Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 15
svæðinu þar sem veitt er i má m.a. nefna Kleifarvatn, Hlíðar- vatn, Elliðaárvatn, Nátthagavatn og Hafravatn. 1 flestum þessara vatna má kaupa veiðileyfi í 1/2 dag; 1/1 dag og síðan ársleyfi. ÁR 1/2 DAGUR 1/1 DAGUR ÁRSLEYFI 1978 2.371 21 19 *) 1979 2.753 9 43 1980 1.971 19 87 *) talið að hver sá er hefur ársleyfi mæti u.þ.b. 15 sinnum á ári. ELLIÐAVATN: DÆMI UM SKIPTINGU OG FJÖLDA VEIÐILEYFA. Af laxveiðiám á höfuðborgarsvæðinu má helstar telja: Elliðaár með 950 - 1.000 stangaveiðidaga yfir veiðitímann; Úlfarsá (Korpa) með 180 daga og Leirvogsá með 225 daga. Alls eru því laxveiðidagarnir á svæðinu um 1.400 á hverju ári. Á síðastliðnu sumri var sleppt töluverðu af veiðanlegum laxi og silungi í Hólmsá (Bugðu). Var það gert með það fyrir augum að gefa fólki möguleika á að stunda aukinn veiðiskap. Þessu fram- taki Veiði- og fiskiræktarráðs Reykjavíkurborgar var vel tekið enda aðsókn mikil. Að auki er árlega sleppt í Hólmsána um 500 þús. kviðpokaseiðum, en þau verða veiðanleg u.þ.b. 5 árum síðar. HJ ÓLREIÐABRAUTIR. Eins og kemur fram í einu sérrita Skipulagsstofunar (Hugmynd að aðalhjólreiðastígakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið, júlí 1981) þá hefur hjólhestaeign höfuðborgarbúa, sem annarra landsmanna aukist mjög á undanförnum misserum. 1 ár er áætlað að flutt verði inn um 20 þús. hjól en til samanburðar þá voru þau að jafnaði 6 þús. á árunum fyrir 1980. Hjólreiðaslysum hefur að sama skapi fjölgað en samkvæmt reynslu annarra norðurlandaþjóða verða reiðhjólamenn fyrir 3-5 sinnum fleiri slysum en þeir sem aka sömu leið í einkabifreið. ÞÓ eru reiðhjólastígar þar algengir. 1 október i ár tóku ný lög gildi er heimila m.a. hjólreiðar á gangbrautum. Telja verður þessa heimild spor í rétta átt, þó erlendar rannsóknir sýni að slysatíðnin taki ekki að minnka að ráði fyrr en komið verði á hjólreiðastígakerfi sem er aðskilið gatnakerfinu t.d. með göngum eða brúm. Hér á svæðinu má nefna í þessu sambandi framkvæmdir við gerð stígs er tengdi Breiðholtshverfin við Elliðaárdal og Sogamýri með göngum undir Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut. í sérriti því sem áður er um getið, er m.a. undirstrikað að "göngu- og reiðhjólastígar séu skipulagðir á sama tíma og annað skipulag byggðasvæða er gert" og "skynsamlegast sé í mörgum, ef ekki flestum tilfellum að gera sameiginlega stíga á útivistar- svæðum höfuðborgarsvæðisins fyrir gangandi fólk, hjólreiðamenn og hestamenn".

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.