Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 30
 Við erum heppin með riðil, finnst mér. Ekki að það þurfi því við erum með frábært lag. En við erum örugg áfram. Ég er sannfærð um það. Inga Rós Vatnsdal Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra • Kjark til að tala um eigin líðan og annarra • Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Skráning á dale.is eða 555 7080 Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk *Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_031323 Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 12. júní 9.00 -13.00 átta virka daga í röð 13 til 15 ára 12. júní 13.30 - 17.00 níu virka daga í röð 16 til 19 ára 9. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti 20 til 25 ára 1. júní 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti Skráning á sumarnámskeiðin hafin lovisa@frettabladid.id Hönnuðirnir Rakel Sólrós Jóhanns­ dóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður eiga heiðurinn af Mottu­ mars sokkunum í ár, þar sem brimrót hafsins er í aðalhlutverki. Þær segja að þær hafi sótt inn­ blástur sinn í hafið sem á sér beina tengingu í arfleifð 66°Norður en frá stofnun vörumerkisins árið 1926 á Suðureyri hefur klæðnaður þess veitt Íslendingum skjól í sudda og súld. „Þetta er okkar erfðaefni, og erfða­ efni og grunnur fyrirtækisins. Þetta er okkur mjög hugleikið og það er ákveðinn kraftur í sjónum. Við höfum dregið upp úr sjónum okkar lífsbjörg,“ segir grafíski hönnuður­ inn Þórdís en Rakel er fatahönnuður. „Innblásturinn kom auðveldlega til okkar, varðandi okkar sögu og hvernig sjórinn tengist þar inn í er eins eðlislægt og fyrir hvern annan Íslending,“ bætir Þórdís við. Sokkarnir eru bláir, hvítir og rauðir og vísar rauði liturinn í baujur á úthafi en tvíeykið notaði fána­ litina sem litapallettu, líkt og hefð hefur myndast fyrir þegar kemur að Mottumarssokkunum. „Hællinn, rauða baujan í ólgusjón­ um, er svolítið vegvísirinn. Það er eitthvað sem sjómenn og Íslendingar þekkja vel. Þegar þeir sjá baujuna eru þeir á réttum stað. Þetta er áminning um að halda utan um heilsuna, og að vita að maður er á réttri leið,“ segir Þórdís að lokum. Mottumars, árlegt árvekni­ og fjár­ öflunarátak Krabbameinsfélagsins, er tileinkað baráttunni gegn krabba­ meinum hjá körlum. Sokkarnir eru fáanlegir í verslunum og á vef Krabbameinsfélagsins. n Krafturinn í sjónum innblástur Sokkarnir eru fáanlegir í verslunum víða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hönnuðirnir Rakel Sólrós Jóhanns- dóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Laginu Power er ekki spáð upp úr seinni undanriðlinum samkvæmt veðbönkum en er þó spáð betra gengi en flestum lögum sem etja kappi við það þegar heildin er skoðuð. Því þarf trúlega ekki að hætta við undirbúninginn fyrir stórt Eurovision­partí 13. maí.  benediktboas@frettabladid.is Eurovision World, sem reiknar saman spár allra helstu veðbanka fyrir Eurovision­söngvakeppn­ ina, spáir laginu Power, sem Diljá Pétursdóttur f lytur, í fjórtánda og þriðja neðsta sæti í síðari riðli Euro­ vision­keppninnar. Það myndi þýða að lagið færi ekki áfram á úrslita­ kvöldið. Kosningakerf inu í Eurovisi­ on hefur verið breytt en stærsta breytingin er að nú munu einungis atkvæði áhorfenda gilda í undan­ úrslitakeppnunum tveimur, í stað þess að þær séu helmingaðar með atkvæðum dómnefndar eins og verið hefur áður. Þá mun allur heimurinn geta kosið í fyrsta sinn en hingað til hafa einungis þátt­ tökuþjóðir getað kosið. Það þýðir að Norðmenn, Svíar og jafnvel Finnar, sem hafa oftar en ekki verið okkur hliðhollir í stigagjöf geta engu að síður kosið Power. Svo það er trú­ lega ekkert að marka veðbankana og undirbúningur fyrir vorboðann ljúfa, risastórt Eurovsion­teiti á lokakvöldinu 13. maí, getur haldið áfram af fullum þunga. Lagið Power hefur fengið mikið lof erlendra Eurovision­sérfræðinga og hefur Diljá verið á töluverðu flugi síðan hún vann Söngvakeppnina hér á Fróni. Alls eru 16 þjóðir í síðari riðlinum og er Austurríki spáð upp úr riðlinum með lagið sitt, Who the hell is Edgar, sem er alveg stórgott og skemmtilegt lag. Jafnvel að dans­ inn í laginu muni festast við sumar­ djammið hér heima. Armenum er einnig spáð góðu gengi með Future Lover. Þegar veðbankarnir eru skoðaðir nánar má sjá að Diljá er spáð neðar en til dæmis Kýpur, Slóvenum og Litáum á síðara kvöldinu. Þegar heildin er skoðuð er Ísland langt fyrir ofan þessar þjóðir enda með mun betra lag og ef  Diljá neglir sviðsframkomuna eru henni allir vegir færir. Samkvæmt nýju reglunum mun atkvæðagreiðsla fara fram í gegnum netið og munu þeir sem vilja kjósa þurfa að skrá kreditkort frá sínu landi. Verður svo þeim stigum splæst saman og talin saman líkt og um eina þjóð væri að ræða. Inga Rós Vatnsdal, sem stýrir Facebook­hópnum Júróvisjón 2023, segir að það verði fróðlegt að sjá hvað reglubreytingarnar um stigin muni gera. „Maður vill jú eiginlega alltaf lenda í riðli með Norður­ löndunum og Eistum til að eiga einhverja vini. En það skiptir ekki máli lengur og það er kannski bara fínt,“ segir hún. Inga segist fara sjálf fram og til baka varðandi hvort þessar breyt­ ingar á stigagjöfinni séu til góðs eða ekki. En eitt sé víst; þetta verði mjög spennandi að sjá. Þá telur hún engar líkur á að Diljá fljúgi ekki inn í úrslitin. „Við erum heppin með riðil, finnst mér. Ekki að það þurfi því við erum með frábært lag. En við erum örugg áfram. Ég er sannfærð um það.“ Inga er á því að Loreen fari með sigur af hólmi en henni hefur verið spáð velgengni frá því hún tilkynnti að hún myndi snúa aftur á stóra sviðið. Reyndar er Finnum og Norð­ mönnum einnig spáð góðu gengi. „Það er nú það skemmtilega við þessa keppni að maður veit aldrei hvað gerist. Og þetta er bara spá hjá ve ðb ön k u m ,“ segir Inga. n Veðbankar í ruglinu með lagið Power Diljá Pétursdóttur mun flytja lagið Power þann 11. maí á stóra sviðinu í Liverpool. Mynd/MuMMI Lú Spá Eurovisionworld 1 Austurríki 2 Armenía 3 Georgía 4 Ástralía 5 Slóvenía 6 Kýpur 7 Eistland 8 Litáen 9 Grikkland 10 Belgía 11 Pólland 12 Albanía 13 Danmörk 14 Ísland 15 Rúmenía 16 San Marínó Who The Hell Is Edgar? spyrja þær Teya og Salena frá Austurríki. 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞRiðJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.