Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 23

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 23
HJÁ STÆRSTA HÚSBYGGJANDA LANDSINS STARFAR ENGINN ARKITEKT Arkitektum hefur fjölgaö um 75% á síðastliðnum 10 árum. 3% atvinnuleysi er meðal arkitekta. Enginn arkitekt starfar hjá Félagsmálaráðuneytinu sem fer með œðstu stjórn skipulags- og byggingarmála, né heldur hjá byggingardeild Reykjavíkurborg- ar, stœrsta húsbyggjanda landsins. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu starfshóps um starfssvið og atvinnuhorfur arkitekta, sem lögð var fram á málRingi Arkitektafélags íslands í nóvember. Starfshópurinn bar meðal annars saman ástandið í dag og fyrir 10 árum og studdist við úttekt, sem gerð var fyrir málRing félagsins 1979 og bar yfirskriftina „Staða og framtíð byggingarlistar og arkitektaíslandi". HLUTDEILD ARKITEKTA í ÍBÚÐARHÚSAHÖNNUN Hlutdeild arkitekta 1 íbúðarhúsahönnun hefur aukist verulega síðastliðin 15 ár. Árið 1974 hönnuðu arkitektar fimmta hvert hús í Breiðholti en 1989 þrjú af hverjum fjórum í Grafarvogi. 1974 Breiðholt (Fálkhóll) 22% 1979 Breiðholt (Seljahverfi) 28% 1984 Grafarvogi ( Frostafold, Logafold ) 45% 1989 Grafavogur ( Garðhús, Miðhús, Veghús) 67% 1989 Aflagrandi 77% (Talið er hvert mannvirki á lóð og valdar götur með einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsalóðum.) Það er mat embœttismanna að í vandasömum verkum eins og í eldri hverfum í Reykjavík og opinberum byggingum sé hlutfall arkitekta enn hœrra. Ekki er ástœða til að œtla að hlutur arkitekta verði meiri en 80%, sem telja má allgóða markaðshlutdeild. Ástœður fyrir þessari aukningu í hönnun íbúðahúsa geta verið margar. í fyrsta lagi er hugsanlegt að arkitektar veiti betri þjónustu en aðrir húsahönnuðir. I öðru lagi getur verið um að rœða að arkitektar hafi lœkkað þóknun sína miðað við aðra hönnuði, í þriðja lagi getur verið að það þyki „fínna11 að láta arkitekta hanna húsin. V/EGI ARKITEKTA SAMANBORIÐ VIÐ AÐRA HÖNNUÐI Fyrir um 10 árum var talið að af heildarhönnunarkostnaði vegna húsbygginga vœri hlutur arkitekta um 60%, en annarra hönnuða 40%. Þetta hefur breyst. Ef einungis er skoðaður hönnunarkostnaður og hlutur arkitekta í honum í þremur nýlegum dœmum, sést að hlutur arkitekta er um 40% og annarra hönnuða 60%, Hönnun lóðar er ekki með í þessum dœmum. Hér er um að rœða opinberar byggingar og fullnaðarhönnun þeirra. Ef skoðuð er hönnun, hönnunarstjórn, eftirlit og umsjón í samhengi er hlutfallið eftirfarandi: HÖNNUN: Arkitektar 40% Aðrir hönnuðir 60% EFTIRLIT: Arkitektar 15% Aðrir hönnuðir 85% SKIPTING HEILDARRÁÐGJAFARKOSTNAÐAR: Arkitektar 30% Aðrir hönnuðir 70% í þessum dœmum hefur komið í Ijós að hlutur hönnunar-, verkstjórnar og kostnaðareftirlits er að meðaltali 20-30%. hœrri en heildarþóknun til arkitekta vegna hönnunar. FJÖLGUN í HÖNNUNARSTÉTTUM ísland er í öðru sœti á Norðurlöndunum hvað varðar fjölda arkitekta á hverja þúsund íbúa. arkitektará Fjöldi íbúa arkitekta 1000 DANMÖRK 5,145.000 4920 0,95 ÍSLAND 252,000 193 0,77 NOREGUR 4,160,000 2820 0,67 FÆREYJAR 50,000 30 0,60 SVÍÞJÓÐ 8,414,000 3650 0,43 FINNLAND 4,900,000 1900 0,39 Haustið 1989 sóttu 128 nemendur í arkitektúr um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en 1979 voru 95 í námi. í skýrslu um arkitektaskóla á Islandi er spáð að 312 arkitektar verði starfandi hér á landi árið 1999. Ár Útskrifaöir arkit. Nemar 1959 35 6 1969 57 23 1979 109 95 1989 225 128 Tceknifrœðingum hefur fjölgað mest af stéttum sem starfa að umhverfismótun. Fjöldi bekra hefur ríflega þrefaldast á síðustu 10 árum. Árið 1979 voru þeir 300 en nú eru þeir 950. Reyndar hefur landslagsarkitektum fjölgað hlutfallslega mest en samanburður við tceknifrœðinga er tœplega réttlœtanlegur vegna þess að landslagsarkitektar eru ung og fámenn stétt. Fjölgun í öðrum stéttum er svipuð eða á bilinu 60 til 80 af hundraði frá árinu 1979. 1979 1989 Aukning %> ARKITEKTAR 110 193 75% VERKFRÆÐINGAR 746 1454 95% TÆKNIFRÆÐINGAR 300 950 216% INNANHÚSSARKITEKTAR 41 64 56% LANDSLAGSARKITEKTAR 5 18 260% BYGGINGARFRÆÐINGAR 39 70 80% NÝ STARFSVIÐ Á íslandi eru um 3%. arkitekta án atvinnu, á meðan meðalatvinnuleysi er 1,4%.. Svo hátt hlutfall er óviðunandi og mun það aukast verulega verði aðstceður óbreyttar. Ekki er hcegt að fjölga arkitektum mikið við hönnun húsa því hlutdeild þeirra þar er nú þegar um 80%>. Hver er þá hlutur arkitekta á nýjum starfsviðum í byggingariðnaði? Með auknum útboðum, meiri byggingarhraða, tíðum meistara- skiptum o.fl. hefur þörfin fyrir eftirlit og stjórnun byggingar- framkvcemda aukist verulega. Nœr öll þessi vinna er nú í höndum annarra hönnuða. Með flóknari framkvcemdum á öllum sviðum verður hönnun sífellt þýðingarmeiri. Nefna má vega- og brúaframkvcemdir fyrir milljarða króna, þar sem umhverfisþátturinn verður ce mikilvœgari. Ekki er nokkur starfandi arkitekt hjá Vegagerð rikisins. Sama gildir um vita- og hafnaframkvcemdir sem hafa úrslitaþýðingu fyrir ncer öll sjávarþorp á landsbyggðinni. Hjá Vita- og hafnamálastofnun starfar enginn arkitekt. Hjá Byggingadeild Reykjavíkurborgar, stœrsta húsbyggjanda iandsins, starfar enginn arkitekt. Á sama hátt má nefna Félagsmálaráöuneytið, Menntamálaráðuneytið, Brunamálastofnun ríkisins, Ríkisspítal- ana, ýmis stórfyrirtœki og stofnanir. Samkvœmt þessu œttu verketnin að vera nœg í framtíðinni fyrir íslenska arkitekta. ■ Aldís Norðfjörð 21 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.