Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 28

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 28
s Kennsla í byggingarlist á Islandi Mjór er mikils vísir. Arkitektaskóli í Finnlandi í byrjun aldarinnar. í byrjun árs 1988 var að frumkvæði þáverandi menntamálaráðherra sett á laggimar nefnd til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í húsagerðarlist hér á landi. I erindisbréfi nefndarinnar segir að henni sé ætlað að láta uppi rökstutt álit á hvort rétt sé að taka upp slíka kennslu hér og í annan stað hvar best væri að vista hana ef til kæmi. I nefndina voru skipuð Stefán Stefánsson, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Hörður Agústsson tilnefndur af Myndlista-og handíðaskóla Islands, Þorsteinn Helgason, prófessor, tilnefndur af Háskóla Islands, Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt og höfundur þessaragreinar tilnefnd af Arkitektafélagi íslands. Aður en þessi nefnd hóf störf hafði verið talað um mennntun- armálin á fundum í Arkitektafélagi íslands um langa hríð. Umræðan hafði að vísu oftast snúist um það, hvar ætti að vista þessa kennslu, hvort hún ætti að vera deild í Háskóla íslands eða hvort fremur ætti að tengja hana Myndlistarskólanum. Menn skiptust nokkuð í hópa um þetta mál og lítið miðaði í umræðunni. Þar kom þó að lokum að samstaða náðist um það í félaginu að mikilvægast væri að ákveða hvort stefna ætti að kennslu í greininni. Ef menn yrðu sammála um slíkt, væri næsta spuming hvar kennslan ætti að fara fram. Hér vorum við stödd þegar sjálf nefndin var sett á laggimar samkvæmt ósk Arkitektafélagsins. Strax var hafist handa við að afla gagna um viðfangsefnið eins og vera ber. Við kölluðum til okkar fólk, sem gefið gat mikilvægar upplýsingar, og síðast en ekki síst var útbúinn spumingalisti, sem sendur var til 9 arkitekta, er numið hafa við ólíka skóla í ýmsum löndum, og þeir beðnir um svör. Enhvaðmælirmeðoghvaðgegn kennsluí byggingarlist hér á landi? Lítum fyrst á þá þætti, sem mæla með slíkri kennslu. 26 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.