Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 45

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 45
1. 1. Kirkja í Stykkishólmi 2. Félagsheimili ó Sauðórkróki 1967. Líkan 3. Einbýlishús Hílmars Helgasonar Fitjum Kjalarnesi 1970? 4. Félagsheimili stúdenta við Hringbraut 5. Frumdrög að húsi Hilmars Garðarssonar 1971 6. Tillaga að skipulagi við Meistaravelli í Reykjavík heim frá námi í þessu fagi. Þá var ekki skafið utan af hlutunum, enda var maðurinn hreinskilinn og óragur við að láta skoðanir sínar í Ijós. í ávarpi, sem Jón Haraldsson flutti við skólaslit Leiklistarskóla íslands, daginn áður en hann lést, lýsir hann reynslu föður síns, er hann kom heim frá námi: Gerð voru hróp að honum á götum úti: „Atvinnuleikari, atvinnuleikari". Leiklistin virðist hafa skipað svipaðan sess í vitund landsmanna þá og húsagerðarlistin allt fram á síðustu ár. Fagmennska og menntun ekki alltaf metin að verðleikum. Þetta sœtti Jón sig ekki við og barðist bœði í rœðu og riti fyrir meiri reisn og virðingu húsagerðarlistinni tii handa, auk þesssem hann hvatti ósþart til samkeþpni um hönnun meiriháttar bygginga. En samkeppni er, eins og allir vita, ákjósanlegasta leiðin, ef rétt er að henni staðið, til þess að laða fram nýjar og ferskar hugmyndir, og þar með stuðla að þetri þyggingarlist. Honum var margt til lista lagt. Hann stundaði þœði söng- og málaralist í frístundum slnum og hefði án efa einnig orðið vel liðtœkur I leiklistinni, ef hann hefði lagt hana fyrir sig. Eftirlifandi eiginkona hans er Áslaug Steþhensen. Börn þeirra eru: Gyða, lífeðlisfrœðingur, Haraldur, myndlistarmaður, Stefán, leikari og Edda, menntaskólanemi. Jón gekk ekki heill til skógar hin síðari ár, eftir alvarlegt áfall, er hann varð fyrir, árið 1979 og var oft illa haldinn, þótt ekki léti hann mikið á þvl bera. Þrátt fyrir þetta dró hann ekki af sér við vinnu og lagði nótt við dag við að vinna þau verkefni, sem honum höfðu verið falin. Sextíu ár þykir ekki hár aldur nú á dögum, né þrír áratugir langur starfsaldur. Þó tókst Jóni Haraldssyni með eldmóði og skeleggri framgöngu í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur, að marka sporsínvíða.ogskapasérógleymanlegansess í hugum allra, sem honum kynntust. ■ Birgir Breiðdal 42 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 43 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.