Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 8
Dæmi eru um að algengar neysluvörur, jafnvel nauð- synjavörur, hafi hækkað um tugi prósenta milli ára. Matarinnkaup heimilanna hafa hækkað um meira en sem nemur ársverðbólgunni á síðustu tólf mánuðum. olafur@frettabladid.is Fréttablaðið fékk verðlagseftir- lit ASÍ til liðs við sig við að búa til lista yfir dæmigerðar vörur sem venjulega barnafjölskylda kaupir reglulega. Grunnurinn var verð- lagskönnun ASÍ frá því í mars á síðasta ári. Þar sem síðasta könnun ASÍ í febrúar síðastliðinn var ekki að mæla sömu hluti og gert var í mars 2022 fór Fréttablaðið sjálft á stúfana og gerði sína eigin verðlags- könnun. Skoðað var hvaða verðbreytingar hafa orðið í Bónus og Krónunni á þessum vörum síðustu tólf mánuði. Niðurstaðan er ekki uppörvandi fyrir heimilin í landinu. Mjólkur- vörur hafa almennt hækkað á bil- inu 13-15 prósent, sem er vel yfir almennri verðbólgu. Opinber verð- lagsstýring er á mjólkurvörum. Goða-pylsur hafa hækkað um 27,4 prósent í bæði Bónus og Krón- unni. Bakaðar baunir frá Heinz hafa hækkað um meira en 20 pró- sent og mjúkísinn frá Kjörís hefur hækkað um meira en 30 prósent í Bónus og um 10,4 prósent í Krón- unni. Verðmunurinn á ísnum milli þessara verslana er nú ein króna, en Krónan var miklu dýrari í fyrra. Kartöf luf lögur frá Lay’s höfðu hækkað um 20 prósent en kókið aðeins um liðlega 6 prósent. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Bónus Krónan mars ‘22 mars ‘23 Breyting mars ‘22 mars ‘23 Breyting MS Nýmjólk - 1lítri 175 198 13,1% 176 199 13,1% MS Léttmjólk - 1 lítri - D-vítamínbætt 208 235 13,0% 209 236 12,9% Hrísmjólk m. karamellu - 170 g 197 222 12,7% 198 223 12,6% MS skinkumyrja - smurostur 300 g 698 757 8,5% 699 758 8,4% MS Smjörvi 400 g 598 675 12,9% 599 676 12,9% MS heimilisjógúrt með karamellu - 1 lítri 364 419 15,1% 365 420 15,1% Heimilisbrauð 1/1 - 770 g 495 555 12,1% 496 559 12,7% Sómi samloka m. kjúklingi og eggi - 160 g 498 498 0,0% 619 649 4,8% Hobnobs súkkulaðikex - milk choc. - 262 g 219 259 18,3% 220 260 18,2% Goða-pylsur - 10 stk. - 510 g 729 929 27,4% 730 930 27,4% 1944 - Kjöt í karrý - 450 g 1.139 1.185 4,0% 1.140 1.186 4,0% Heinz bakaðar baunir - 415 g 117 149 27,4% 123 150 22,0% Lay’s salted kartöfluflögur - 165 g 247 299 21,1% 250 299 19,6% Kjörís mjúkís - vanilla - 2 lítrar 798 1.059 32,7% 960 1.060 10,4% Coca-cola - 2 lítrar 289 307 6,2% 290 308 6,2% Merrild-kaffi, meðalbrennt malað - 500 g 698 979 40,3% 699 980 40,2% O.B. original tíðatappar super (4 dropar) - 16 stk. 249 239 -4,0% 250 250 0,0% Hipp-þurrmjólk, duft - nr. 1 - 0-6 mánaða - 500 g 1.169 1.198 2,5% 1.170 1.199 2,5% Nói Siríus páskaegg nr. 4 - 325 g 1.859 1.985 6,8% 1.860 1.990 7,0% NEYTENDUR | hEimilisbókhalDið | Verðbreytingar á völdum nauðsynjavörum í lágvöruverðsverslunum milli ára ser@frettabladid.is Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir forystu Seðlabankans vera á algerum villigötum í efnahagsstjórn landsins. Og þá vandar hann heldur ekki ríkisstjórn landsins kveðjurnar í pistli sem hann reit á heimasíðu sambandsins í gærdag. „Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart af komu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfing- unni undrunarefni,“ skrifar Kristján Þórður og bætir því við að nú verði ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. „Málið þolir enga bið,“ skrifar hann. Og Seðlabankinn fær sína sneið. Hann sé á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækk- unum, en vextirnir hafa tífaldast á tveimur árum og aldrei verið hærri í áratug. „Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuld- settra heimila yfir í verðtryggt lána- umhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þann- ig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni,“ skrifar Kristján Þórður. Verðbólgan sé einkum innflutt, vextirnir bíti ekki fyrir vikið. „Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu,“ skrifar forsetinn og bendir á að verðlag hafi hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Tekjulágir og fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði standi frammi fyrir bráðavanda af völdum verð- bólgunnar sem bregðast þarf við. „Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife,“ skrifar Kristján Þórður Snæbjarnarson. n ASÍ segir vextina galna á verðbólgutímum ser@frettabladid.is  Matvælastofnun hefur fengið upp- lýsingar um að matvælaframleið- andinn Matfugl hafi innkallað eina framleiðslulotu af IKEA-kjúklinga- nöggum vegna aðskotahlutar sem fannst í pakkningu. Aðskotahluturinn reyndist vera hart plast að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Þá varar sama stofnun við hörð- um plastögnum sem fundist hafa í einni framleiðslulotu af Orku- blöndu sem flutt er inn af Nathan & Olsen, en matvæli sem innihaldi aðskotahluti af þessu tagi geti verið óörugg og óhæf til neyslu. n Plastagnir finnast í nöggum og safa Myndin tengist frétt ekki beint. ser@frettabladid.is Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum mega fara að búa sig undir tunnuskipti á vormánuðum þar sem fjórum úrgangsf lokkum verður framvegis safnað við hvert heimili. „Þetta verður stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum en meðal annars munu öll heimili fá tunnu fyrir matarleifar,“ segir á vef Sorpu. Á hverju heimili verður fjórum úrgangsf lokkum safnað, matar- leifum, pappa og pappír, blönd- uðum úrgangi og loks plasti, en þeim síðarnefnda verður svo skipt í fjóra f lokka hjá Sorpu, umbúða- plast, filmuplast, frauðplast og hart plast. n Plastið meira flokkað en áður Sorptunnum fjölgar. ser@frettabladid.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt fram tillögur um að einfalda viðurkenningu öku- skírteina á milli aðildarríkjanna með innleiðingu stafræns ökuskír- teinis og um frekari samhæfingu umferðarreglna. Líkur eru á að breytingarnar nái líka til EES-landa á borð við Ísland. Stafræna ökuskírteinið, sem þegar hefur verið samþykkt af stjórninni, á að verða aðgengilegt í miðlægu skráningarkerfi. Það á að draga verulega úr möguleikum brotlegra ökumanna á að komast undan sektum og öðrum viður- lögum vegna umferðarlagabrota utan heimalandsins. n Stafræn evrópsk ökuskírteini Flestar vörur hækka mikið milli ára Neytendur þurfa að punga mun meiru út við afgreiðslukassann nú en fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mest hafði hækkunin orðið á kaffi, en Merrild kaffi hafði hækkað um meira en 40 prósent á síðustu 12 mánuðum. Páskaeggin hafa ekki haldið í við verðbólguna, en Nóa Síríus páska- egg nr. 4 hafði hækkað um nálega 7 prósent. Í öllu hækkanaf lóðinu voru undantekningar. Hipp-þurrmjólk hækkaði aðeins um 2,5 prósent milli ára og O.B.-tíðatappar höfðu lækkað um fjögur prósent í Bónus og stóðu í stað í Krónunni milli ára. Vert er að taka fram að vörulist- anum er ekki ætlað að gefa tæm- andi mynd af innkaupum barna- fjölskyldu hér á landi. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að smásalan tekur einungis til fimmtungs virðiskeðjunnar og verðhækkanir skýrast því af mun f leiri og oft stærri þáttum en hlut hennar. n Flestar vörur hækka um meira en sem nemur verðbólgu og kaffið mest. Tíðavörur og þurrmjólk hafa hins vegar staðið nánast í stað eða lækkað. 1.998 kr. 10 túlípanar í Bónus 323,3 kr. Bensín á Orkunni Kleppsvegi við Langholtsveg 1.598 kr. 20 dósir Coke Zero 0,33l í Bónus 7,5 % Stýrivextir Seðlabanka Íslands 8 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.