Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.03.2023, Blaðsíða 13
Aðförin að Borgar- skjalasafninu gengur þvert á hugmyndir Pírata um heilbrigt samfélag og meðferð á valdi. Ein af furðulegustu uppákomum síðari ára er sú ákvörðun borgar- stjóra Reykjavíkur Dags B. Eggerts- sonar og meirihlutans í borgarstjórn að leggja niður Borgarskjalasafnið. Mér er óhætt að segja að fólk sem stundar vísindi og fræði innan hug- og félagsvísinda sé felmtri slegið yfir þessari vanhugsuðu ákvörðun. Langflestir sem ég hef átt samskipti við skilja ekkert í hvað vakir fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum sem fórnar þessari mikilvægu lýðræðis- stofnun fyrir mjög óljósan ávinn- ing. Borgarskjalasafnið er útvörður upplýsinga og lýðræðis í borginni. Það er því eðlilegt að spyrja hvernig standi á að flokkur Pírata komi að slíkum gjörningi, sem gengur þvert á hugsjónir þeirra og grunngildi. Hvert er erindi Pírata? Ég hef alltaf litið svo á að þeir sem kjósa að jafnaði Pírata væru fríhyggju- fólk – frjálslyndari hluti samfélags- ins. Eins og ég hef skilið flokkinn þá vilja þeir opið og gegnsætt þjóðfélag sem getur styrkt upplýsingarsam- félagið í öllu sínu veldi. Kjarninn í stefnu Pírata varðar einmitt aðgang að upplýsingum sem skapa sóknar- færi á öllum sviðum þjóðlífsins. Hver eru þá þessi tækifæri? Ég get nefnt dæmi sem líklega höfðar til þeirra sem hugsa fyrst og fremst um fjármál, nálgast viðfangsefni sín út frá hagrænum stærðum, eins og endurskoðunarfyrirtækið sem skrifaði skýrslu sem var notuð til að taka ákvörðun um að leggja Borgar- skjalasafnið niður. Þeir sem hafa lært hagfræði kannast einmitt við að í fyrsta eða öðrum kafla grunn- bóka í þeim fræðum (í það minnsta þeirri sem ég lærði í Versló forðum) eru venjulega gefnar upp forsendur fullkominnar samkeppni. Ein þeirra eru almennar og góðar upplýsingar (traustar upplýsingar). Þær eru grundvöllur þess að samkeppnis- líkanið virki og þess vegna eru upplýsingamál mjög nærri kjarna viðskiptafrelsis og forsenda þess að markaðurinn virki. Ég veit ekki hvort ég þurfi að sannfæra fólk um næsta skref í röksemdafærslunni, það að frjáls markaður hafi áhrif á hagvöxt, störf, verðmætasköpun og gjaldeyristekjur. Jafnframt dregur vönduð með- ferð upplýsinga og eðlilegt aðgengi að þeim úr spillingu í hvaða formi sem er. Spilling er náttúrlega þekkt- ur dragbítur bæði á samfélagslegt réttlæti og hagvöxt, einmitt af sömu ástæðum og að framan er lýst. Það eykur virkni markaðarins að losa sig við það helsi sem spilling er. Fámennar valdaklíkur græða auð- vitað á spillingu því það er auðveld- ara að færa verðmæti sem þegar eru til í samfélaginu milli aðila, heldur en að búa þau til með eigin verð- mætasköpun sem byggist á þekk- ingu. Aðförin að Borgarskjalasafninu gengur þvert á hugmyndir Pírata um heilbrigt samfélag og meðferð á valdi. Hér stendur flokkurinn að atlögu að stofnun sem gegnir mikil- vægu hlutverki er varðar aðhald að sjálfum borgaryfirvöldum og safnar til dæmis upplýsingum um leikskólamál, braggamálið, Sorpu, samgöngumál og f leiri viðkvæm mál sem hafa verið í deiglunni á undanförnum misserum. Flokkur sem á grundvelli hugmyndafræði- legrar afstöðu hefur til dæmis reynt að vinna gegn valdbeitingu með óvenjulegu flokksskipulagi og lýð- ræðislegum tilburðum fellur nú því miður á prófinu. Þessi flokkur líkist sífellt meira hefðbundnari stjórn- málaflokkum og ekki bætir úr skák þegar grafið er undan aðhaldi á eigin verk. Upplýsingarbylting in hef ur stuðlað að gríðarlegum breytingum á öllum sviðum samfélagsins og þau sjónarmið sem Píratar héldu framan af á lofti geta skipt sköpum ef vel á að takast til í síbreytilegum heimi tækninýjunga. Þess vegna hafa þeir lengst af átt erindi í íslensk stjórnmál og heillað fólk eins og mig sem byggi allt mitt starf á greiðum aðgangi að upplýsingum. Þessar upplýsingar eiga sér vörslustað á vettvangi safns eins og Borgar- skjalasafnsins. Af þessum sökum er nær óskiljanlegt að Píratar skuli standa að því að fella Borgarskjala- safnið, pakka því saman og senda það í einhverja óvissuferð út í busk- ann. Og takið eftir, lesendur góðir, rökin eru efnahagslegs eðlis – það er verið að spara! Fólk verður að átta sig á að tækifæri til vaxtar liggur einmitt í gegnum greiðan aðgang að upplýsingum en ekki torveldari leiðum að því sem máli skiptir. Hér er sem sagt öllu snúið á haus. Að framansögðu langar mig til að óska þess að kjörnir fulltrúar Pírata í borgarstjórn geri íbúum Reykjavíkur opinberlega grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að fella Borgarskjalasafnið og stofna þeim gögnum (upplýsingum) sem þar er að finna í hættu. Fólk verður að hafa það í huga að hlutverk og eðli Þjóðskjalasafns og Borgarskjala- safns er um margt ólíkt og það er alls engin lausn að pakka því síðar- nefnda niður og koma því í fangið á Þjóðskjalasafni sem er nú þegar yfirhlaðið gögnum og verkefnum. Öllum sem þekkja til málsins ber saman um að skaðinn geti orðið gríðarlegur og fjárhagslegur ávinn- ingur alls enginn. Það er vegna þess að upplýsingar eru lykilinn að efnahagslegri velmegun og eru uppspretta frjórrar menningar og vísinda, svo ekki sé minnst á sam- félagslegt réttlæti. Með ofangreind atriði í huga þá er vert hér í lokin að skoða nokkur atriði úr grunnstefnu Pírata sem eru nánast valin af handahófi: „1.1. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. ... 1.4. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. ... 4.1. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eft- irliti hinna valdaminni. 4.2. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðis- legrar ákvörðunartöku. 4.3. Upp- lýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. 4.4. Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagna- sniðum, á því formi sem er hentug- ast upp á notagildi upplýsinganna.“ Dæmi hver fyrir sig hvar f lokkur Pírata er nú staddur á pólitískri veg- ferð sinni. n Erindi Pírata Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í menn- ingarsögu við Háskóla Íslands Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - svæði 7 Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var lögð fram skipulagslýsing, dags. 25. janúar 2023, vegna nýs deiliskipulags Elliðaárvogs-Ártúnshöfða - svæðis 7 (Bíldshöfða/Breiðhöfða) á hluta miðsvæðis M4a og á opnu svæði OP30 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Rammaskipulag Elliðaárvogs- Ártúnshöfða var staðfest árið 2017 og í framhaldi hefur verið unnið að deiliskipulagi minni áfanga á svæðinu. Skipulagssvæðið afmarkast af Bíldshöfða til suðurs, stoðvegg til norðurs (deiliskipulagsmörkum áfanga 1 og 2 skv. rammaskipulagi), Breiðhöfða til austurs og Þórðarhöfða til vesturs. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð þar sem stærstur hluti verður íbúðarhúsnæði. Einnig er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði, sérstaklega á götuhæðum við Bíldshöfða og Breiðhöfða. Byggingarmagn og hæðir húsa munu ráðast við gerð deiliskipulags m.t.t. markmiða aðalskipulags um sjálfbæra þróun og gæði byggðar. Óskað er eftir að ábendingar/umsagnir berist eigi síðar en 18. apríl 2023. Lýsingin er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is undir skipulag í kynningu. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgarverkfræðingur Borgarverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið -Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags- Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Kynntu þér dreifingu Fréttablaðsins Skannaðu kóðann í snjalltækinu þínu Nánari upplýsingar www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing Fréttablaðið skoðun 1321. mars 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.