Fréttablaðið - 23.03.2023, Síða 9
Starfsfólkið er framúr-
skarandi, vörurnar
góðar, tæknin er engu
lík og við störfum í
afskaplega góðu
umhverfi fyrir nýsköp-
unarfyrirtæki.
Guðmundur Fertram
Sigurjónsson, stofnandi og
forstjóri Kerecis
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferðir
• Milliganga um
fjármögnun
• Samningagerð
kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík
www.kontakt.is
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferðir
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
Umhverfismat framkvæmda
Matsáætlun í kynningu
Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar
Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa lagt fram matsáætlun til
Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats breytinga á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og leiðar Borgarlínu á milli
Stekkjarbakka og Vogabyggðar.
Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin liggur frammi til kynningar hjá
Skipulagsstofnun og er aðgengileg á vef stofnunarinnar
www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt
umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. apríl
til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti
á skipulag@skipulag.is. Kerecis situr eitt íslenskra
fyrirtækja á lista Financial
Times yfir evrópsk fyrirtæki
sem vaxa hraðast. Stofnandi
fyrirtækisins segir bæði
góðar og slæmar ástæður
fyrir velgengni Kerecis.
helgisteinar@frettabladid.is
Lækningavörufyrirtækið Kerecis er
eina íslenska fyrirtækið sem birtist
á FT-1000 lista Financial Times yfir
þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa
hraðast. Í f lokki fyrirtækja í heil-
brigðis- og lífvísindum er Kerecis
í fimmta sæti en situr í 246. sæti
heildarlistans sem telur þúsund
fyrirtæki.
Þetta er í sjöunda sinn sem
FT-1000 listinn er gefinn út. Við
gerð listans horfir Financial Times
til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar
fyrirtækja milli 2018 og 2021.
Kerecis framleiðir lækninga-
vörur úr þorskroði og fitusýrum
sem verja líkamsvefi og græða.
Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 500
manns en frá 2018 til 2021 meira en
þrefaldaðist starfsmannafjöldinn,
úr 59 í 196. Þar að auki nam árlegur
samanlagður tekjuvöxtur á þessu
tímabili um 94,6 prósentum og var
heildarvöxtur Kerecis 636,5 pró-
sent.
Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísa-
firði, þar sem vörur þess eru fram-
leiddar, en vöruþróun fer fram í
Reykjavík. Sölu- og markaðsstarf
er rekið frá Washington D.C.-svæð-
inu í Bandaríkjunum en Banda-
ríkin eru mikilvægasti markaður
Kerecis. Fyrirtækið er einnig með
starfsemi í Sviss, Þýskalandi og
Austurríki.
Tæk ni Kerecis hef ur vak ið
athygli á heimsvísu og er félagið
í samstarfi um þróun og notkun
á tækninni víða um heim, meðal
annars við bandarískar varnar-
málastofnanir. Vörur Kerecis eru
meðal annars notaðar á mörgum
stærstu sjúkrahúsum Bandaríkj-
anna.
Guðmundur Fertram Sigurjóns-
son, stofnandi og forstjóri Kerecis,
segir að það séu góðar og slæmar
ástæður fyrir velgengni fyrir-
tækisins.
„Starfsfólkið er framúrskarandi,
vörurnar góðar, tæknin er engu lík
og við störfum í afskaplega góðu
umhverfi fyrir nýsköpunarfyrir-
tæki. Á hinn bóginn hefur þörfin
fyrir lækningavörur Kerecis aukist
mikið, meðal annars vegna mikils
vaxtar á sykursýki og öðrum sjúk-
dómum sem valda þrálátum sárum
og af limunum. Það er ekkert lát á
þeirri þróun og viðbúið að við
munum áfram þurfa að þjónusta
stækkandi hóp sjúklinga.“
Meðal þeirra sem eiga hlut í
Kerecis er eignarhalds- og fjár-
festingarfyrirtækið KIRKBI, kennt
við dönsku LEGO-fjölskylduna.
Árið 2022 keypti fyrirtækið hlut
fyrir 40 milljónir Bandaríkjadala,
sem svaraði til 5,5 milljarða króna.
Á þeim tíma sagði Guðmundur að
aðkoma KIRKBI væri gæðastimpill
á vegferð Kerecis.
Árið 2020 fékk Kerecis þriggja
milljarða króna lánsfjármögnun
frá Silicon Valley Bank en sá banki
hefur verið mjög áberandi í fjöl-
miðlum undanfarið eftir hann varð
gjaldþrota fyrr í mánuðinum.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr-
verandi forseti Íslands, situr í stjórn
Kerecis og lék meðal annars lykil-
hlutverk í að koma á tengslum milli
Kerecis og Emerson Collective.
Guðmundur hefur sagt að tengsl-
anet Ólafs sé gríðarlega mikilvægt
fyrir sókn Kerecis á erlendum
mörkuðum. n
Ísfirskt fyrirtæki kom sér
inn á lista Financial Times
Forstjóri Kerecis segir þörf á lækningavörum fyrirtækisins hafi vaxið mikið vegna aukningar á sykursýki og öðrum
sjúkdómum sem valda þrálátum sárum og aflimunum. MYND/AÐSEND
Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur þess eru framleiddar.
MYND/AÐSEND
helgisteinar@frettabladid.is
Chris O‘Shea, eigandi breska fyrir-
tækisins Centrica, mun þiggja 630
milljóna króna bónusgreiðslu eftir
að hafa skilað methagnaði fyrir
árið 2022. Bónusgreiðslan er harð-
lega gagnrýnd en orkufyrirtækið
British Gas er í eigu Centrica og hafa
margir Bretar átt í erfiðleikum með
að greiða orkureikninga sína.
Eigandinn hefur hafnað öllum
bónusgreiðslum undanfarin þrjú
ár en hann er einnig með sem
nemur 134 milljónum króna í árs-
laun.
Hagnaður Centrica fyrir árið 2022
nam 3,3 milljörðum punda eftir að
verð á gasi og olíu hækkaði í kjöl-
far stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið
hefur verið sakað um að brjótast inn
á heimili fólks til að setja upp mæla
sem krefjast fyrirframgreiðslu á
orku frá íbúum. n
Gagnrýndur fyrir bónusgreiðslur
Breska orkufyrirtækið British Gas er
í eigu Centrica. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fréttablaðið markaðurinn 923. mars 2023
FimmTuDaGur