Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 11

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 11
HVERS VEGNA ARKITEKTASKÓLA NÚ? Arkitektúr er hin elsta sérfræðigrein sem til er. Arkitektinn er kunnáttumaður í listum og vísindum. Arkitektinn er eini aðilinn sem við byggingar fæst sem er menntaður til að hafa yfirsýn yfir allan feril byggingar frá því að hún var aðeins ósk byggjandans þar til hún er tekin í notkun. Arkitektafélag íslands er nú 50 ára. Hlutverk þess er aö stuðla að góðri byggingarlist. Arkitektafélag íslands ákveður hvaða kröfur skuli gera til þeirra skóla sem íslenskir arkitektar menntast 1. Á tímabili gaf Arkitektafélag íslands út tímarit en það varði ekki lengi. Koma þarf í gang stöðugri og fjörugri urnrœðu um byggingarlist. Taka þarf út stöðu mála, safna og vinna úr gögnum sem varpa Ijósi á stöðu arkitektúrs. Hvað eru margar byggingar hannaðar af arkitektum, hvaða byggingar eru það, hvernig eru þcer, hvert er verðmceti þeirra almennt og skoðað í Ijósi fjárfestinga sérstaklega. Vettvangur til umrceðu er að því leyti til að nú hefur nýtt arkitektatímarit hafið göngu slna en tímarit er miðill en ekki grundvöllur. Grundvöllur umrœðunnar er arkitektastéttin en hana vantar nú orðið sárlega þann brennipunkt og hvata sem akademískur skóli er. Verkefni okkar nú er fyrst og fremst að starfa að því að koma á íslenskum arkitektaskóla. íslenskir arkitektar eiga mikið verk fyrir höndum. Trúnaður milli þeirra og almennings er ekki nœgur, Þetta er ekki almenningi að kenna og ekki stjórnvöldum helduríslenskum arkitektum sjálfum. Arkitektar verða að vera menn til að gefa að minnsta kosti sumum verkum sínum tilgang með því að tákngera það yfirbragð sem gerir bygginguna að greinilegum minnisvarða síns tíma. Allar byggingar, hvort sem bœr eru hannaðar af arkitektum eða öðrum, hversu vel eða illa sem að þeim er staðið, eru minnisvarðar um samtímann, Það hefur alltaf verið hlutverk arkitekta að skapa minnisvarða samtíðar sinnar, jafnvel þótt samtíð okkar cetlist ekki til þess af arkitektum þá gera komandi kynslóðir það örugglega. Við og samtíð okkar verðum hart dœmdir ef við höfum ekki staðið vel að verki. íslenskum arkitektum er eins gott að horfast án undanbragða og feimni í augu við þá staðreynd að hlutverk þeirra hefur alltaf verið, er og mun verða að setja fram með skýrum hœtti í verkum sínum augljós auðkenni menningar sinnar, öðru nafni að byggja minnisvarða. Þegar síðari kynslóðir að nokkrum áratugum liðnum leggja mat á menningu vorra tíma þá verður arkitektúrinn að vera mynd sem greypir sig í hugi fólks, tákn síns tíma. Þetta er hlutverk okkar I samfélaginu. Við erum ekki bara tœknifróðir þjónustuaðilar með löggiltan smekk. Nei, arkitektar hafa félagslegt og sögulegt hlutverk sem enginn annar getur sinnt, þ.e. að skapa ímynd þess samfélags sem við búum í. Feimni arkitekta og ráðamanna við að rœða þetta hlutverk arkitekta er skiljanleg þvl það virðist hofmóðugt I þeirri umrœðu sem hœst ber I okkar þjóðlífi. En hvorki almenningur, ráðamenn né arkitektar komast hjá því að síðar meir verður ekki spurt að þvl hverju lýðkjörnir fulltrúar lofuðu á slnum tlma heldur því hvernig sú Imynd er sem fœst af skoðun verka okkar. Það má satt vera að I upphafi hafi verið orðið en I reynd eru það verkin sem tala og sagan kennir að gceðin segja þar meira en magnið. Hingað til hafa allir Islenskir arkitektar menntast erlendis og I raun ekkert nema gott um það að segja. Framan af og fram yfir miðja öldina var þetta eðlileg lausn, en fjölgun Islenskra arkitekta og hröð þróun okkar nýja samfélags gerir að verkum að við verðum nú að leita annarra leiða I menntun Islenskra arkitekta. Umfjöllun og skilgreining á hlutverki arkitekta hér á undan tengist þessu málefni beint. Ef arkitekt á að geta skilað hlutverki sínu fyrir samtíð sína, þ.e. mótað skýra ímynd slns tíma þá verður menntun hans að vera íslensk ef hann á að vera íslendingur. Þótt til séu algildar reglur um form og gerð bygginga er skynjun og skilningur háð menningu og umhverfi. Islensk menning er þróttmikil og sérstœð og hún á skilið arkitektúr við sitt hœfi. Óvenjulegar jarðfrceðilegar aðstœður, veðurfar, gróðurfar og sólargangur krefjast sérstakra byggingarfrœðilegra viðbragða. Þrátt fyrir nám á erlendri grund hafa íslenskir arkitektar þegar best lœtur sýnt I verkum sínum að þeir eru nœmir á staðhœtti okkar og menningarhefðir. Þessi staðreynd er sönnun þess að íslenskt þjóðlíf byggir á sterkri sjálfsímynd. En nú siglum við inn I tlmaskeið dagvaxandi alþjóðlegra samskipta og þrýstingur utanaðkomandi hugmynda sem þeim samskiptum fylgir gerir nauðsynlegt að styrkja sjálfsvitund íslenskra arkitekta með því að þeir verði órjúfanlegur hluti Islenskrar menningar I Islenskum arkitektaskóla. ■ Stefán Benediktsson formaður A.í. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.