Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dagsÞað að taka einhvern kverka- taki hlýtur að teljast morðtil- raun. Að þrengja að önd- unarvegi annarrar mann- eskju. Tungumál eru bank- inn þar sem þjóðir geyma alla sína menn- ingu, sögu og sjálfs- mynd. Í maí síðastliðnum héldu fulltrúar íslensks mál- tæknisamfélags, undir forystu forseta Íslands, í það sem kalla má víking, enda markmiðið háleitt: að koma íslenskum máltæknilausnum inn í þau tæki og tól sem fólk notar dag hvern. Markmið okkar var ekki síður að tala máli allra smærri tungumála heimsins, sem telja því sem næst 7.000, en aðra hverja viku deyr eitt þeirra út. Í kjölfar heimsóknarinnar tókst samstarf við mörg af stærstu tæknifyrirtækjum heims og í liðinni viku leit ein mikilvægasta afurð sam- starfsins ljós, þegar gervigreindarfyrirtækið OpenAI gaf út gervigreindar-mállíkanið GPT-4, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarf fyrirtækisins við íslenskt máltæknisamfélag, um að auka færni mállíkansins í íslensku, er mikil- vægt skref fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag, enda óumdeilt að þróun gervigreindar og notkun byggir á því að hægt sé að sækja og nýta mikið magn gagna á íslensku. Tungumál eru bankinn þar sem þjóðir geyma alla sína menningu, sögu og sjálfsmynd. Ef við töpum móðurmálinu þá missum við því svo miklu meira en tungumálið. Framtíð íslensk- unnar byggir á að hún sé notuð á öllum sviðum daglegs lífs, líka ef okkur dettur í hug að biðja ChatGPT um hjálp við að skrifa ritgerð. Sam- starfið við OpenAI skiptir þó ekki bara máli fyrir framtíð íslenskrar tungu heldur einnig fyrir önnur svokölluð smærri tungumál, enda er verk- efnið nú orðið fyrirmynd að samstarfi fyrirtækis- ins við aðrar þjóðir; sniðmát sem verður notað til að hægt verði að nýta gervigreindar-mállíkön á enn f leiri tungumálum. Ferðalag sem hófst með það að markmiði að tryggja framtíð íslenskunnar hefur því fengið nýjan áfangastað. Þá er einnig ljóst að máltækni er orðin lykilþáttur þegar kemur að því að ryðja veginn fyrir nýtingu gervigreindar í atvinnulífi og samfélagi – og tryggja samkeppnishæfni. Skila- boðin til þeirra samfélaga – og fyrirtækja – sem ekki eru nú þegar búin að skapa sér markvissa gervigreindarstefnu og -áætlun eru því einföld: Drífið í því, annars missið þið af framtíðinni. n Ekki missa af framtíðinni Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri Almanna- róms – miðstöðvar máltækni ser@frettabladid.is Flokkunarkvíði Það er verið að æra óstöðuga Íslendinga þessa dagana – og það jafnvel í þeirra heima- húsum. Flokkun úrgangs er nefnilega að verða svo óhemju f lókin að búast má við því að stórir f lokkar manna muni glíma við f lokkunarkvíða á næstu misserum og árum. Og það bætist þá við allan annan kvíða, kulnun, mánudagsótta, skóla- og vinnuforðun, svo og almenna þynnku. En nú á sumsé að skylda alþýðu manna til að f lokka plast á fjóra mis- munandi vegu; almennt plast, frauðplast, filmuplast og hart plast. Og þá er ónefnt að nýlega var kveðið á um að fólk eigi að skilja á milli almenns sorps og lífræns, bylgjupappa og annars pappírs. Háskólagráða Augljóst er að þetta kallar á fjölgun ruslaskápa í eldhúsinu, sem geta hér eftir varla verið færri en tveir, ef ekki þrír ef fram heldur sem horfir – og f lokkun verði enn þá f lóknari. Og þá er vart við öðru að búast en menn verði sér úti um háskólagráður í f lokkun. Eða hvernig á sauðsvartur almenn- ingurinn að koma því fyrir í vöðvaminni sínu að skipta á milli átta til tíu hólfa á heimil- inu sínu, öðruvísi en að hann fari í framhaldsnám í faginu. Þetta er algerlega fyrirséð – og fagurt í senn: Diplóma í f lokkun, fjarnám líklega. n Síðastliðinn föstudag staðfesti Lands- réttur 45 daga fangelsisdóm yfir manni sem réðst á þáverandi kærustu sína í janúar í fyrra. Maðurinn réðst á konuna og tók hana kverkataki. Árásin átti sér stað í sumarbústað og meðan á henni stóð vaknaði sonur konunnar en dóttir mannsins svaf árásina af sér. Það voru sem sagt tvö börn í húsinu þegar maðurinn tók fast um háls konunnar, ýtti henni í gólfið og þrengdi svo fast að, að hún gat ekki andað. Þegar maðurinn var að kyrkja konuna kom drengurinn fram og maðurinn stoppaði, ekki vil ég hugsa til þess hvað hefði gerst hefði drengurinn ekki komið fram. Enda getur kverkatak leitt til meðvitundarleysis á nokkrum sekúndum og dauða á örfáum mínútum. Í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Hann hafði meðal annars ítrekað tekið sambýliskonu sína kverkataki. Við það tilefni gagnrýndu Stíga- mót dóminn. Talskona samtakanna sagðist almennt fagna því þegar sakfellingar féllu í slíkum málum en að 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir það að taka einhvern kverkataki ítrekað væri vægur dómur. Í febrúar í fyrra var maður dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann veittist að eiginkonu sinni og ógnaði lífi hennar með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Í hittifyrra var maður dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morðtil- raun, sá stakk konu í kviðinn. Árið 2020 fékk maður tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráps- tilraun eftir að hafa margstungið annan mann. Það að taka einhvern kverkataki hlýtur að teljast morðtilraun. Að þrengja að öndunar- vegi annarrar manneskju, þannig að það geti dregið hana til dauða á fáeinum mínútum, hlýtur að ógna lífið hennar og því sé sá sem tekur kverkataki að reyna að drepa hana. Það virðist þó ekki vera litið þannig á það. Munurinn á dómunum sem mennirnir fengu sýnir það svart á hvítu. Tíu, fimm eða sex ár á móti 45 eða 60 dögum. Tæp tíu prósent þeirra 1.454 kvenna sem leituðu til Landspítalans á árunum 2005– 2014 með áverka vegna heimilisof beldis höfðu verið teknar kverkataki af núverandi eða fyrrverandi mökum sínum eða barns- feðrum. Það eru um 140 konur. 140 konur sem upplifðu það að þrengt væri að öndunarvegi þeirra. Konur sem náðu ekki andanum af því að önnur manneskja var að kyrkja þær. Gleymum því svo alls ekki að þetta eru bara konurnar sem segja frá. n Kverkatak Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARS 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.