Fréttablaðið - 23.03.2023, Side 20
Páskamarkaðir eru algengir
og mjög vinsælir í Þýska-
landi, Austurríki, Póllandi,
Sviss og Tékklandi. Mark-
aðirnir eru opnir fyrir páska
þar sem boðið er meðal
annars upp á dýrindis
handmáluð egg.
elin@frettabladid.is
Það er sannarlega hægt að vekja
í sér hátíðargleðina með því að
upplifa evrópskan páskamarkað.
Markaðirnir eru yfirleitt opnir
vikurnar fyrir páska og þar má
finna ýmiss konar handverk og
dýrindis matvörur auk þess sem
skemmtiatriði eru venjulega í
hávegum höfð. Páskamarkaðir
eru vel sóttir af heimamönnum
jafnt sem ferðamönnum.
Páskamarkaðurinn í Vínar-
borg er einn sá frægasti í Evrópu.
Hann er settur upp fyrir framan
ráðhúsið og býður upp á mikið
úrval af hefðbundnu handverki,
dýrindis ostum og öðrum veislu-
kosti.
Páskamarkaðurinn í Prag er
litríkur og líf legur viðburður sem
fram fer á torgum í gamla bænum.
Markaðurinn er þekktur fyrir
hefðbundið tékkneskt handverk
þar sem eru handmáluð páskaegg
og tréleikföng. Gestir geta einnig
notið þjóðlegs matar og drykkja.
Páskamarkaðurinn í Nürnberg
þykir fagur viðburður í hjarta
borgarinnar. Þar er boðið upp
á hefðbundið handverk, hand-
máluð páskaegg og tréleikföng.
Einnig eru dýrindis þýskar matar-
hefðir í hávegum hafðar, pylsur,
kringlur og glögg.
Í Zürich er sömuleiðis þekktur
páskamarkaður sem nefnist
Ostermarkt, heillandi heimur í
gamla hluta borgarinnar. Þar eins
og annars staðar er boðið upp á
handmáluð páskaegg og tréleik-
föng. Sömuleiðis er hægt að kaupa
dýrindis osta og súkkulaði.
Þjóðverjar eru með páska-
markað í f lestum bæjum og
borgum. Oftast eru þetta úti-
markaðir en stundum þarf hluti
markaðarins að vera innandyra
vegna viðkvæmra handmálaðra
eggja. Þjóðverjar bjóða einn-
ig blásið gler, körfur, keramik,
handmálað silki, útsaum ásamt
f leiru handverki. Handmáluðu
eggin eru hvert og eitt sem lista-
verk og sumir listamenn sýna
snilli sína á markaðnum. Fínustu
eggin eru ekki ódýr, geta kostað
3–400 evrur. Einnig er hægt að fá
ódýrari egg en þá er minna lagt í
listina. n
Einstakir gripir á páskamörkuðum
Spreewald
safnið í Lübbe-
nau stendur
fyrir sinni 22.
páskaeggja-
messu með 40
sýnendum frá
Brandenborg,
Berlín og Sax-
landi.
FRÉTTabLaÐIÐ/
GETTY
Páskakanínur
úr strái og með
litríkar fjaðrir
eru í boði á
vikumarkaði
í Greifswald í
Þýskalandi.
Einstaklega
falleg, hand-
máluð og list-
ræn egg í Kraká í
Póllandi.
Ljúfari lifur,
alla daga
Háþróuð blanda sem verndar lifrina
og styður við hreinsun
GUARD-YOUR-LIVER®
Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni,
Lyf og heilsu og á goodroutine.is
fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE®
K
AV
IT
A630 mg 100 mg 37,5 mg 2,5 mcg
Fosfólípíð (EPL) Silymarin Silybin Fosfatidýlkólín
8 kynningarblað A L LT 23. mars 2023 FIMMTUDAGUR