Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 26
Leikhús
Íslandsklukkan
Þjóðleikhúsið í samstarfi við
elefant
Leikarar: Davíð Þór Katrínarson,
Jónmundur Grétarsson, María
Thelma Smáradóttir, Hallgrímur
Ólafsson, Ernesto Camilo
Aldazábal Valdés og Bjartur Örn
Bachmann
Leikstjórn: Þorleifur Örn
Arnarsson
Dramatúrg: Bjartur Örn Bachmann
Aðstoðarleikstjóri: Salvör Gullbrá
Þórarinsdóttir
Leikmynd og búningar: Guðný
Hrund Sigurðardóttir
Tónlist: Unnsteinn Manuel
Stefánsson
Leikgerð: Bjartur Örn Bachmann,
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,
Þorleifur Örn Arnarsson,
leikhópurinn
Ljósahönnun: Ásta Jónína
Arnardóttir, Guðmundur
Erlingsson
Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo
Aldazábal Valdés
Íslandsklukkan er eitt af lykil
verkum Halldórs Kiljan Laxness
og sem slík kyrfilega rituð í kanónu
íslenskrar bókmenntasögu. Það er
aðeins eðlilegt að slíkt verk sé end
urnýjað fyrir leiksviðið með hverri
nýrri kynslóð listamanna enda
fjallar það um sjálfan þjóðararfinn
og þar er spurt stórra spurninga um
hvað það er að vera þjóð. Íslands
klukkan hefur þó ekki verið sett á
svið í rúman áratug, frá því Bene
dikt Erlingsson leikstýrði uppfærslu
í tilefni 60 ára afmælis Þjóðleikhúss
ins 2010.
Nú er komið að leikhópnum
Elefant að takast á við þennan
doðrant Nóbelsskáldsins undir
stjórn leikstjórans Þorleifs Arnar
Arnarssonar í Kassanum í Þjóðleik
húsinu. Elefant er leikhópur sem er
að grunninum til skipaður ungum
íslenskum leikurum af blönduðum
uppruna og hljómaði rannsóknar
spurning þeirra eins og spennandi
nálgun á skáldsögu sem fjallar um
sjálfa þjóðarsálina.
Á vefsíðu Þjóðleikhússins stendur
meðal annars um Elefent: „Í gegnum
skapandi vinnu með Íslandsklukk
una rannsaka þau stöðu sína í sam
félaginu út frá Íslandssögunni,
þjóðararfinum og menningarlegum
uppruna sínum.“
En listrænar tilraunir heppnast
ekki alltaf sem skyldi og þótt Elef
ant reyni að draga tæplega 80 ára
gamalt verk Halldórs Laxness inn
í fjölmenningu nútímans þá er fátt
í uppsetningunni sem ber því vitni
að leikaravalinu frátöldu.
Skortur á mannlegri tengingu
Sögusvið Íslandsklukkunnar er
umfangsmikið en hið mannlega
drama bókarinnar hverfist að
mestu um dauðadæmdan ástarþrí
hyrning Arnasar Arnæusar (skálduð
útgáfa handritasafnarans Árna
Magnússonar), Snæfríðar Íslands
sólar og eiginmanns hennar, Magn
úsar í Bræðratungu. Þau eru leikin
af Jónmundi Grétarssyni, Maríu
Thelmu Smáradóttur og Davíð Þór
Katrínarsyni og er það óneitanlega
sterk gjörð að láta þrjá leikara af
blönduðum uppruna túlka þessar
lyk ilpersónur íslensk rar bók
menntasögu.
Þrátt fyrir að Jónmundur eigi
góða spretti í byrjun verksins
og María sé sannfærandi í loka
senunni er eins og alla mannlega
tengingu skorti í samband þeirra
þriggja og ekkert þeirra virðist
ná að sitja almennilega í persónu
sinni. Davíð Þór er með sterka
sviðsframkomu og gaman hefði
verið að sjá hann umbreytast í
hinn aumkunarverða og ógeð
fellda Magnús í Bræðratungu sem
selur eiginkonu sína fyrir brenni
vínskút. Túlkun Davíðs er þó ekki
nógu sannfærandi, of beldisfullur
drykkjuskapurinn virkar handa
hófskenndur og ekki nógu vel
undirbyggður sálfræðilega.
Hvunndagshetjan Hreggviðsson
Eftirminnilegasta persóna Íslands
klukkunnar er án efa kotbóndinn
Jón Hreggviðsson sem dæmdur er
til dauða fyrir meint morð á böðl
inum Sigurði Snorrasyni. Jón er
fulltrúi alþýðunnar í sögu Laxness, í
senn andhetja og hvunndagsmaður,
sem verður leiksoppur yfirstéttar
innar á sama tíma og hann berst
fyrir réttlæti sínu.
Hallgrímur Ólafsson fer með
hlutverk Jóns og gerir það frábær
lega þrátt fyrir rýran efnivið upp
setningarinnar. Hallgrímur sýnir
enn og aftur að hann er fullkominn
í hlutverki meðalmannsins og bún
ingur hans, gul fótboltatreyja merkt
Íþróttabandalagi Akraness, minnir
óneitanlega á persónu Hallgríms
úr Áramótaskaupinu, seinheppna
knattspyrnuaðdáandann Magnús
Magnús Magnússon, á sama tíma
og hún vísar í heimabæ Jóns, Rein
á Akranesi.
Grunnvandi sýningarinnar
Þetta búningaval er einnig til vitnis
um grunnvanda sýningarinnar sem
er sá að þrátt fyrir metnaðarfull fyr
irheit er í raun ekkert nýtt gert við
efniviðinn. Þegar Jón Hreggviðsson
heimsækir Arnas Arnæus í Kaup
mannahöfn er sá síðarnefndi einnig
klæddur í fótboltatreyju, í þetta sinn
bláa landsliðstreyju. Þetta mætti
túlka sem vísun í knattspyrnuferil
Jónmundar eða sem birtingarmynd
á stéttaskiptinu þeirra, Jón Hregg
viðsson sem fulltrúi knattspyrnu
félags á landsbyggðinni og Árni sem
fulltrúi sjálfs landsliðsins.
Ekkert er þó unnið meira með
þetta og sama er uppi á teningnum
þegar Ernesto Camilo, sem er kúb
verskur innf lytjandi, býður Jón
Hreggviðsson velkominn á spænsku
í hlutverki Jóns Grindvicensis. Lof
orð Elefant um sýningu sem rann
saki stöðu blandaðra Íslendinga og
innflytjenda og takist á við þjóðar
arfinn eru hvergi til lykta leidd og
það er eins og hópnum hafi fatast
flugið.
Það er einna helst í óvæntu og lík
amlegu dansverki Ernesto undir lok
verksins sem eitthvað nýtt gerist en
atriðið virkaði þó hálfpartinn eins
og það ætti heima í annarri sýningu.
Eitt af fáum augnablikum sýn
ingarinnar þar sem leikhópurinn
ávarpar hin meintu samfélagslegu
umfjöllunarefni er þegar Snæfríður
Íslandssól spyr Jón í matarboði
yfirstéttarinnar: „Æ ert það þú Jón
Hreggviðsson; mig minti þú hefðir
verið svartur?“ sem skilaði sér í
hlátri áhorfenda. En í stað þess að
senan verði beitt ádeila á stétta
skiptingu og kynþáttahyggju þar
sem blandaðir broddborgarar
málaðir hvítir í framan og klæddir
í skærbleikar hárkollur gæða sér
græðgislega á eplum þá verður hún
eins konar groddaleg skopstæling.
Gloppótt leikgerð
Erfitt er að skera úr um hvort er
við leikstjórann eða leikgerðina
að sakast en þó er ljóst að hún er
nokkuð gloppótt enda sleppir hún
algjörum lykilsenum í sögunni eins
og brunanum mikla í Kaupmanna
höfn þegar stór hluti handrita Árna
Magnússonar brann til kaldra kola.
Leikstjórnin er að sama skapi ekki
nógu þétt og er þetta langt frá því að
vera besta verk Þorleifs Arnar sem
hefur áður unnið stórvirki upp úr
bókum á borð við Engla alheimsins
og Njálu. Hér sjást fá af höfundar
einkennum Þorleifs ef frá er skilin
grótesk og maximalísk fagurfræði
og leikgleðin og sprengikrafturinn
sem einkennt hefur fyrri sýningar
hans er víðs fjarri.
Búningar Guðnýjar Hrundar
Sigurðardóttur eru skemmtilegir
eins og pappírskjóllinn sem
Snæfríður Íslandssól klæðist og
er rifinn í tætlur af Magnúsi í
Bræðratungu. Sviðsmyndin er
bæði kaotísk og samtíningsleg
en notkunin á sviðs pöllum er
skemmtileg. Um tónlistina sér
Unnsteinn Manuel Stefánsson sem
lífgar upp á sýninguna þótt lítið fari
fyrir henni.
Á einum stað í sýningunni segir
Jón Hreggviðsson að Ísland sé sokkið
(í bókinni er það Jón Marteinsson) og
því miður sekkur Íslandsklukkan í
uppsetningu Elefant einnig.
Niðurstaða: Þrátt fyrir frumleg
og spennandi fyrirheit fatast Ís-
landsklukkunni flugið.
Íslandsklukkan sekkur
María Thelma
og Davíð Þór
fara með hlut-
verk Snæfríðar
Íslandssólar
og Magnúsar í
Bræðratungu
í Íslandsklukk-
unni.
MynD/UnnSTeinn
MAnUeL
Þótt Elefant reyni að
draga tæplega 80 ára
gamalt verk Halldórs
Laxness inn í fjöl
menningu nútímans
þá er fátt í uppsetning
unni sem ber því vitni. Hallgrímur
Ólafsson
er frábær í
hlutverki Jóns
Hreggviðssonar.
MynD/
Árni BeinTeinn
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023
ÞRiÐJUDAgUR