Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 20

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 20
sveig austur fyrir Breiðholtshvarf að Elliðavatni. Bæði dalurinn og hlíðarnar - þar með norðurhlíð Breiðholtshvarfs - eiga að vera óbyggðar og friðaðar. Sléttan meðfram efsta kafla Elliðaánna - en yfir hana flæða árnar stöku sinnum - á einnig að vera óbyggð, og hið sama er að segja um talsverð svæði annars staðar við Elliðavatn og Rauðavatn. Með þessu verður mikið landsvæði með ósnortinni eða lítt snortinni náttúru í samhengi alveg upp í Heiðmörk. Á komandi árum, þegar frístundir aukast og bifreiðum fjölgar, mun slíkt svæði fá miklu meira gildi en nú fyrir almenning, þ.á.m. göngufólk, reiðfólk, veiðimenn og áhugafólk um jarðfræði, grasafræði og fuglafræði. Ráðgert er að nota sléttuna við Elliðaár, sem áðiir var getið, til reiðíþróttar, en hún á uppgangi að fagna þessi árin." AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1975-'83 ENDURSKOÐUN A.R. 1962-1983. (Samþykkt í borgarstjórn 1975). í þessari vinnuskýrslu til Skipulagsstjórnar ríkisins er vísað í fylgi- skjalið ÁÆTLUN UM UMHVERFI OG ÚTIVIST sem er heildaráætlun um fram- kvæmdir Reykjavíkircborgar á árunum 1974-1983. Áætlunin skiptis í tvennt: a. lýsir opnum svæðum í borginni, ástandi þeirra og notkun. b. framkvæmdaáætlun 1974-'77 og síðar 1978-'83 hvað snertir ræktun og frágang opinna svæða sem og gangstétta og stíga i borgarlandinu innan ramma aðalskipulagsins. Þá segir í kafla um FORSENDUR ÁÆTLUNARINNAR að: "þarfir og kröfur almennings um aðbúnað og umhverfi eru í sí- felldri mótun og breytast frá einum tíma til annars. Það er á valdi margra aðila og ekki síst hlutverk borgaryfirvalda að uppfylla og svara þessum þörfum og kröfum eftir því, sem kostur er á hverjum tíma. Fyrstu kröfur fólks eru um "brýnustu" nauðsynjar í aðbúnaði, svo sem atvinnu, húsnæði, hita, rafmagn og samgöngukerfi. Að þessu fengnu verður æ brýnni þörfin fyrir umbætur á því umhverfi, sem áður taldist ekki til lífsnauðsynja, t.d. aöstaða til tómstunda- og hressingaiðkana, fegrun og frágangur svæða og mannvirkja, ástand hreinlætismála o.s.firv. Sigla þessar þarfir og kröfur mjög í kjölfar bættrar afkomu og aiikinna frístunda. 1 borgum og stærra þéttbýli eru þessar þarfir yfirleitt brýnar, þar sem stórum svæðum hættir til að verða einhæf og ónáttúruleg. Sífelld stækkun borga og þéttbýlis, ásamt a\aknum hraða, inni- setum og ópersónulegri samskiptum manna milli þrengir stöðugt að fólki og kallar á úrbætur. Borg þarf að hafa þá fjölbreytni í umhverfi og sveigjanleika til að bera, að hver einstaklingur geti sinnt þar hinum ólíkustu afhafnaþáttum." Áætlun um framkvæmdir í tengslum við umhverfi og útivist er skipt í þrennt: 1. framkvæmdir á ófrágengnum svæðum 2. gerð göngu- og hjólreiðabrauta og reiðgatna almennt um útivistarsvæðin, skipulag þeirra og hvernig gæða megi þau lífi. 3.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.