Fréttablaðið - 23.03.2023, Side 28
Rrrrrruuuuuuuuu-
uuuuuurrrrrrrrrr
Chewbacca
Hvar eru hetjur
Stjörnustríðsins
í dag?
Stjörnustríðsleikarinn
Paul Grant, sem lék Ewok
í Return of the Jedi, lést
á dögunum eftir langa
baráttu við áfengis- og
fíkniefnavanda. Hann
hneig niður við Kings
Cross-lestarstöðina í
London og var úrskurð-
aður látinn viku síðar.
Með fráfalli Grant hefur enn á ný
fækkað í hópi leikara sem fóru með
bæði stór og lítil hlutverk upp-
runalegs þríleiks George Lucas,
sem gerði allt vitlaust á áttunda
og níunda áratug síðustu aldar. En
hvar eru hetjur og skúrkar Stjörnu-
stríðsins í dag? n
benediktarnar@frettabladid.is
Carrie Fisher
Carrie Fisher sló í gegn sem
hin hugrakka og ákveðna Lea
prinsessa. Æskuást margra og
fyrirmynd flestra, hlutverk
Fisher sem Leu prinsessu er
ógleymanlegt í kvikmynda-
sögunni. Meðal kvikmynda
sem Fisher lék í á löngum ferli
voru Drop Dead Fred, When
Harry Met Sally og Scream 3.
Í ævisögu sinni greindi
Fisher frá því að hún og með-
leikari hennar, Harrison Ford,
hefðu átt í leynilegu ástar-
sambandi á meðan þau
léku í Stjörnustríði.
Fisher lést árið
2016, sextug að
aldri, í kjölfar
hjartaáfalls. Hún
hafði lengi glímt við
fíkniefnavanda og
fannst kókaín og heró-
ín meðal annars í blóði
hennar.
Mark Hamill
Logi Geimgengill bjargaði
vetrarbrautinni og var aðal-
hetjan í Stjörnustríðsmynd-
unum. Þrátt fyrir að vera einn
þekktasti leikari heims snéri
leikarinn Mark Hamill
sér að mestu að tal-
setningu og talaði
meðal annars fyrir
Jókerinn í fjölda
ára.
Hamill, líkt og
Ford og Fisher,
snéri aftur í hlutverk
Loga í nýjasta Stjörnu-
stríðs-þríleiknum.
Þó að hann væri fjörutíu
árum eldri var hann alveg
jafn svalur sem bjargvættur
vetrarbrautarinnar.
Harrison Ford
Ein skærasta stjarna Holly-
wood, hjartaknúsarinn og
töffarinn Harrison Ford, er
enn í fullu fjöri á níræðis-
aldrinum.
Ford hefur aldrei verið
mikið fyrir sviðsljósið, sem
er erfitt fyrir mann
sem lék hlutverk á
borð við Han Solo,
Indiana Jones og
forsetann sjálfan í
Air Force One.
Undanfarin ár
hefur hann leikið
minna og einbeitt
sér aðallega að því að
fljúga flugvélum. Hann
snýr aftur á skjáinn sem
Indiana Jones í síðasta sinn
á þessu ári.
Peter Mayhew
„Rrrrrruuuuuuuuuu rrrrrr,“
sagði Peter May hew svo
eftirminnilega, þegar hann
lék aðstoðarmann og besta
vin Han Solo, Chewbacca.
Mayhew var fullkominn í
hlutverk hins háruga Chew-
bacca. Hann var 2,2 metrar
á hæð og lærði á hegðun
górilla við undirbúning hlut-
verksins sem hann lék svo
oft.
Hann lést árið 2019 í kjöl-
far hjartaáfalls. Harrison Ford
sagði að Mayhew hefði verið
blíður og góður maður sem
honum þótti vænt um.
„Hann setti hjarta sitt
og sál í hlutverkið og veitti
Stjörnustríðsaðdáendum
mikla ánægju,“ sagði Ford.
Kenny Baker
Leikarinn sem fékk okkur til
að elska vélmennið R2-D2.
Kenny Baker skellti sér í gervi
litla vélmennisins í Stjörnu-
stríðsmyndunum og var hann
sagður afar vinsæll á settinu.
Mark Hamill lýsti Baker sem
ævilöngum vini.
Baker lést árið 2016 í svefni,
81 árs að aldri. Leikstjórinn
George Lucas sagði að Kenny
hefði verið hjarta og sál R2-D2.
James Earl Jones
Þótt hann hafi ekki leikið
Svarthöfða í kvikmyndunum,
þá gerði James Earl Jones
rödd fallna Jedi-riddarans
ógleymanlega.
Jones talaði fyrir
Svarthöfða í fjölmörg-
um Star Wars-kvik-
myndum og -þáttum.
Hann er þá einnig vel
þekktur fyrir leik sinn
í Lion King, Coming
to America og Field
of Dreams.
Þrátt fyrir að vera
orðinn 92 ára gamall
talaði hann inn á sjónvarps-
þáttaröðina Kenobi í
fyrra. Hann er
enn þá með
þetta.
Billy Dee Williams
Hver man ekki eftir
hinum eitursvala Lando
Calrissian, sem birt-
ist á hvíta tjaldinu
í Empire Strikes
Back. Hann lék
Calrissian í
upprunalega
þríleiknum,
en hann birtist
einnig í kvik-
myndinni The Rise
of Skywalker, Stjörnu-
stríðsaðdáendum til
mikillar gleði.
Anthony Daniels
Breski leikarinn Anthony
Daniels lék þjónustuvél-
mennið C-3PO í tíu skipti,
eða í öllum Stjörnu-
stríðskvikmyndunum í
Geimgengilssögunni.
Hann er 77 ára gamall
og hvergi nærri hættur, en
hann hefur sagt að hann
muni aldrei hætta að leika
C-3PO.
20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARS 2023
fiMMTUDAGUR