Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 27
27 erfiðara að fá opinbera aðila til þess að framfyigja settum markmiðum, þannig að þeir væru að mörgu leyti orðnir okkur fjötur um fót. 1 Danmörku hefði sveitarfélögum verið fækkað úr 1.500 í 275, og kjörnum fulltrúum úr 12.000 í 5.000. Afleiðing þessa hefði ótvírætt verið sú að draga úr sambandi fólks við stjórnmálamenn og möguleikum þess til áhrifa. Æ fleiri, en þó sérstaklega börn og gamalmenni lifðu að verulegu leyti úr tengslum við atvinnulífið og raunveruleikann. Abyrgðin hefði verið tekin frá fólki á æ fleiri sviðum; við fæðingu, dauða, elli, i sjúkleika, uppeldi og menntun bama o.fl. Nú stefndi óðfluga í að skipting mannafla i atvinnulífi yrði 5% í landbúnaði; 15% í iðnaði og handverki og 80% í þjónustustörfum. Auk þessa sagði T.D. að í dag vissum við töluvert um þær breytingar sem eru £ aðsigi, bæði lækkandi fæðingatíðni, aukna þátttöku kvenna í atvinnulífi, og hugsanlega tölvubyltingu, en allt væru þetta atriði sem við yrðum að bregðast við. Eitt virtist þó fullvíst, en það er að ekki verður næg atvinna fyrir alla í hefðbundnum atvinnugreinum og því verður full ástæða til að veita þjónustugreinum sérstaka athygli. Ef við viljum bæta lífskjör verulega á komandi árum verðum við að taka þessum málum verulegt tak. "Fólk hefur bæði krafta, hugmyndaflug og skapandi hæfileika, í þeim mæli sem við leyfum því að hafa þá". - og við þurfum að virkja fleiri í þessari ákvarðanatöku. Hugsanlega eru samtök einkaaðila (með opinberum stuðningi) vænlegri en nú- verandi fyrirkomulag til þess t.d. að ala önn fyrir börnum og gamalmennum og sinna fleiri sameiginlegum verkefnum. Núverandi þróun stefnir í blindgötu og við verðum í sameiningu að reyna að finna nýjar leiðir. Peter Heimburger frá Skipulagi ríkisins í Svíþjóð fjallaði í erindi sínu um "skipulagslöggjöf og samfélagshópa". Hann rakti þá þróun sem hefur orðið í ákvarðanatöku og verkefnum ríkis og sveitarfélaga á norðurlöndum undanfarnar aldir, þar sem sveitarfélögum hafa verið fengin sífellt fleiri verkefni. Þessi þróun hefur leitt til sameiningar og verulegrar fækkunar sveitarfélaga. 1 Sviþjóð hefur sveitarfélögxam fækkað úr 2.281 (árió 1952) i um 280. í Danmörku var töluvert um sameiningu sveitarfélaga frá 1960-1970, en árið 1970 var þeim fækkað úr 1.061 i 277, þannig að meðalibúafjöldi jókst úr 1.700 ibúum i um 9.000 ibúa. í Noregi átti sér stað töluverð sameining sveitarfélaga frá

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.