Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 19
19 beltið yrði væntanlega ræman meðfram læknum niður að Jörfa og mætti síðar meir gera þar stíflur í lækinn. Breiðasta opna svæðið er þó ráðgert meðfram sjónum og meðfram lóð Loðdýra h/f. Ströndina þarf að vernda að mestu óskerta því hún er óvenjulega falleg á þessum slóðum. Athuga þarf hvaða vík hentar best sem lystibátahöfn og tryggja þarf svæði fyrir uppsátur. Annars ætti ströndin ásamt hinu ráðgerða íþróttasvæði og lystibátahöfn að geta orðið mjög eftirsóknarvert útivistarsvæði." Einnig er sagt að góður árangur jarðhitaleitar í landi Esjubergs og víðar geti orðið til þess að byggð verði útisundlaug í stað sundhallar. Þannig yrði gildi útivistarsvæðisins mjög aukið. 2. AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1962-'83 (staðfest af ráðherra 1967). 1 þeirri greinargerð sem fylgdi AR 1962-'83 er stuttur kafli um OPINBERAR STOFNANIR OG ÚTIVISTARSVÆÐI. Þar er drepið á auknar frístundir manna, þær sagðar orsakast af lengri tima til tómstunda á degi hverjum, fleiri frídögum og lengra orlofi. Þessi staðreynd muni margfalda þörf fyrir útivistarsvæði ekki aðeins í nágrenni borgarinnar heldur einnig á borgar- svæðinu sjálfu: "þar sem menn geta stundað gönguferðir, hjólað, farið á skíðum eða hestum. í Reykjavík eru margir möguleikar á að sinna þessum þörfum, og má á engan hátt sleppa þeim úr hendi." Þá eru helstu svæðin talin upp; Öskjiihlíð, Laugardalur, Elliðaárdalur og strandlengjan xamhverfis allt nesið. í kaflanum er drepið á þann kost að skapa smám saman samfellt kerfi gróður- og útivistarsvæða sem nota megi á ýmsan hátt, þar sem meðal annarra gangandi fólk, hjólreiðafólk, skíðafólk o.s.frv. geti farið um ótruflað af bifreiðaumferð. í kafla um ÚTIVISTARSVÆÐI er m.a. fjallað um nauðsyn þess að aðskilja bifreiðaumferð og t.d. gangandi eða hjólandi fólk. Umferðarbrautir myndi oft farartálma sem erfitt sé að ráða bót á nema skipuleggja kerfi gangstíga utan hjólreiðabrauta sem tengja saman útivistarsvæðin og mynda þannig öruggari leið fyrir þennan ákveðna hóp vegfarenda. í kafla um ÚTIVIST er rætt um staðsetningar leikvalla í íbúðarhverfum, enn fremur gæsluvelli svo og leiksvæði skólanna og þar talið eðlilegt að þau séu hluti útvistarsvæðanna. Þá er fjallað um skólagarða, starfs- velli (framkvæmda-leikvöll) og afgirt íþróttasvæði og knattvelli sem eingöngu eru ætluð meðlinum ákveðinna íþróttafélaga en séu þó engu að síður mjög mikilvægur þáttur útivistarmála. í greinargerð aðalskipulagsins er í þriðja lagi að finna kafla um STOFNANIR OG ÚTIVISTARSVÆÐI er m.a. drepið á kirkjugarða, Árbæjarsafn og Heiðmörk sem stærsta samfellda útivistarsvæði Reykvikinga. Þá segir: "Víða á borgarsvæði Reykjavíkur skiptast á hæðir og dalir. Dalirnir eða lægðirnar eiga engu síður sinn þátt í svipmóti borgarlandsins en hæðirnar. Sums staðar eru lægðirnar mýr- lendar og miður fallnar til byggingar, en sums staðar eru þær vel byggingarhæfar. Mikilsvert er að varðveita hinar óbyggðu dalgrundir, svo að úr þeim verði samfellt kerfi. í framhaldi Kópavogsdals er Breiðholtsmýri, en hún er aftur tengd Fossvogsdal og Elliðaárdal. Elliðaárdalur liggur í

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.