Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 23
23
í sambandi við skólana og íþróttaaðstöðuna er rétt að vekja
máls á tómstundaiðju og samkvæmisháttum. Samkvæmishættir og
tómstundaiðja er ólík frá landi til lands og jafnvel milli bæja
°g héraða. Það er áður á það minnst að rétt sé að skapa aðstöðu
til tómstundaiðju og félagsstarfs í sambandi við byggingu fjöl-
býlishúsa. Slíkt skyldi einnig hafa í huga við skipulagningu
skólanna. Þannig skyldi skapa aðstöðu til að gera þá að menningar-
miðstöðvum. Kemur þar sérstaklega til greina bókasafns- og náms-
hópaaðstaða og smærri samkomur í samkomusölum skólanna".
Þá er gerð grein fyrir þörf fyrir DAGHEIMILI OG LEIKSVÆÐI. í kaflanum
um leiksvæði er m.a. fjallað um garðlönd, skólagarða og starfsleikvelli.
Einnig er þar lagt til að göngusvæði tengi strandlengjuna við útivistar-
svæði hjá miðbæ og kirkju á Borgarholti. Þessi svæði ber síðan að
tengja við íþrótta- og útivistarsvæði í Smárahvammi, áfram með læknum
í Fífuhvamm og þá upp brekkurnar að skólasvæði og verslunarkjarna austur
á Digraneshálsi.
"Það svæði tengist svo áfram norður af, niður í útivistarsvæði
með skíða- og sleðabrekkum austur af Ástúni. Síðan fylgja
gangstígar Fossvogsbraut til sjávar. Þessi svæði í Fossvogsdal
tengjast síðan upp í opin svæði í byggðinni sunnan Álfhólsvegar".
"Þegar fjallað er um opin svæði verður ekki komist hjá því að minnast
á útisamkomusvæði.
Þau eru:
1. Hátíðasvæði, þ.e. opin svæði fyrix; tiltölulega mikinn mannfjölda
við almennt útihátíðahald eins og þjóðhátxðardaga og hátíðisdaga
starfsstétta s.d.
2. Samkomusvæði, þar sem greiða þarf aðgang t.d. við fjáröflunar-
samkomur félagasamtaka og stofnana.
3. Samkomusvæði, sem rekin eru í verslunaraugnamiði".
6. AÐALSKIPULAG GARÐABÆJAR 1975-1996
GREINARGERÐ: (Samþ. í bæjarstjórn 1976).
Þar segir m.a. í kafla lom FÉLAGSMÁL:
"Umhverfi byggðar í Garðabæ er fjölbreytt og góður vettvangur
fyrir margskonar útivist. Eigi að síður verð\xr ekki séð fyrir
allri útivistarþörf íbúanna utan byggðarinnar.
í vaxandi bæ lengjast leiðir í slíka útivist yfirleitt en aixk þess
leynast hættxu: í þessu umhverfi sérstaklega fyrir yngstu íbúana.
Þótt fjaran, hraunið og umhverfi Hraunsholtslækjar og Arnarnes-
lækjar séu ekki æskilegt leiksvæði fyrir ung börn án eftirlits
fullorðinna stafar samt mesta hættan af bifreiðaumferð".
Því er lagt til:
"að innan núverandi og fyrirhugaðrar byggðar í Garðabæ verði séð
fyrir fjölbreyttri aðstöðu fyrir íþróttir, leik og útivist fyrir
alla aldursflokka. Æskilegt er að þessi aðstaða tengist göngu-
leiðakerfi bæjarins á eðlilegan hátt og að leitast sé við að gera
útivistarsvæði og gönguleiðir innan bæjarins þannig úr garði að
þar sé dregið eins og frekast er unnt úr slysahættu og öðrum nei-
kvæðum umhverfisáhrifum af völdum bifreiða".
Þörf fyrir eftirtalda aðstöðu barna og unglinga er síðan nefnd:
1. Heimavellir
2. Hverfisvellir