Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 31
við hlið annars sjálfstœðs verktaka á sama vinnusvœði. 2. Aðalverktaka, þar sem einn verktaki hefur yfirumsjón með verki og felur öðrum verktökum að framkvœma hluta verks, sem hann hefur tekið að sér. 3. Alverktaka, þar sem verktaki tekur að sér að hanna og framkvœma verk samkvœmt alútþoði. Við fagverktöku og aðalverktöku er tilboð jafnan gefið samkvcemt ýtarlega útfcerðri forsögn og teikningum, sem hafa verið unnar fyrir verkkaupa af ráðgjöfum hans, þ.e. arkitekt og ráðgjafarverkfrœðingi. Samkeþpni verktaka felst í þessum tilfelium eingöngu I framkvœmáaþáttunum. Eitt af einkennum hliðarverktöku og aðalverktöku erskilgreining ábyrgðar. Ábyrgð verktakans er aðskilin frá ábyrgð hönnuða og ráðgjafa verkkauþans. Verkkaupinn þarf að semja við fleiri aðila um framkvœmdina. Hann gerir samninga við einn eða fleiri verktaka og þannig er því einnig farið með samninga verkkauþa við arkitekt og aðra ráðgjafa. Sérstaða alverktöku felst í því, að umfram sjálfa framkvœmdina sér verktakinn einnig um hönnun verksins samkvœmt forsögn verkkaupa. Verkkaupinn þarf því aðeins að semja við einn aðila. Verktakinn er einn ábyrgur gagnvart verkkaupa. Hann rœður sér (gerir samning við) arkitekt og aðra ráðgjafa. Þeir eru því ráðgjafar verktakans. Þetta er afgerandi munur á samskiptum verkkaupa og hönnuða, sem verkkaupinn verður að gera sér grein fyrir. Umfang og eðli vinnuframlags arkitekta og ráðgjafar- verkfrœðinga ermjögsvipað hvortsem mannvirkjaframkvœmdir eru boðnar út skv. alútboði eða eftir hefðbundnari leiðum. Þeir verða undir öllum kringumstœðum að móta og þolhanna mannvirkið. Munurinn liggur fyrst og fremst í stöðu þeirra gagnvart verkkauþa. Venjulega er hönnuður trúnaðarmaður verkkauþa. Sá trúnaður er þrostinn, þegar um alútboð er að rœða og er það alvarlegt íhugunarefni bœði fyrir hönnuðinn og verkkaupann. Undirbúningurinn að alverktökuútboði krefst mjög mikils af verkkaupanum. Forsögn alútboðsins verður að vera þannig úr garði gerð, að tilboð bjóðenda séu samanburðarhœf, m.a. með tilliti til stœrðar og mótunar mannvirkisins, fyrirkomulags, gœða og verðs. Ef forsögnin er ófullnœgjandi er mjög erfitt að gera raunhœfan og sanngjarnan samanburð á tilboðum. Það er mín reynsla af þeim alútþoðum, sem ég hef átt þátt í, að forsögn útbjóðenda er í mörgum afgerandi atriðum ófull- nœgjandi og þversagnarkennd. Fyrir verkkaupann hafa al(verktöku)útboð ákveðna kosti: Alverktökuútboð gefa honum kost á að fá fleiri hugmyndir um það mannvirki, sem hann œtlar að byggja. Þau sþara honum alla yfirstjórnun á þyggingartímanum. Þá tryggja þau honum að framkvœmdirnar verði að veruleika fyrir umsamið verð á umsömdum tíma. Verkkauþinn þarf aðeins að gera samning við einn aðila, sem ber fulla ábyrgð á hönnun mannvirkisins og framkvœmd þess. En alútboð/alverktaka eru ekki gallalaus: Undirbúningurinn að alverktökuútboði krefst mjög mikils af verkkauþanum. Forsögn er allt of oft ófullnœgjandi. Verk- kaupinn hefur mjög lítil áhrif á mótun mannvirkisins og skuldbin- dur sig til þess að framkvcema það samkvœmt því tilboði, sem hann ákveður að taka. Verkkaupinn hefur engan aðgang að þeirri ráðgjöf, sem hann venjulega fœr frá arkitektinum og öðrum hönnuðum. Oft kemur það fyrir að gera verður breytingar á umsömdu verki og það setur verkkaupann í neikvœða samningsaðstöðu. Hér á undan hef ég fjallað um helstu kosti og galla alútboða, eins og málið snýr gagnvart verkkaupa. En það eru fleiri, sem hlut eiga að máli. Það eru bjóðendurnir - verktakarnir og ráðgjafar þeirra. Alútboð eru í eðli sínu lokuð útboð, þ.e, ákveðinn fjöldi verktaka er valinn eftir að ótilteknum fjölda hefur með auglýsingu verið gefinn kostur á að gera tilþoð. Þegar verktaki hefur verið valinn og útboðsgögn afhent, hefst hin eiginlega tilboðsgerð. Margir aðilar eiga þáttí gerð hvers tilboðs. Arkitekt- inn gerir frumdrög, forteikningar og síðan aðalteikningar mannvirkinu samkvœmt forsögn. Ráðgjafarverkfrœðingar fást við burðarþol, lagnir og raforkuvirki mannvirkisins. Þetta er að sjáfsögðu gert í fullu samráði við verktakann, sem að lokum gerir hið endanlega bindandi tilboð. Verkkauþi eða umþjóðendur hans yfirfara svo tilþoðin og er honum þá að sjálfsögðu skylt að taka hagstœðasta tilboði eða hafna öllum. Þóknun fyrir tilboðsgerð: Það gefur auga leið, að gífurlegt vinnuframlag er innt af hendi við gerð hvers tilboðs og tilboðsgerðinni fylgir því verulegur kostnaður. í þeim alútþoðum, sem ég hef átt aðild að, hefur þóknunin, sem verkkaupi greiðir fyrir tilþoðsgerðina, undan- tekningalaust verið í hróplegu ósamrœmi við vinnuframlag bjóðenda. Svo dœmi séu tekin: Hafnarfjarðarbœr bauð út íþróttahús og dagvistarheimili á síðastliðnum vetri. Tveir aðilar gerðu tilboð. Lauslega áœtlaður heildarkostnaður bjóðenda var í kringum 4-5 milljónir. Heildargreiðsla fyrir tilboðsgerð var 600 þúsund krónur. Þar að auki áttu skuldaþréf, sem tilheyrðu öðrum bjóðandanum, að koma sem greiðsla fyrir framkvœmdirnar að hluta til. Bjóðendum var þannig mismunað frá upphafi og telst slíkt brot á venjulegum viðskiptavenjum. Reykjavlkurborg bauð út_ dagvistarheimili við Malarás og Dyrhamra síðastliðið vor. Átján aðilar voru valdir úr hópi 30 verktaka. Ellefu skiluðu inn tilboði. Lauslega áœtlaður heildarkostnaður bjóðenda var í kringum 11-13 milljónir. Greiðsla fyrir tilboðsgerð var engin. Þrjú verðlaun voru veitt fyrir bestu tillögurnar. Enga þeirra er fyrirhugað að nota, Hafnarfjarðar- bcer bauð út nýjan grunnskóla síðla sumars. Sex aðilar gerðu tilboð. Lauslega áœtlaður heildarkostnaður bjóðenda var í kringum 12-15 milljónir, Heildargreiðsla fyrir tilboðsgerð var þrjár milljónir. Það kann að virðast fýsilegt fyrir útbjóðendur að bjóða út mannvirkjaframkvœmdir samkvœmt alútboði. Þeir fá ýtarlega unnin tilboð fyrir nánast ekki neitt. En þessi vinnuskilyrði eru ósanngjörn gagnvart bjóðendum og ráðgjöfum þeirra. Þá tel ég það ámœlisvert að opinberir aðilar skuli gefa slíkt fordœmi. Gerð forsagna: Forsögn fyrrnefndra alútboða hefur í mörgu verið illa unnin. Dœmi eru um að einn aðili vinni alla forsögnina, án þess að vera hœfur til þess að gera fullkomlega skil öllum sérsviðum, sem snúa að hönnun mannvirkisins, Forsagnirnar eru í mörgu sniðnar eftir hefðþundnum útboðslýsingum, jafnvel sérlýsingum ákveðinna húsa og verða af þeim sökum misvtsandi og þrengja að eðlilegu frelsi bjóðenda til kerfislausna, efnisvals og uppbyggingar mannvirkisins. Þá eru forsagnir oft svo almenns eðlis, að erfitt er fyrir bjóðendur að gera sér grein fyrir umfangi og magntöku ýmissa verkþátta. Versta tilfeliið sem ég hef kynnst er húsrýmisáœtlun að dagvistarheimilum fyrir Reykjavíkurþorg. Hún var svo almenns eðlis, að raunhœfur samanburður tilboða var í raun ómögulegur. í alútboði vegna nýs grunnskóla í Hafnarfirði var óskað eftir tilboði í ailar lausar og fastar innréttin- gar án þess að gefa til kynna neinar viðmiðunarmagntölur. Oskað var eftir tilboðum í lóð og leiktœki, en engar viðmiðunar- magntölur uppgefnar. Krafa um gerð, uppbyggingu greina- fjölda og plöntunaraðferð gróðurs var aftur á móti svo ýtarleg að það nálgaðist að vera broslegt, Þá var sett krafa um ákveðin lágmarksgœði ýmissa byggingahluta, sem geta í ákveðnum tilfellum stangast á við byggingarreglugerð. í alútboði um nýtt íþróttahús í Hafnarfirði lá til grundvallar gróf fyrirkomulagsteikning af húsinu ásamt forsögn. Það er að mínum dómi jákvœtt og eyksamanþurðarhœfnitilllagna. Það er, eins og áður hefur verið nefnt, grundvallarforsenda í alútboðum að vanda gerð forsagnar, llla unnin forsögn eykur 29 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.