Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 3
3 m SKIPULAGS- höfuðborgarsvæðisins MAL 3. TBL. 2. ÁRG. NÓV. 1981 Fréttablaðið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200 Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson. efnisyfirlit: 4 ÚTIVIST OG FRÍTÍMAIÐJA. 18 ÚTIVIST OG FRÍTÍMAIÐJA í AÐALSKIPULAGSGREINAR- GERÐUM. 25 Kristberg Ó. Pétursson. RÁÐSTEFNAN í HANSTHOLM. HUGMYNDASAMKEPPNI UM SKIPULAG 1 SOGAMÝRI. AÐALSKIPULAGSGREINARGERÐIR; FRAMSETNING OG KYNNING. Forsíðumynd er eftir Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur er fæddur í Hafnarfirði 1962. Að loknu grunnskólanámi starfaði hann við almenna verkamannavinnu og sótti kvöld- námskeið í Myndlista og handíðaskóla íslands samhliða því. Árið 1979 hóf hann fullt nám í MHÍ og stundar nú nám þar, i grafikdeild. Hann hefur tekið þatt í tveimur samsýningum; - í Hafnarfirði og í "Hámeenlinnan" í Finnlandi, - báðum á þessu ári. Útivistarmál. Sú skoðun er nú almennt ríkjandi að mjög mikil aukning muni eiga sér stað meðal vestrænna þjóða á frítíma á næstu árum, og þar af leiðandi muni þörf á aðstöðu til útivistar, íþrótta og tómstundastarfs aukast verulega. Allt bendir til þess að á Islandi verði um svipaða þróun að ræða. Megin ástæður fyrir þessum breytingum eru taldar aukin tölvunotkun og fjarskipti, auknar ráð- stöfunartekjur, styttri vinnutími, aukin bifreiðaeign og meiri menntun. Þótt erfitt sé að meta þessa auknu eftirspurn eftir að- stöðu til útivistar og frítímaiðju sem nú virðist fyrir- sjáanleg, er samt mjög mikilvægt að það sé gert. Það land á höfuðborgarsvæðinu sem er ákjósanlegt til úti- vistar er mjög takmarkað og því ekki hægt að koma fylli- lega til móts við allar óskir um aðstöðu á svæðinu. Landkostum er einnig mjög misjafnlega skipt eftir sveitarfélögum, en talsverður vilji er þó fyrir því að nýta sérstæða landkosti sameiginlega, fyrir alla íbúa þessa svæðis. 1 þessu blaði er kynnt fyrsta þrepið í athugun a útivistar- og frítímaiðju á höfuðborgar- svæðinu, en ákveðið hefur verið að taka þessi mál til sérstakrar athugunar á næstu mánuðum.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.