Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 9
2.
BOLTAVELLIR.
9
Á höfuðborgarsvæðinu eru á bilinu 55-60 boltavellir. Þeir eru
oftast malarborin svæði þar sem börn og unglingar geta dvalist
við ýmiss konar knattleiki eins og knattspyrnu og körfubolta.
Vellir sem þessir eru í nær öllum byggðahverfum sveitarfélaganna.
Samanlögð stærð allra boltavalla á höfuðborgarsvæðinu er um 10 ha.
en þó svæðið sé stórt þá eru þessir vellir, flestir hverjir, ekki
f j ölbreytt athafnasvæði.
3. STARFSVELLIR.
Starfsvellir eru fyrst og fremst ætlaðir börnum á aldrinum
6-12 ára og eru opnir yfir sumarmánuðina. Á völlum þessum, sem
eru undir daglegri stjórn leiðbeinanda, vinna börnin að smíði
smáhúsa eða ýmissa annarra hluta. Oft vinna þau nokkur saman í
hóp við smíðarnar. Á starfsvöllunum fá þau allt smxðaefni sem
með þarf auk verkfæra.
HUGMYND AÐ STARFSVELLI. HÚn var sett fram af Reyni Vilhjálmssyni
garðarkitekt árið 1973 og sýnir hvaða möguleika starfsvellir
geta hugsanlega boðið upp á. Starfsvöll þennan stóð til að gera
við Álfheima í Reykjavík og þá sem hluta úr stærra útivistarsvæði.
Ekki eru til nákvæmar tölur um aðsókn bama að starfsvöllunum,
en á höfuðborgarsvæðinu öllu eru nú um 20 slíkir vellir. Reynslan
í Reykjavík sýnir að heildarfjöldi heimsókna á vellina hefur
aukist nokkuð síðustu fimm árin þó á sama tíma hafi meðalfjöldi
heimsókna á hvern völl dregist nokkuð saman. Á síðasta ári var
meðalfjöldinn tæplega 2.400 heimsóknir á hvern völl. En þó
heildartölur séu ekki til fyrir allt svæðið, má með nokkurri
vissu fullyrða að heimsóknir barna á starfsvelli höfuðborgar-
svæðisins séu einhversstaðar á bilinu 40-50 þúsund árlega.
4. ÍÞRÓTTASALIR.
Mjög erfitt er að greina á milli notkunar íþróttasala íþrótta-
félaga og síðan íþróttasala skóla þar sem notkun þeirra er
með svo líku sniði. Enda má segja að fá íþróttahús á svæðinu
séu svo sérhæfð að þau þjóni aðeins ákveðinni grein íþrótta.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, nema Bessastaðahreppur og
Kjalarneshreppur, hafa byggt eða eru með í byggingu íþrótta-