Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 16

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 16
16 16. AÐSTAÐA TIL BlLA- OG VÉLHJÓLAÍÞRÓTTA Á bilinu 500 - 600 manns á höfuðborgarsvæðinu iðka bila- og vél- hjólaíþróttir. Hafa vinsældir þessara greina farið ört vaxandi siðustu árin þó aðstöðuleysi, að sögn forsvarsmanna, hafi hamlað mjög starfsemi þeirra. Kvar-nniluklúbburinn, með um 200 félagsmenn, hefur þó komið sér upp aðstöðu við Straumsvik, um 900 m malbikaða braut. Keppnis- greinar klúbbsins eru kvartmila og sandspyrna en hún hefur aðallega farið fram við Ölfusárósa. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavikur, en þar eru félagar 230 talsins, hafa sömuleiðis mjög takmarkaða aðstöðu, þó 850 m hringlaga bráðabirgðarbraut i námunda við öskuhauga Hafnar- fjarðar. Meðal keppnisgreina þeirra má nefna sparakstur isakstur, "rally", "rally cross" og "rally special". Vélhjólaíþróttaklúbburinn með um 80 félagsmenn hefur nú hvergi aðstöðu hér á svæðinu fyrir keppnisgreinar sinar "motor cross" og "trial". Félagsmenn hafa orðið að leita i önnur sveitar- félög eftir aðstöðu. Fjarstýrðir modelbílar njóta ört vaxandi vinsælda og er nú talið að um 50 þannig bilar séu til hér á svæðinu. Sérstök aðstaða er engin ennþá. Erlendis er hér um keppnisgrein að ræða. 17. TRIMMBRAUTIR. Litið er enn \am svo kallaðar trimmbrautir eða skokkbrautir hér á svæðinu sem eru sérstaklega lagðar með þá notkun i huga. Það er þvi ekki óalgengt að fólk trimmi á gangstéttum og jafnvel á ak- brautum. Visir að sérstakri trimmbraut er þó i Laugardal, nú nokkrir km að lengd. Brautin liggur frá Laugardalslauginni, um gamla Þvottalaugaveginn, Engjaveg, Sunnuveg og viðar. Yfirleitt er hlaupið á möl, en það vantar viða lýsingu meðfram brautinni og hún er ómerkt. 18. GÖNGULEIÐIR. Of langt mál yrði að geta allra þeirra gönguleiða sem eru á höfuðborgarsvæðinu eða i nágrenni þess. En unnt er að skipta þeim i eina þrjá megin flokka eftir þvi hversu erfiðar og hve langan tima hver gönguferð tekur: A. Gönguleiðir í þéttbýli (1/2-2 klst.) Hér má nefna Tjarnar- garðinn i Reykjavik, Laugardalinn, Öskjuhlið og Gróttu á Seltjarnarnesi. B. Gðnguleiðir i tengslum við þéttbýli. (2-4 klst.). Nefna má i þessu sambandi gönguleiðir við Elliðaárvatn, i Heiðmörk, á Álftanesi, mjög viða i Mosfellssveit eins og á Úlfarsfell og við Hafravatn. C. Gönguleiðir fjarri byggð. (4-10 klst.). Hér er \am að ræða gönguferðir er tækju nokkrar klukkustundir og krefðust þvi nokkurs útbúnaðar. Nefna má ferðir á Esjuna, við Kolviðar- hól, i Maradal, á Skeggja, á Vífilsfell og nágrenni, Búr- fell og Búrfellsgjá og viðar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.