (í landinu) og er þannig fyrir- mynd annarra þjóða um að það sé hægt. Fátækt er ekki náttúrulögmál og því settu íslensk stjórnvöld sér stefnu og áætlun árið 2023 um að vera búin að uppræta fátækt og félagslega einangrun á Íslandi fyrir árið 2030 og þar með uppfylla fyrsta markmið heimsmarkmiða Samein- uðu þjóðanna frá árinu 2015 og gott betur. Þar er kveðið á um að fækka skuli þeim sem búa við fátækt um að minnsta kosti helming fyrir árið 2030. Barnaheill-Save the Children á Íslandi fagna því að nú búi öll börn á Íslandi við sömu tækifæri til menntunar, heilsu, velferðar, öryggis og þátttöku. Öll búa þau við öruggan og heilsusamlegan húsakost með fjölskyldum sínum, þar sem stjórnvöld hafa tryggt uppbyggingu á félagslegri hús- næðisþjónustu. Öruggt húsnæði eru grundvallarmannréttindi og á ekki að lúta markaðslögmálum heldur er nú litið á slíkt sem þjónustu líkt og heilbrigðisþjónustu. Barnaheill vilja þakka íslensku þjóðinni fyrir að hafa forgangsraðað þessu málefni undanfarin ár og allir sem aflögufærir voru hafa lagt sitt af mörkum í sameiginlega sjóði. Þess vegna er nú hægt að veita öllum börnum gjaldfrjálsa menntun við hæfi til 18 ára aldurs og aðgengi að tómstundum við hæfi, menningu og listum og þar með að fá að þroska hæfileika sína, ef la sjálfsmynd, eiga drauma og sjá þá rætast. Nú fá öll börn næringarríka gjaldfrjálsa máltíð í skólum og er það vel, enda hefur það tíðkast lengi í mörgum nágrannalanda okkar svo sem Finn- landi. Barnaheill vilja sérstak lega þakka að biðlistum fyrir þjónustu við börn sem eiga við sálrænan eða félagslegan vanda að stríða hefur verið eytt og er það mikið heilla- skref í þágu velferðar barna og fjöl- skyldna þeirra. Eitt ár í lífi barns er langur tími og of stórt hlutfall af lífinu til að bíða eftir þjónustu. Nú er geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn gjaldfrjáls enda er jafn mikilvægt að sinna slíku og öðrum heilsu- farslegum áskorunum fljótt og vel. Þetta er eitt mikilvægasta skref sem stjórnvöld hafa tekið í þágu barna. Árið 2023 bjuggu 13,1% barna við fátækt, eða á heimilum undir lág- tekjumörkum og 24,1% íslenskra heimila bjó við skort. Helmingur þeirra heimila voru heimili ein- stæðra foreldra og 16,1% heimil- anna voru heimili þar sem bjuggu að minnsta kosti tveir fullorðnir og börn. Barnaheill vilja þakka þann skilning sem stjórnvöld og almenn- ingur hafa sýnt því að barnafjöl- skyldur hafa mikla greiðslubyrði og því þurftu þær meiri stuðning. Með þeim stuðningi er tryggt að öll börn geta notið þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim ekki mismunað vegna stöðu þeirra, svo sem efnahagslegrar stöðu foreldra. Því er ánægjulegt að sjá að greiðslur til barnafjöl- skyldna hafa verið auknar og miða nú við framfærsluviðmið. Áður hétu þær greiðslur barnabætur en heita nú barnastyrkur sem vísar til þess styrkleika sem fjölskyldur geta búið yfir fái þær þann stuðn- ing sem þær þurfa, félagslegan eða fjárhagslegan. Að fjárfesta í börnum er fjárfest- ing til framtíðar fyrir samfélagið allt. Fátækt er brot á mannrétt- indum barna og skerðir möguleika þeirra til heilsu og velferðar. Því miður á þessi grein ekki við núna, árið er 2023 og enn eiga 13,1% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það eru því um 10.000 börn sem ekki fá notið þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Við getum breytt því ef við viljum. Skrifaðu undir áskorun Barna- heilla – Save the Children á Íslandi um að uppræta fátækt meðal barna. n Árið er 2030 og Íslandi hefur tekist að útrýma barnafátækt Fátækt er brot á mannréttindum barna og skerðir möguleika þeirra til heilsu og velferðar. Þegar við ræðum fyrirbæri eins og fordóma, getur verið erfitt að skorta orð og þurfa sífellt að reiða sig á erlend hugtök í umræðunni. Hér fyrir neðan má finna gagnlegan orðalista þar sem nokkur hugtök sem birtast oft í umræðu um kyn- þáttafordóma eru útskýrð. Þessi listi var tekinn saman af Borgar- bókasafni í tilefni af árlegri Evrópu- viku gegn rasisma sem nú er haldin 16.-29. mars. Auk þessa hugtakalista sem má finna á íslensku og ensku á vef safnsins, hefur safnið einnig safnað saman bókameðmælum fyrir full- orðna og börn og skipuleggur einn- ig viðburð um hvernig hægt er að fá fleiri and-rasískar bækur þýddar á íslensku. Afnýlenduvæðing Afnýlenduvæðing er skilgreind sem virk andspyrna gegn nýlenduveld- unum og tilfærsla á yfirvaldi í átt til sjálfstæðis nýlenduþegna í pólitísk- um, efnahagslegum, menntunar- legum, menningarlegum og and- legum málum. Afnýlenduvæðing á einnig við um að virkja kraftinn sem á uppruna sinn í eigin menningu innfæddra nýlenduþegna. Þetta ferli á sér stað í stjórnmálum en á einnig við um persónulegt og samfélags- legt niðurbrot á þeirri kúgun sem nýlenduveldin beittu þegna sína á andlegan og menningarlegan hátt, sem og í ofnotkun á landi þeirra og innrætingu í menntun þeirra. And-rasisti Það er ekki nóg að vera ekki rasisti, það þarf að vera and-rasisti. Ein- hver sem er andrasisti eða stundar andrasisma er einstaklingur sem styður andrasískar stefnur með því að styðja eða segja frá andrasískum hugmyndum. Þetta getur falið í sér að trúa því og segja frá því að ólíkir kynþáttahópar séu jafnir og þurfi ekki að þróast til að ná jafningja- grundvelli. Þetta felur einnig í sér að styðja stefnur sem draga úr kyn- þáttalegu óréttlæti. Bandamanneskja Einhver sem hefur það að markmiði og leggur sig fram við að þekkja sín eigin forréttindi (sem byggjast á kyni, stöðu, kynþætti, kynhneigð o.s.frv.) og vinnur með undirok- uðum hópum í baráttunni fyrir réttlæti. Hvít forréttindi Hvít forréttindi vísa í ótvírætt samansafn af ávinningi, kröfum, réttindum og tækifærum sem fólk hefur einungis áunnið sér vegna þess að það er hvítt. Fólk sem upp- lifir hvít forréttindi er yfirleitt ómeð- vitað um að það hafi þau og áttar sig því sjaldnast á óréttlætinu sem blasir við öðrum. Að búa við hvít forrétt- indi þýðir ekki að fólk upplifi aldrei óréttlæti í lífinu, heldur einungis að það verður ekki fyrir barðinu á kyn- þáttafordómum. Kynþáttafordómar Fela í grunninn í sér þá trú hægt sé að áætla „eðli“ einstaklinga út frá þeim kynþáttum sem það er talið tilheyra. Kynþáttafordómar birtast sem rótgrónar hugmyndir, kerfis- bundnir fordómar og einstaklings- bundin hegðun og birtist á margan mismunandi hátt í samfélaginu, svo sem í útilokun, mismunun, hatri eða of beldi gagnvart fólki vegna kyn- þáttar þess. Kynþáttur Kynþáttur er félagslega tilbúið fyrirbæri, en ekki líffræðileg stað- reynd. Vegna þess að kynþættir voru skilgreindir og settir fram sem vísindalegar fullyrðingar á sínum tíma, heldur margt fólk enn í dag að raunveruleg vísindi séu að baki kynþáttum. Svo er ekki. Lýsingar á kynþáttum hafa breyst í gegnum tíðina. Þó að kynþættir séu félags- legt fyrirbæri, en ekki líffræðilegt, hafa kynþáttaflokkanir enn áhrif á líf fólks í dag. Litblinda Hér er ekki um að ræða litblindu í læknisfræðilegum skilningi, heldur er hér verið að vísa í það þegar fólk segist ekki sjá lit (eða hundsar lit), með því að segjast ekki sjá kynþætti til að sýnast ekki vera rasisti eða með kynþáttafordóma. Þá er því oft haldið fram að til þess að minnka mismunun þurfi einungis að koma eins fram við allt fólk, án þess að líta til kynþáttar, menningar eða þjóð- ernisuppruna. Þetta viðhorf getur ýtt undir og viðhaldið mismunun því að hundsa hvernig kynþættir móta líf fólks og kynþáttafordómar skapa ójöfn tækifæri. Með því að leyfa kerfisbundnu óréttlæti að við- gangast, hefur litblinda orðið hinn „nýi rasismi“. Litblinda tekur líka ekki til greina öll þau menningarlegu einkenni sem fólk metur og á skilið að séu viðurkennd og fagnað. Menningarnám Að taka upp, eigna sér eða nýta menningarþætti (eða kynþætti) ann- arra – þar á meðal tákn, list, tungu- mál, siði o.s.frv. – til eigin nota, hagn- aðar, skemmtunar eða framdráttar. Þetta er auk þess gert án skilnings, viðurkenningar eða virðingar fyrir gildi þess í upprunalegri menningu eða áhrifum menningarnámsins á jaðarsetningu minnihlutahópa. Menningarnám á sér oft stað án nokkurrar umhugsunar um stöðu þess hóps sem menningin vísar í innan samfélagsins. Oft er um að ræða hópa sem upplifa fordóma og jaðarsetningu í samfélaginu, gagn- gert fyrir það eitt að tilheyra þeirri menningu. Menningarnám á sér grunn í þeirri hugmynd að ríkjandi menning hafi rétt til að tileinka sér aðra menningarþætti án þekkingar á þeim. Menningarfordómar Menningarfordómar, stundum kall- að nýrasismi, er hugtak sem hefur verið notað til að útskýra fordóma og mismunun sem byggir á menn- ingarlegum mismun milli þjóð- ernis- eða kynþáttahópa. Þetta felur í sér þá hugmynd að sum menning sé öðrum æðri og að ýmsir menningar- heimar séu í grundvallaratriðum ósamrýmanlegar og ættu ekki að vera til í sama samfélagi eða ríki. Þá eru óhaldbærir eiginleikar eins og menning, tungumál og trúarbrögð sett fram sem útskýring á „eðli fólks“ og réttlæting fyrir fordómum í þeirra garð. Í þessu eru þeir frábrugðnir kynþáttafordómum, sem vísa í for- dóma og mismunun sem byggir á kynþáttalegri skilgreiningu fólks. Þessir fordómar eru oft nátengdir kynþáttafordómum því oft er ákveð- ið útlit tengt við ákveðna menningu, en geta líka verið óháðir útliti fólks. Öráreiti Þær hversdagslegu yrtu, óyrtu og óáþreifanlegu lítilsvirðingar, móðg- anir, hundsun eða dónaskapur sem gefa til kynna fjandsamlegt, niðr- andi eða neikvætt viðhorf eða skila- boð til einstaklinga einungis vegna þess að þau tilheyra jaðarsettum hóp, hvort sem það er viljandi eða óviljandi gert. Greinin er skrifuð á vegum Mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkur sem hluti af Evrópuviku gegn kynþátta- misrétti 16-29. mars. n Nauðsynlegt að geta rætt um fordóma á íslensku Martyna Kar- olina Daniel sérfræðingur í fjöl- menningarmálum hjá Borgarbóka- safninu Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðing- ur og fræðsluaðili um fordóma Fréttablaðið skoðun 1521. mars 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.