Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 14
MELKOT. Myndin, sem talin er vera frá því um 1890, sýnir erlenda ferðalanga við tómthúsbýlið Melkot við Suðurgötu. vindur, regn og raki réðust á húsin með sama stefinu, aftur og aftur. Á fáum árum létu mold og grjót undan veðri, skekktu og skældu viðina og opnuðu leið fyrir raka og fúa. Þil gengu úr grópi, skammsyllur og stafir féllu burt. Veggir urðu vindblásnir og hrörlegir og þökin sólbrunnin að sunnan. Frá landnámi og fram á miðja nítjándu öld var húsagerð heimilisiðnaður, en oft voru sérstakir sveitasmiðir fengnir til húsbygginga og minnst er á farandsmiði f miðaldaritum. En í einstöku byggingar var meira lagt, í stærstu guðshúsin. fslenskir smiðir byggðu stórar miðaldakirkjur, en hafa sjálfsagt lært til verka í útlöndum. Þegar kom fram á nýöld hafði byggingartækni enn fleygt fram og sækja þurfti þekkingu til Danmerkur þegar mikið lá við og reisa skyldi kirkjur á biskupssetrum. Dómkirkjan í Skálholti var jafn ólík híbýlum landsmanna og himneskur draumur jarðvistinni. Um miðja sautjándu öld var síðasta dómkirkjan þar byggð af þrjátíu smiðum undir stjóm barrokkmeistara sem var menntaður í Danmörku. Hún kostaði um 500 kýrverð. Kirkjan var gerð af bindingsverki, öll af timbri, tvísúðuð að innan með gler- gluggum, um 25 metra löng og 10 metra há. Þegar gera þurfti við kirkjuna á fyrri hluta átjándu aldar var danskur timburmaður fenginn til verksins. Upp úr miðri átjándu öld stuðluðu okkar dönsku stjómvöld að því að hagir landsins vom rannsakaðir og reynt var að efla atvinnuvegina. Uti í Evrópu var kaupauðgisstefna ráðandi og sú trú að konungar ættu að byggja upp efnahag ríkjanna með fjárframlögum til nytsamlegra hluta. Hér vöknuðu menn við þennan söng, stofnuðu hlutaféiag og fengu stórar fúlgur frá konungi til að innrétta hér ýmislegt í Reykjavík undir stjóm Skúla Magnússonar landfógeta. Sami framfarahugur bjó að baki því að byggja hér varanleg hús fyrir bestu og verstu menn landsins. Stómm fúlgum er eytt í að reisa á árunum 1753 til 1770 stofu fyrir landfógeta í Viðey, landlækni á Seltjamamesi og amtmann á Bessastöðum og tugthús í Reykjavík fyrir afbrotamenn. Fjórar steinkirkjur risu á sama tímabili, á Hólum, í Viðey, í Heimaey og á Bessastöðum. Svipað lag var á öllum elstu steinhúsunum og þau voru byggð af dönskum smiðum eftir uppdráttum danskra húsameistara. Þau reyndust bæði dýr, köld og rakasöm. Elstu kaupstaðarhúsin voru timburhús, dönsk í sniði, eins og Innréttingahúsin í Reykjavík, og voru sum að nokkru leyti flutt tilsniðin til landsins. Þau voru einlyft og byggingarlagið algengt í Danmörku og víðar. Um miðja nítjándu öld verða svo nokkur tímamót í húsasögunni. Fyrir miðja öldina byggðu norskir og sænskir smiðir glæsilegt timburhús í Reykjavík eftir uppdrætti dansks húsameistara, húsMenntaskólans í Reykjavík, þar sem fyrsta endurreista Alþingið kom saman. Um svipað leyti var dómkirkjan í Reykjavík byggð af dönskum meisturum sem voru hér um árabil og kenndu reykvískum mönnum handverk sitt. Þá fyrst kemur upp stétt manna í höfuð- staðnum sem kunni að byggja kaupstaðarhús. Þegar hegningarhúsið var byggt snemma á áttunda áratug síðustu aldar og Alþingishúsið áratug síðar lærðu menn að byggja úr steini. Þó nokkur steinhús risu eftir það og ýmsir reistu sér litla steinbæi. Verkamenn unnu við grjótnám og grjótfélög voru stofnuð. Grjót var sprengt með púðri, höggvið og klofið með jámfleygum og að lokum mulið í mulningsvélum. Timburhúsin urðu er leið að aldamótum sífellt glæsilegri, með fjölbreyttu sniði og meistaralegum útskurði. Undir lok síðustu aldar varð norskt byggingarlag hér ráðandi, og nokkru fyrir 1880 tók Slimmonsverslun að flytja inn þakjám. Þjóðin sem barist hafði við 12 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.