Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 21
21 1 kaflanum um ÚTIVISTARSVÆÐI er drepið á nauðsyn þess að umhverfi úti- vistarsvæðanna sé sem fjölbreytilegast með því móti verði hægt að gefa sem flestum tækifæri til þess að sinna hugarefnum sínum. Þá segir: "í samræmi við ofangreint ættu útivistarsvæði að vera tvenns konar. Annars vegar eru ræktuð og unnin svæði, þar sem auk ræktaðs lands er gert ráð fyrir mannvirkjxmi ýmis konar, svo sem húsxom og tækjum til leikja, íþrótta, samkomuhalds o.fl. Hins vegar eru landslagssvæði, þar sem náttúruleg einkenni væru látin halda sér svo sem frekast er unnt. Hér er ekki einungis átt við landslag, heldur einnig allt, sem viðkemur náttúrulegum einkennum svæðisins, svo sem gróðri, dýralífi o.s.frv." 4. AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR AUSTURSVÆÐI 1981-1998. (Samþ. í borgarráði 1981). Ekki er farið mörgum orðum m útivistarmál í greinargerðinni. "Mjög erfitt er að rökstyðja þörf fyrir útivistarsvæði sem flatareiningu á hvern íbúa". En það sem skipti fyrst og fremst máli sé gæði svæðisins þ.e. gróðursæld, áhugavert náttúrufar, fjölbreytni til athafna, útsýni, skjól gegn vindum o.s.frv. og aðgengileiki svæðisins. I því sambandi er nefnd sem viðmiðun að hámarks göngufjarlægð frá heimili í útivistar- svæði sé 15-20 mín. gangur eða 1500-2000 metra vegalengd. Eins og segir í greinargerðinni (kafli 3.6) þá "er ekki raunhæft að áætla landrýmisþörf fyrir útivistarsvæði sérstaklega". Aftur á móti er áætlað: "hve mikið tengist sjálfum íbúðarhverfunum, en þar sem þau eru í þessu tilfelli í útjaðri borgarinnar, verða þau í góðum tengslum við nær ósnortna náttúru um ófyrirsjáanlega framtíð. Við afmörkun meiriháttar útivistarsvæða verður að miðla málimi milli náttúru- verndarsjónarmiða og óska um þétta og samfellda byggð". Þá segir einnig: "aðal íþróttamiðstöð Reykjavíkur er í Laugardal, en auk þess er fyrirhuguð íþróttamiðstöð í Mjóddinni vestan Breiðholtshverfis. Golfvöllur og miðstöð hestamennsku eru á Austursvæðunum. Gera verður ráð fyrir enn frekari möguleika á íþrótta- og útilífs- miðstöðvum, t.d. við Korpúlfsstaði og Rauðavatn, aúk möguleika á hesthúsabyggð víðar á svæðunum". 5. AÐALSKIPULAG KÓPAVOGSKAUPSTAÐAR, Tillaga að greinargerð: (Samþ. í bæjarstjórn 1969). 1 greinargerðinni er að finna kafla er nefnist SKÓLAR OG AÐRAR STOFNANIR, LEIKSVÆÐI OG ÚTIVISTARSVÆÐI. Þar er í upphafi gerð grein fyrir hugsan- legri þróun nemendafjölda bæjarfélagsins og nauðsynlegum ráðstöfunum samfara henni. Þá segir: "íþróttaaðstaða er skylda í skólum og er þeim því nátengd. Hinsvegar er hún verulegur þáttur hins óháða félagslífs í bæjarfélaginu fyrir jafnt unga og fullorðna. íþróttasalir byggjast með skólunum eins og ákveðst í reglum um skóla- húsnæði. Stórt íþróttahús fyrir keppnir og sýningar m.a. þarf að rísa í bæjarfélaginu. Því þarf að velja stað og er nærtækast að byggja það í tengslum við aðalíþróttasvæði bæjarins þó að framkvæmdaáætlun ætli því stað við Digranesskóla eða gagnfræða- skóla við Digranesveg.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.