Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 32
misrcemi I tilboðum, íþyngir bjóðendum með óþarfri vinnu og
skapar vanda við samanburð þeirra. Slðast en ekki síst, illa unnin
forsögn getur kallað ó breytingar eftir að samningar hafa tekist
milli verkkaupa og verktaka. Það getur orðið verkkaupanum
dýrt spaug.
Faglegur dómur tilboöa:
Samanburður ó tilboðum í alútboðum er mun flóknari en
samanburður tilboða í venjulegum útboðum. í venjulegum
útboðum er það fyrst og fremst verðsamanburður, sem mdli
skiptir. í alútboðum verður verkkaupinn að bera saman bœði
verð tilboðsins og tillöguna að mannvirkinu. i samanburðinum
verður bœði að taka tillit til fagurfrœðilegra og umhverfislegra
þdtta, ásamt innra fyrirkomulagi og notagildi, Þá skipta
verulegu máli hugsanlegirstœkkunarmöguieikar, möguleikará
fyrirkomulagsbreytingum, byggingartími, viðhaldskostnaður
og fleira, Markmið samanburðar tillagna er tvlþœft. Gagnvart
verkkaupanum skiptir verulegu máli að hann velji tillögu/tilboð,
þar sem samtvinnun gœða og verðs er ákjósanlegust. Þá eiga
bjóðendur réttmœta kröfu á ýtarlegum og óvilhöllum dómi.
í nokkrum þeirra alútboða, sem ég hef átt aðild að, hafa tilboð
verið metin eftir einhverskonar einkunnaskala, sem útbjóðandi
hefur látið útbúa, Þessi einkunnaskali var í upphafi útbúinn af
Byggingardeild Borgarverkfrœðings og við hann hefur síðan
verið stuðst, með smábreytingum. Skalinn er þriþœttur. Metið
er hvort tilboð séu í samrœmi við húsrýmisáœtlun forsagnar og
frávik uppgefin í tölulegum gildum, sem hlutfall af áœtlaðri
stœrð fyrirhugaðrar byggingar, samkvœmt forsögn.
Tölulegt mat er lagt á hönnunarvinnu arkitekta, fyrirkomulag,
gerð, útlit og lóð, Sama máli gegnir um tœknilegan frágang og
hönnunarvinnu verkfrœðinga, Að endingu er fundin
"deilitala", sem deilt er 1 tilboðsverð, og það viðmiðunarverð
látið ráða við mat tilboða.
Lengi má deila um ágœti fyrirkomulags alútboða, Eitt hafa þó
hönnuðir verið nokkuð sammála um. Það er vœgi og
uppbygging einkunnaskalans. Hann hefur að margra dómi
haft of lítið vœgi við mat tilboða og uppbyggingu hans er í
mörgu ábótavant. Flestir arkitektar telja að bygging verði að
endingu aðeins metin sem heild og óverjandi sé, að góð
bygging sé bara einhvers konar summa af gœðum einstakra
þátta.
Einkunnaskalinn er samkvœmt minni reynslu byggður upp á
mati einstakra þátta og summan af þeim látin ráða við
endanlegt gœðamat tilboðsins. Þetta hefur í för með sér að
tilboð getur virst ákjósanlegt, þegar summa einstakra þátta er
reiknuð út, þrátt fyrir að viðkomandi bygging sé í raun léleg ef
heildarmat er lagt til grundvallar.
Einn þáttur skiptir verulegu máli við tilboðsmat. Það er tilnefning
í dómnefnd, eða" matsnefnd", eins og sumir hafa kosið að kalla
það. Dómnefndin hefur ábyrgðarmikið starf með höndum og
er því eðlilegt að í henni sitji aðeins hœfir einstaklingar. AÍ hefur
tilnefnt aðila í dómnefnd, þegar þess hefur verið óskað, en um
slíkt er ekki alltaf að rœða. Frá sjónarhóli arkitekts er það
lágmarkskrafa að arkitekt sitji í dómnefnd og ég tel rétt að
Arkitektafélagið fái þar fulltrúa. Til þess að tryggja hcefni
dómnefndar er rétt, að henni verði falin umsjón með gerð for-
sagnar í samrœmi við óskir verkkaupa og hún dcemi síðan í
samrcemi við það, Þannig er því farið við almenna
arkitektasamkeppni, einmitt til þess að tryggja réttan dóm
byggðan á faglegri þekkingu.
Þessu grundvallarsjónarmiði hefur engan veginn verið fylgt í
þeim alútboðum, sem ég þekki til. Þegar leitað hefur verið til AÍ,
hefur það verið gert löngu eftir að forsögn hefur verið unnin,
Fagþekking arkitekta hefur því ekki verið nýtt við framkvœmd
alútboðsins. Sem arkitekts og aðila að tilboði er það sjálfsögð
krafa mln, að mat á minni vinnu sé gert af hœfri dómnefnd
með grundvallar þekkingu á mínu sviði.
Fjöldl bjóðenda:
Fjöldi bjóðenda í alútboðum hefur verið á bilinu tveir til átján.
Það segir sig sjálft af framansögðu, að eðlilegt vœri að takmarka
fjölda bjóðenda, Erlendis hefur sú grundvallarregla skapast, að
fjöldi bjóðenda sé á bilinu 2-5. Því fœrri sem gefinn er kostur á því
að gera tilboð, því stœrri er hvatinn til þess að hanna gott hús og
gera ýtarlega kostnaðarreikninga.
Frestur til að skila tilboði:
í allt of mörgum tilfellum er skilafrestur of naumur, Það getur haft
í för með sér hœttu á flausturslegum vinnubrögðum bjóðenda
og "vondri" byggingu þegar upp er staðið. Þrir mánuðir œttu að
vera algert lágmark til þess að gera tilboð samkvœmt
alútboðsformi.
Starfsreglur arkitekta:
Alútboð og framkvcemd þeirra er ekki í samrcemi við starfsreglur
Arkitektafélags íslands. Arkitektar vinna í samrœmi við
"samþykkt um störf arkitekta". Þar er m.a. kveðið á um skyldur
arkitekta gagnvart verkkaupa. í 3, grein segir "Arkitekt er
trúnaðarmaður og ráðgjafi verkkaupa. Verkkaupi greiðir honum
alla þóknun fyrir vinnu hans...." Það er Ijóst að alútboð vinna
beinlínis gegn þeim starfsreglum, sem arkitektar hafa
skuldbundið sig að fylgja, og eru til þess að eyðileggja trúnað milli
ráðgjafa og verkkaupa. Eg fce ekki séð að það sé I hag
verkkaupa, að þetta verði reglan við byggingarframkvœmdir.
Samkeppnistorm Arkitektafélags íslands:
Gagnvart arkitektum eru alútboð ákveðið afbrigði af
samkeppni. Arkitektar leggja að öllu jöfnu alúð í vinnu sína, hvort
heldur þeir taka þátt í venjulegri arkitektasamkeppni, eða
alútboði. Sá reginmunur er þó á alútboði og samkeppnisformi
AÍ að vinnuframlag þeirra skiptir nœsta litlu máli í alútboðum,
sökum þess hve illa er að þeim staðið. Forsagnirnar eru lélegar og
illa unnar og engin trygging er fyrir faglegri meðferð tilboða. Ég
vil því eindregið hvetja þá aðila, sem hafa hugsað sér að bjóða
út mannvirkjaframkvcemdir samkvœmt alútboði, að kynna sér
samkeppnisreglur AÍ. Þœr eru til í aðgengilegu formi. Félagið
aðstoðar við forsögn og dómnefndarstörf. Það tryggir faglega
umfjöllun og dóm.
Tillögur að úrbótum:
Það er Ijóst að mln reynsla af alútboðum er neikvœð. Það er brýnt
mál að draga einhvern iœrdóm af þeim alútboðum, sem farið
hafa fram hér á landi, Setja þarf reglur um tilhögun alútboða og
meðferð tilboða. Arkitektafélag íslands, Félag
ráðgjafarverkfrœðinga og Verktakasambandið œttu að vinna
saman að gerð slíkra reglna.
Alútboð er aðeins einn valkostur meðal margra:
Ákvarða þarf sanngjarna þóknun við tilboðsgerð. Útbjóðandi
œtti að bera kostnað af tilboðsgerð bjóðenda. í alútboðum
œttu verktakarnir að hafa fullt frelsi til þess að velja sjálfir
byggingaraðferð, kerfislausnir og efnisval. Bœta þarf gerð
forsagnar. Verkkaupinn œtti að ráða til sín ráðgjafa til að vinna
forsögn, hver á sínu sviði. Best vœri að dómnefnd vœri falið það
starf. Styrkja þarf faglegan dóm. Dómnefnd verður að skipa
hœfu fólki. Arkitektafélag íslands œtti að tilnefna 2 aðila I
dómnefnd. Takmarka þarf fjölda bjóðenda við 2-5. Alútboð
leysa I sjálfu sér engan vanda við byggingarframkvœmdir og
það er álitamál, hvort rétt sé að gripa til þeirra nema við
einföldustu mannvirki og þá því aðeins að forsögnin sé skýr og
afdráttarlaus. Ég vil að endingu hvetja arkitekta og
ráðgjafarverkfrceðinga til þess að hundsa með öllu alútboð, á
meðan engar skýrar reglur eru til um framkvœmd þeirra. Ef
einhverjir eru I vafa, þá leitið ráða hjá félögum ykkar, sem reynslu
hafa af þessum ósanngjarna leik.
Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt FAÍ.
30
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG