Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Það kannast líklega flestir mat- gæðingar við Önnu Mörtu enda hefur vörumerki hennar vakið mikla athygli fyrir eitt besta pestó sem fæst í matvörubúðum. Anna Marta segir mataráhugann hafa kviknað fyrst fyrir um 25 árum síðan þegar hún fór að huga betur að heilsunni. „Ég gerði breytingu á matarvenjunum og byrjaði að hreyfa mig, en umfram allt hlustaði ég á þarfir líkamans, bæði andlegar og líkamlegar,“ segir hún. Heilsan segir Anna að hafi marga anga. „Maður getur verið við góða líkamlega heilsu á sama tíma og andlega hliðin er niðri, og svo öfugt. Minn lykill er að finna heilsutengt og almennt jafnvægi í lífinu. Sjálf hef ég verið báðum megin línunnar, með slæma líkam- lega heilsu eða ekki í andlegu jafnvægi. Ég hef svo líka verið, og er þeim megin í lífinu núna, líkam- lega heilsuhraust og líður líka vel andlega. Ég ver því mínu lífi í að hjálpa fólki að finna sinn takt í lífinu og efla lífsgæði sín í góðri og fallegri næringu,“ segir Anna Marta, sem býður meðal annars upp á matarþjálfun. Vill næra landann fallega „Ég er menntaður þjónn en minn lærdómur hefur þó hvað mest falist í því hlusta á þarfir mínar og annarra. Þannig hef ég lært á lífið og í dag starfa ég við heilsu á mjög breiðan máta. Ég er í matarþjálfun, býð upp á þjálfun á netinu og er hóptímaþjálfari hjá World Class,“ segir Anna Marta. „Þegar ég hóf mína heilsuvegferð upplifði ég hve mikið góð og falleg næring gerði fyrir mig og fannst það þess virði að deila því með öðrum. Ég fann að ef ég ætlaði að vera á þessum stað í lífinu yrði ég að vera skipulögð og vinna mér í haginn. Þegar það small saman þá varð allt tengt næringu svo auð- velt og tímaskortur hætti að vera vandamál. Í dag leyfi ég bragðlauk- unum að dansa í eldhúsinu með ólíkum en umfram allt einföldum hætti,“ segir Anna Marta. Faraldur verður að framleiðslu Í framhaldi af hugleiðingum Önnu og tilraunum í eldhúsinu varð til námskeiðið Ævintýraferð bragð- laukanna. „Þetta er skemmtileg kvöldstund í heimahúsi þar sem ég leiðbeini fólki inn á fallega og nær- ingarríka braut með mat sem ég útbý. Ég vinn eingöngu með hreint og ferskt hráefni þar sem aðal- uppistaðan er grænmeti, sósur og hráfæðisbitar. Fólk fær líka að upp- lifa nokkrar tegundir af pestói og sósum sem unnar eru úr hreinum vörum. Þegar ég fór að sjá hvað fólki fannst best af því sem ég bauð upp á kviknaði hugmyndin að kannski ættu mínar vörur heima í verslunum. Faraldurinn mætti og ég ákvað að koma tveimur vörum á markað: pestói og döðlumauki. Salan á þessum tveimur vörum fór langt fram úr mínu væntingum. Eitt af mörgu sem ég er að stúss- ast í núna er því framleiðsla á bragðgóðum og næringarríkum vörum undir vörumerkinu Anna Marta, sem ég rek með eiginmanni mínum og tvíburasystur minni Lovísu. Merkið byggir á bragðgóðri litríkri og fallegri næringu sem kemur í krukkum og svo erum við með dásamlega súkkulaðihringi,“ segir Anna. Stórir hringir og hjartalaga Anna Marta verður fimmtug á þessu ári og er fjögurra barna móðir. „Ég á fjögur börn hér hjá mér, þrjú þeirra eru á jörðu og einn er engill,“ segir hún og bætir við: „Ég er svo nýlega orðin amma Anna Marta fékk óbilandi ástríðu fyrir næringarríkum, fallegum og góðum mat þegar hún hóf að huga betur að heilsunni fyrir 25 árum. MyndiR/AnnA MARtA Þorskhnakkar með kirsuberjatómötum, pestói og döðlumauki er alger nær- ingarsprengja í kvöldmatinn. Anna Marta gefur uppskrift að girni- legum og einföldum snittum. Súkkulaðihringur með berjum og súkkulaðihúðuðum fíkjum er einfaldur og fallegur eftirréttur. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is sem er alveg stórkostlegt hlutverk. Súkkulaðihringirnir eiga sér ein- staklega fallega sögu. „Þegar ég og maður minn giftum okkur báðum við gesti að aðstoða okkur í því að koma af stað góðgerðarverkefni sem heitir Vinir Hrings. Í stað þess að gefa okkur gjafir báðum við fólk um að leggja upphæð að eigin vali inn á reikning sem við notuðum til að stofna félagið. Góðgerðarfélagið býður Barna- spítala Hringsins upp á gleði- stundir fyrir stór og lítil hjörtu með ísbirninum Hringi. Hringur er núna orðinn sextán ára og hefur verkefnið gengið mjög vel. En til þess að Hringur haldi áfram að mæta á Barnaspítalann þarf fjármagn. Einn daginn var ég í miklum pælingum um hvernig hægt væri að fjármagna verkefnið áfram. Ég og krakkarnir vorum að dunda okkur í að gera jóla gotterí í desember og þá fékk ég þá hug- mynd að gera súkkulaði og vita hvort fólk hefði áhuga á að kaupa svoleiðis. Viðtökurnar fóru langt fram úr væntingum. Úr varð að ég og allir í fjölskyldunni hjálpuðumst við að gera súkkulaði sem heitir Dásemd, að veruleika. Allur ágóði af Dásemd rann í verkefnið með Hring ísbjörn. Í janúar 2022 barst mér tölvupóstur frá manni sem vinnur hjá stórri verslanakeðju hér á landi og hafði fengið gefins poka af Dásemd. Þá fór súkkulaði- boltinn að rúlla.“ Skyndibiti A-manneskjunnar Frumkvöðullinn Anna Marta hefur alltaf verið A-manneskja. „Ég byrja daginn klukkan 05.00 og gef mér tíma til að hugleiða inn í dag- inn. Svo þjálfa ég kroppa í World Class frá klukkan 06.00 til 08.00. Við systur leigjum svo aðstöðu í frumkvöðlaeldhúsinu Eldstæðinu til að framleiða okkar vörur. Ef við erum ekki þar þá erum við að dreifa vörum í búðir og fylgja þeim eftir. Við fjölskyldan reynum svo alla daga að eiga saman gæða- stund yfir kvöldmatnum. Flesta daga vikunnar er ég svo komin upp í rúm milli 21.30 til 22.00 en svefninn er mjög mikilvægur fyrir mig eins og alla aðra.“ Þegar kemur að máltíðum segist Anna hafa mest gaman af því að útbúa falleg og matarmikil salöt og grænmetisskálar. „Þá nota ég mikið kjúkling, rækjur, naut og önd til að gera skálarnar matar- meiri.“ Aðspurð hvort hún reiði sig nokkurn tíma á skyndibita segist Anna alls ekki viss um hvað það sé. „En ef ég á að velja eitthvað þá yrði pitsa fyrir valinu. Pitsa með extra miklum kjúklingi. Ég myndi svo alltaf hafa ferskt salat með, græn- meti og besta pestó í heimi, sem er að mínu mati pestóið frá Önnu Mörtu,“ segir hún. Bragðmiklar uppskriftir Það er ekki úr vegi að fá matar- frumkvöðulinn Önnu til að deila nokkrum fallegum, næringar- ríkum og litríkum uppskriftum með lesendum. „Þessi uppskrift að þorskhnökkum er í algeru uppá- haldi hjá mér, og ég nota auðvitað alltaf pestó og döðlumauk úr minni eigin framleiðslu,“ segir Anna. Þorskhnakkar með pestó og döðlumauki 1 kg þorskhnakkar, einnig hægt að nýta kjúkling 3 msk. pestó 3 msk. döðlumauk 1 box kirsuberjatómatar ½ krukka fetaostur, taka olíu af Sítrónupipar Setjið bökunarpappír í eldfast mót og raðið þorskhnökkunum á pappírinn. Setjið svo allt annað hráefni yfir þorskhnakkana. Bakið í ofni við 200°C í 20 mínútur. Berið fram með fersku salati, sætum kartöflum og/eða hrísgrjónum. Einfalt og hollt á fermingarborðið Anna mælir líka með þessum dásemdarrétti á fermingarborðið. „Þessi réttur er bæði einfaldur og virkilega bragðmikill,“ segir hún. „Það má nota hvaða hrökkbrauð eða kex sem er í réttinn en sjálf nota ég Utvalda-súrdeigskex. Einnig nota ég pestó og döðlumauk frá Önnu Mörtu. 1 krukka grænt pestó 1 krukka döðlumauk Kirsuberjatómatar, skornir til helminga Smyrjið smá döðlumauki á litlar hrökkbrauðssneiðar og smá pestó ofan á döðlumaukið. Setjið svo hálfan tómat ofan á, raðið á bakka og stráið klettasalati yfir. Súkkulaði í eftirrétt Súkkulaðihringirnir frá Önnu Mörtu eru dásamlega fallegir á eftirréttadiskinn. „Ég mæli með að brjóta þá niður og setja á bakka með berjum. Mér finnst líka ótrú- lega gott að að fá mér ís og brjóta Nordic- eða Asíatic-hringinn yfir. Ég hef líka nýtt Nordic-hringinn í marengstoppa sem ættu að vera með lakkrís og súkkulaði. Einnig hef ég bakað brownie og sett Nor- dic-hring í þá köku.“n 2 kynningarblað A L LT 21. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.