Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 13

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 13
9. AÐSTAÐA FYRIR SKAUTA- OG SKÍÐAÍÞRÓTTIR. 13 Á höfuðborgarsvæðinu eru um 15 fastar skíðalyftur auk fjögurra skíðagöngubrauta. Flestar eru lyfturnar í Bláfjallafólkvangi, alls 7. Á síðasta ári var ferðafjöldinn í Bláfjallalyftunum rúmlega 830 þúsund. í fólkvanginum eru auk skíðasvæðis Blá- fjallanefndar, skíðasvæði Fram, Ármanns og Breiðabliks. Auk Bláfjallasvæðisins eru ein 4 önnur skíðasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar; skíðasvæði KR í Skálafelli, VÍkings og ÍR í Sleggjubeinsskarði og auk þess skíðasvæðið í Hveradölum. Áætlað er að samanlagður ferðafjöldi í öllum föstvun skíðalyftum á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið rúmar 2 milljónir á árinu 1980. Varla er hægt að tala um sérstaka skíðaaðstöðu á svæðinu aðra en þá sem hér var talin að ofan. Þó má geta lítilla skíðasvæða sem komið hefur verið upp í byggð. Hér má nefna Ártúnsbrekkuna sem er upplýst á veturnar og þó engin lyfta hafi verið þar má segja að brekkan njóti mikilla vinsælda meðal yngri íbúa Reykja- víkur. í Reykjavík var á síðasta vetri gerð skíðabrekka í vestan- verðri Vatnsendahæð í Breiðholti. Þar var lítil draglyfta. í framhaldi þessa má geta, að nú er fyrirhugað að koma upp skíða- brekkum í norðanverðri Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og austan við Kjarrhólma í Kópavogi. Tjörnin í Reykjavík er vinsælasta skautasvæðið á höfuðborgar- svæðinu, en Rauðavatn, Hafravatn og Bessastaðatjörn eru það engu síður þó í minna mæli sé. Áð auki eru gerð skautasvell við nokkra skóla á svæðinu, þegar þannig viðrar svo og á íþrótta- völltim eins og t.d. Melavelli. Aðeins er starfandi eitt skauta- félag á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, með 360 félagsmenn, þar af 130 konur. 10. FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR. Á höfuðborgarsvæðinu eru starfandi 12 félagsmiðstöðvar (félags- heimili), 5 í Reykjaví, 3 í Hafnarfirði og eitt á Kjalarnesi, Mosfellssveit, Seltjarnarnesi og KÓpavogi. Hlutverk þeirra er, eins og raunar nafnið gefur til kynna, að skapa íbúum svæðisins og auk þess félögum, samtökum og stofnunum þess, aðstöðu til ýmiss konar félagsstarfa. Nefna má hér fundi, leiksýningar dans- leiki, fönduraðstöðu, margbreytileg leiktæki, kvikmyndasýningar, ýmiss námskeið, sem dæmi um þetta starf. Erfitt er að gera sér grein fyrir nákvæmum fjölda þeirra sem sækja félagsmiðstöðvarnar og tómstmdastarf í grunnskólum, enda tölur yfir slíkt ekki tiltækar allsstaðar. Líklega er ekki orðum aukið þó sagt sé að hátt í 200 þúsund manns hafi nýtt sér þessa aðstöðu á síðasta ári hér á svæðinu.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.