Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 21

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 21
félögin lögð niður og starfsheitið arkitekt var löggilt. 1956 breytti félagið síðan um nafn og kallaðist upp frá því Arkitektafélag Islands. Félagsleg þáttaka Frá lokum fyrri heimsstyrjaldar hafa íslenskir arkitektar verið mikilvirkir þátttakendur í uppbyggingu samfélagsins. Fyrsta stórverkefnið var hin þróttmikla uppbygging íslenskra mennta- og menningarstofnana, verslunar- og þjónustufyrirtækja auk fyrstu verkamannabústaðanna á árunum milli stríða. Næsta stórvirki hófst síðan eftir seinni heimsstyrjöldina. I byrjun styrjaldarinnar bjuggu sex af hverjum tíu íslendingum í sveit en aðeins fjórir af hverjum tíu í þéttbýli. Eftir hemámið hófst sú þróun sem við búum við í dag að nær 7 af hverjum 10 íslendingum búa í þéttbýli en aðeins 3 af 10 í sveit. Frá upphafi þessarar þróunar hefur það verið þannig að meira en 2/3 allra íbúa í þéttbýli búa í landnámi Ingólfs. Þessi gjörbylting í búsetu landsmanna jók eftirspum eftir þjónustu arkitekta til mikilla muna. Enn voru íslenskir arkitektar þó fáir. Fram á 6. áratuginn hafði þróun hér sem og annars staðar á Vest- urlöndum ráðist af aðstæðum fremur en langtímaáætlun. Um 1950 töldu menn að því mikla umróti sem hófst 1914 væri lokið og nú bæri að byggja framtíð sína á markvissri áætlanagerð. Það tók tíma að semja sumar áætlanimar en aðalskipulag Reykjavíkur er tákn þeirra vatnaskila sem urðu í byggingarmálum á Islandi á 6. áratugnum og komu fram í gífurlegri fjölgun arkitekta. Þessi þróun er ekkert einangrað fyrirbæri heldur hluti af þeim stakkaskiptum sem Islenskt þjóðfélag hefur tekið á seinni helmingi þessarar aldar. Sjálfstæði, lýðræði, verkaskipting, sérhæftng og víðtæk sérfræðiþjónusta, allt eru þetta eiginleikar og grundvöllur þess nútímasamfélags sem vor veiðimannaþjóð er orðin partur af. Hlutverk arkitektsins í þessu samfélagi er víðtækt og mikilvægt. Arkitektafélag íslands Arkitektafélag íslands er nú 50 ára. Hlutverk þess er að stuðla að góðri byggingarlist. Það gerist m.a. þannig að Arkitektafélag íslands ákveður hvaða kröfur skuli gera til þeirra skóla sem íslenskir arkitektar menntast í. Á tímabili gaf Arkitektafélag íslands út tímarit en það varði ekki lengi. Stærsta framlag félagsins er án efa stofnun og rekstur Byggingarþjónustunnar sem lengst af var starfrækt á Laugaveginum. I tengslum við hana var staðið fyrir kynningu og námskeiðahaldi af miklum þrótti um nokkurra ára skeið. 1975 fór að draga þrótt úr starfsemi Byggingarþjónustunnar þrátt fyrir margvíslegar lífgunar- tilraunir. Á endanum varstofnað til samstarfs A.I. og opinberra aðila um Byggingarþjónustuna í þeirri mynd sem nú er. Baráttan um örlög Byggingarþjónustunnar ásamt gífurlegri fjölgun arkitekta í lok 8. áratugarins beindi félagsstarfi mjög inn á við allan síðasta áratug. Keypt var húsnæði undir starfsemi félagsins, Ásmundarsalur við Freyjugötu og fór mikil starfsorka í að endurbæta húsið. Þar er nú til húsa skrifstofur A.Í., Samband íslenskra myndlistarmanna, Félags landslagsarkitekta, Félags innanhúss og húsgagnahönnuða ásamt sýningar- og fundarsal. Endurbótum er að mestu lokið og því tímabært að beina starfi félagsins á ný út á við ef það mætti stuðla að bættri byggingarlist í landinu. Sækja verður fram á mörgum vígstöðvum, ekki bara í krafti félagsins heldur verður hver og einn okkar að sækja fram í krafti sannfæringar um hlutverk okkar, félagslegt og sögulegt. Arkitektar á íslandi eru nú um 230 talsins. Tala þeirra hefur meira en 20- faldast á 50 árum. Haldi þessi fjölgun áfram næstu 50 árin má reikna með að arkitektar verði orðnir um 1000 að tölu upp úr miðri næstu öld. Arkitektar móta þann ramma sem vort daglegt líf hrærist arkitektúr og skipulag m í. Þeir skipuleggja byggð og opin svæði, hanna byggingar, garða, innréttingar, húsgögn og lausamuni. Lífsþægindi og ánægja fólks eru háð því hversu vel arkitektar leysa verkefni sín. Við viljum bera þá ábyrgð sem þessu hlutverki fylgir. Við verðum því að vera boðnir og búnir til að taka og halda frumkvæðinu. Félagið vinnur nú að því að gera starfsvið okkar að órjúfanlegum þætti íslenskrar menningar með íslenskum arkitektaskóla. Skólamálið Stórt skref var stigið þegar þáverandi menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson skipaði nefnd til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í byggingarlist á íslandi. Nefndin skilaði áliti í desember 1988 og komst að þeirri niðurstöðu að hefja skyldi sem fyrst kennslu í arkitektúr á íslandi sem 3 ára fyrri hluta nám fyrir allt að 20 nemendur í árgangi. Kennslan skyldi vera í tengslum við sjónlistar- kennslu á háskólastigi og leitað yrði eftir beinu samstarfi við erlenda skóla um seinni hluta nám. Arkitektafélagið hefur rætt þetta mál á innanfélagsfundum, í starfshópum og í alþjóðlegu samstarfi á þessu ári. Á alþjóðlegum vinnufundi með háskólakennurum í arkitektúr frá Evrópu og Norður- Ameríku var málið tekið til mjög ítarlegrar umræðu. Erlendu þátttakendumir lögðu starfsreynslu sína og faglega þekkingu til umræðnanna og voru sammála þeim niðurstöðum sem íslensku þátttakendumir komust að. Niðurstöður þessar em eftirfarandi: Stjóm A.í. leggi til við stjómvöld að unnið verði að málinu samkvæmt 4 ára áætlun sem miðist við að skólinn hefji starf sitt haustið 1993. Drýgstur hluti námsins ætti að fara fram hér á landi eða minnst 3 ár. Annað hvort fyrstu 3 árin eða fyrstu 2 og það seinasta. Námskrá skólans verður að ná yfir 5 ár og vera tengd námskrá nokkurra skóla erlendis með gagnkvæmum samningum. Þannig er hægt að tryggja að nemendur verði ekki fyrir tilviljanakenndum búsifjum sem ella hlytust af því að fara úr landi til áframhaldandi náms. Rannsóknarstofnun í arkitektúr ætti að setja á stofn samtímis skólanum. Hennar er brýn þörf til að þróa fagurfræðilega og hagnýta umfjöllun um þann arkitektúr sem hæfir íslenskum veruleika, þ.e. þjóðfélagi, staðháttum og tiltækum efnivið. íslenskur arkitektaskóli mun ótvírætt auðga íslenskt mennta- og atvinnulíf. Sú kennsla í listum og vísindum sem í arkitektaskóla fer fram á sérekki hliðstæðu í okkar skólakerfi og það sérstaka svipmót sem af því leiðir í hugsun og kennslu mun stuðla að frjóum umræðum í samskiptum við aðrar háskólagreinar. Meginhlutverk skólans væri að mennta íslenska arkitekta en þegar honum yxi fiskur um hrygg gæti skólinn gegnt fleiri þörfum hlutverkum. Hann yrði þungamiðja umræðna innan arkitektastéttarinnar og milli arkitekta og annarra tengdra stétta í listum og vísindum. Hann yrði vettvangur í þjóðlífinu til að kynna almenningi og ráðamönnum þau ýmsu efni sem snerta arkitektúrog samfélagið. Skólinn yrði örvun til rannsókna á arkitektúr, þ.e. formum, byggingaraðferðum og byggingarefni sem hæfa íslenskum aðstæðum og hann nyti þeirrar þekkingar sem þegar er fyrir hendi. Skólinn yrði hvati til nýjunga í framleiðslu á innlendum efnivið, en árangur á því sviði getur ef vel tekst til orðið tilefni til útflutnings. íslenskir arkitektar eru ósérhlífnir og vanir löngum vinnudegi. Ef stjórnvöld sýna sig reiðubúin til að fy lgja þeim hugmyndum eftir sem hér hafa verið settar fram um íslenskan arkitektaskóla þá getur Arkitektafélag íslands ábyrgst að ekki verður skortur á áhugasömu fólki og duglegu til að vinna að framgangi þessa langþráða takmarks. ■ Stefán Benediktsson urkitekt, form. A.I. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.