Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 17
Lítið sem ekkert er um merktar gönguleiðir hér á svæðinu. En þær yrðu bæði til hagræðingar svo og til að hvetja fólk til gönguferða. Mjög víða erlendis hafa þannig merkingar verið settar upp (sjá mynd), ekki aðeins á útivistarsvæðum með mikla náttúrufegurð, heldur einnig inni í þéttbýlinu. VEGVÍSIR í KALDÁRSELI ER SÝNDI LEIÐINA AÐ BdRFELLSGJÁ. Þannig er komið upp vegvísi með heiti gönguleiðar eða heiti endastaðar, ásamt því hve löng leiðin er og hve langan tíma gangan tekur. FLUG. Flug sem frítímaiðja höfuðborgarbúa hefur færst mjög í vöxt síðustu árin. Fjöldi gildandi einkaflugmanns- og flugnema- skírteina bera því vitni. (Til glöggvunar þá hafa einkaflug- menn leyfi til að fljúga með farþega án endurgjalds en flug- nemar hafa ekki leyfi til að fljúga með farþega). ÁR EINKAFLUGMANNS- SKÍRTEINI FLUGNEMA- SKÍRTEINI ALLS 1977 175 45 220 1978 215 125 340 1979 123 29 152 1980 262 180 442 ÚTGEFIN EINKAFLUGMANNS- OG FLUGNEMASKlRTEINI Á ÖLLU LANDINU FRÁ 1977 - 1980. Aðstaða tengd flugi á höfuðborgarsvæðinu er nær eingöngu á Reykjavíkurflugvelli. Þó er t.d. starfandi félag flugáhuga- manna í Mosfellssveit er hafa yfir tveimur vélum að ráða og lendingaraðstöðu við Leiruvog. Svifflugmenn hafa aðstöðu á Sandskeiði en u.þ.b. 10 svifflugur eru nú í eigu Svifflugfélags íslands auk fárra einkaaðila. Módelflug fer sömuleiðis ört vaxandi. Stofnað hefur verið Flug- módelfélagið Þytur en félagatal þess er nú um 30 manns. Aðstaða þessa félags er sem stendur á Sandskeiði.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.