Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 26
Bent var á að þéttbýli fylgdu bersýnilega margvísleg umhverfisvandamál, hvernig sem á niðurstöður þessara rannsókna væri litið. Einangrun fólks í þéttbýli væri greinilega mjög mikið vandamál, og sýnt hefði verið fram á að beint sam- hengi væri t.d. milli einangrunar heimavinnandi húsmæðra og sálrænna vanda- mála (O.S.D: Bomiljö og psykisk helse, 1980). Fram kom að allt benti til þess að flest fólk vildi búa í meðalstórum bæjum eða dreifðri byggð ef það fengi því ráðið. D K IRfllL M 10-500 i IS \ M 195 N M 1 4.fc00 flllL S ■ .1 M IT.000 IflL F * 6 500 K>» 10* 10* I0S 10» Dreifing sveitarfélaga á noréurlöndum eftir stærö YFIRVÖLD RÁÐH. -O -Q\ RÍKI -HÉRAÐ -SVEITARF.| EINKAAÐILAR ------ - EINKAAÐILAR RlKI HÉRAÐ SVEITARFÉL. EINKAAÐILAR Skipuritiö sýnir gerö deili6kipulags á noröurlöndunum. Tölur tákna daga sem skipulagið er til formlegar sýningar. B.D. fjallaði einnig um ýmis vandamál miðbæja og gamalla bæjarhverfa, en þar væri oft versta umhverfið og þar byggju einnig oft þeir sem hefðu minnstu menntunina, tekjurnar og flest vandamálin. Engu að síður væru flestar félagslegar byggingar reistar í nýjum hverfum, auk margvíslegrar annarar aðstöðu. Það sem gerði þessi mál oft mjög erfið viðfangs væri deildaskipting í stjórnun bæja og erfiðleikar við að gera samræmt átak í þessum efnum. Eitt meginmarkmið sem æskilegt væri að leggja áherslu á í þéttbýli á komandi árum væri að gera umhverfi þar betra til búsetu og þá sérstaklega fyrir aldraða, með bótum á umhverfi í bæjunum, endurnýjun og bættu umferðarskipulagi. Tage Dræbye flutti erindi á ráðstefnunni um möguleikana á því að bæta lífs- kjör fólks með aðgerðum opinberra aðila í atvinnu og efnahagsmálum. Hann benti á að á undanförnum áratugum hefðu allir stjórnmálaflokkar á norðurlöndunum verið nokkuð sammála um að stuðla að auknum hagvexti og jafnari dreifingu tekna og lífskjara. Þessi afstaða hefði leitt af sér verulega aukna starf- semi opinberra aðila, en þó hefðu menn líka verið sammála um að stuðla að aukinni valddreifingu frá ríkisvaldi til sveitarfélaga og einstaklinga. Þegar um einhvern hagvöxt hefði verið að ræða var þetta mál ekki svo erfitt viðfangs, en nú þegar um stöðnun væri að ræða hefði reynst mjög torvelt að ná fram meiri jöfnuði lifskjara. Raunveruleg valddreifing hefði einnig orðið mun minni en vonir hefðu staðið til og sama máli gegndi um dreifingu á öðrum lífsgæðum, t.d. menntun, en í Danmörku hlytu 20% barna einungis grunnskóla- menntun. Opinberi geirinn tæki sífellt meira fé, og nú væri svo komið (1981) að í Danmörku væri hlutur hans 57% af þjóðarframleiðslu. Stöðugt hefði orðið

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.