Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 8
8
10
11
12
13
14
15
~Í6
17
18
19
20
KNATTSP YRNUVELLIR (KEPPNISVELLIR)
BOLTAVELLIR
STARFSVELLIR
ÍÞRÓTTASALIR
SUNDLAUGAR
GOLFVELLIR
AÐSTAÐA FYRIR SKOTFÉLÖG
AÐSTAÐA FYRIR SIGL. OG HRAÐBÁTA
AÐSTAÐA FYRIR SKAUTA- OG SKlÐAlÞR
FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
HESTAMENNSKA OG REIÐSKÓLAR
GARÐRÆKTARLOND
SKÓLAGARÐAR
VEIÐI 1 ÁM OG VÖTNUM
HJÓLREIÐABRAUTIR
AÐSTAÐA TIL BÍLA- OG VÉLHJÓLAlÞ.
TRIMMBRAUTIR
GÖNGULEIÐIR
FLUG
YFIRLIT YFIR AÐSTÖÐU TIL ÚTIVISTAR OG FRItIMAIÐJU A
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU (Gert í.okt. 1981).
Hér að aftan er samandregin "úttekt" á hverju þessara atriða fyrir
sig sem um getur í yfirlitinu. Reynt var að geta fjölda iðkenda og
þátttakenda, þar sem mögulegt er.
1. KNATTSPYRNUVELLIR.
Knattspyrnuvellir á höfuðborgarsvæðinu af "fullri stærð" eru
taldir vera 36 og eru lang flestir þeirra í tengslum við ákveðin
íþróttafélög er hafa iðkun á knattspyrnu á stefnuskrá. Ýmisst
eru vellirnir lagðir grasi eða möl og eru skiptin þar á milli
nokkuð jöfn þó grasvellirnir séu nú að verða ívið fleiri.
Það virðist nokkuð á reiki hvað "full stærð" keppnisvallar sé en
ef miðað er við aðalleikvanginn í Laugardal sem er 105 m x 67 m
eða rúmir 7.000 m2 að stærð, þá þekja knattspyrnuvellir á höfuð-
borgarsvæðinu alls um 25 ha. og þá eru bílastæði, áhorfendasvæði
og svæði undir byggingar ekki talin með.
Iðkendur knattspyrnu á höfuðborgarsvæðinu eru, samkvæmt kennslu-
skýrslum íþróttasambands íslands fyrir árið 1980, rúmlega 7.000
og þar af eru um 400 konur.