Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 2

Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 2
Ástandið er til skamm- ar en það er til einföld lausn. Að moka miðbæinn. Gunnar Níelsson, Akureyringur Magnús heiðraður Magnús Kjartansson var sæmdur heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna í gærkvöldi í Silfurbergi í Hörpu. Keflvíkingurinn Magnús hóf sinn tón- listarferil 15 ára gamall árið 1966 og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Óðmenn, Trúbrot, Brimkló og Brunaliðinu. Fréttablaðið/Ernir N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik. gar@frettabladid.is flugmál Rannsókn á tildrögum þess að f lugvélin TF-ABB hafnaði í Þingvallavatni og allir fjórir um borð létust 3. febrúar í fyrra er lokið. Að sögn Þorkels Ágústssonar, rannsóknarstjóra f lugsviðs og rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa, bíða skýrsludrög nú meðferðar hjá nefndarmönn- um. Að sögn Þorkels er yfirferð drag- anna næsta mál á dagskrá nefndar- innar sem fundi hálfsmánaðarlega. Málið verði hins vegar ekki afgreitt á einum fundi. „Það verður farið vel yfir þetta,“ segir hann. Spurður hvort leita hafi þurft út fyrir landsteinana við rannsóknina segir Þorkell að tækniaðstoð hafi verið fengin ytra. „Við fórum með ákveðna hluti. Þetta fer í ákveðið ferli þegar þetta blotnar,“ segir hann. n Rannsókn á slysi í Þingvallavatni lokið TF-ABB var lyft upp úr Þingvallavatni er færi gafst 23. apríl í fyrra, rúmum ellefu vikum eftir slysið. Fréttablaðið/Valli benediktboas@frettabladid.is slys Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa beinir þeirri tillögu til RÚV að yfirfara verklag við gerð veður- korta. Við rannsókn banaslyss á Suðurlandsvegi austan við Brunná í febrúar í fyrra, þegar vörubifreið með festivagn fauk á hliðina, kom fram að ökumaðurinn hafði horft á veðurfréttirnar í seinni kvöldfrétta- tíma rétt fyrir slysið. Á veðurkortinu sem sýnt var þar voru gular vindaviðvaranir birtar yfir Suðausturlandi en vindur var birtur sem norðvestan 9 til 10 metr- ar á sekúndu á hafsvæðinu suður af spásvæðinu. Vindhraðatölur sem birtast á veðurkortinu gefa til kynna spá um vindhraða á þeim stað þar sem þær eru settar. Hins vegar var í vindaspá sem Veðurstofa Íslands gaf út morguninn fyrir slysið fyrir Suðausturland gert ráð fyrir að vindur yrði á bilinu 18 til 25 metrar á sekúndu. Að mati nefndarinnar getur þessi framsetning skapað mis- skilning hjá áhorfendum. n Veðurstofan fær gagnrýni í skýrslu Ökumaðurinn hafði horft á veður- fréttirnar klukkan 22. Mynd/skjáskot Snjó kyngir niður á Akur- eyri. Ónógur mokstur skapar mikla slysahættu og mið- bærinn er ófær, að sögn íbúa. Snúið, segir bæjarstjóri. bth@frettabladid.is Akureyri Miðbærinn á Akureyri hefur síðustu daga meira og minna verið ófær gangandi vegfarendum vegna hálku og snjóruðninga, að sögn íbúa á Akureyri. Bæjarstjóri segir gríðarlega snjókomu síðustu daga vera áskorun. Gunnar Níelsson Akureyringur átti leið um miðbæinn í gær. Hann varð vitni að slysi þegar gangandi vegfarandi, erlendur ferðamaður, rann til og kollsteyptist. Staðan síðustu daga hefur verið óboðleg að sögn Gunnars. „Ástandið er til skammar en það er einföld lausn. Að moka miðbæ- inn,“ segir Gunnar. Átta til tíu dagar hafa liðið síðan ófremdarástand hófst í miðbænum að sögn Gunnars eða síðan snjó tók að kyngja niður. „Ástandið versnar þegar frostið minnkar, það er velgja undir í rörum, en þá blotnar ísinn og verður fyrst hættulegur,“ segir Gunnar og vísar til snjóbræðslukerfis sem hefur ekki undan. Gunnar segir að bærinn sýni öllum sem eigi leið um miðbæinn fullkomið virðingarleysi. Hann sé stoltur Akureyringur. Hægt væri að fyrirgefa handvömm við mokstur á minni stöðum en Gunnar segir alls ekki viðunandi að miðbærinn í höfuðstað Norðurlands sé stór- hættulegur og ófær gangandi fólki. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir málið þó ekki einfalt. „Það hefur snjóað alveg gríðarlega mikið síðustu daga, þétt úrkoma allan daginn, sérstaklega í gær og fyrradag, alveg samfelld úrkoma,“ segir Ásthildur. „Við hækkuðum hitastigið á snjóbræðslunni í mið- bænum til að reyna að koma til móts við þetta ástand.“ Ásthildur segist hafa beðið um aukinn mokstur. Skoðað verði að gera betur í miðbænum. „Það kæmi mér mjög á óvart ef bótaréttur gæti skapast. Þá væru allar heimsins götur hættulegar og málsóknir út um allt,“ segir Ást- hildur bæjarstjóri en Gunnar veltir upp þeim möguleika að slasaðir ferðamenn höfði mál ef þeir slasi sig í miðbænum vegna hirðuleysis bæjarins. n Miðbærinn sagður ófær og fólk flýgur beint á hausinn Óboðlegt ástand, að sögn Akureyrings. Mynd/aðsEnd 2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023 fiMMtUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.