Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 49

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 49
Time concrete frá 150 Robbertinkatu Helsinki. Stuðlar, tillaga að listaverki við Háskóiabíó. hina upprunalegu "fyrirmynd". Þessar skýru hugmyndalegu forsendur verka Rúríar og tengsl þeirra við conceptlistina hafa gert það að verkum að myndir hennar eru um margt ólíkar að efni og formi, en þó má ávallt merkja persónulegan þráð sem gengur (huglœgt) í gegnum verk hennar. En það sem hefur kannski markað sérstöðu Rúríar, sjónrœnt séð, eru hinar miklu stœrðir og rúmtak sem hún glímir við í verkum sínum. Lystiskálinn frá 1987 er 15xl5x4m,Rústfrá 1984 er 10x11 xl4m og Regnboginn verðurfullbúinn24 m að hœð. Höggmyn- dir listakonunnar eru því í flestum tilfellum virkur og afdráttarlaus hluti af viðkomandi umhverfi. Og þá erum við komin að þeim sérstœðu eiginleikum listakonunnar, að hún, fremur en margir aðrir myndhöggvarar, kann að aðlaga sig og vinna úr gefnu umhverfi. Hugmyndir listakonunnar eru aldreí innantómar hugleiðingar, heldur má ávallt merkja ákveðnar hugmynda- legar forsendur í inntaki verkanna sem tengjast viðkomandi staðsetningu. í Time/Concrete var það húsið við hliðina, í Regn- boganum flugið og himinninn, í Observatorium Polaris var það hafnarsvceði í Kaupmannahöfn þar sem skip frá íslandi lögðust að. Og sama má segja um formheim Rúría, Þrátt fyrir stœrðir, sem vart eiga sér líka í íslenskri höggmyndalist, þá ögrar hún sjaldnast umhverfi sínu, heldur nýtir hún sér það í eigin þágu á persónu- legan hátt, Nýjasta dcemið er höggmynd eða umhverfisverk sem hún var fengin til að gera tillögu að við nýbyggingu Háskólabíós. Verkið er ráðgert að vinna úr steinsteypu og gleri og verður það um 6 m á hceð. Umhverfið setti hér miklar skorður og þá ekki síst það að verkið skyldi jafnframt vera loftinntak fyrir loftrcestikerfi hússins. í þessu verki hefur Rúrí kunnað að vinna inntakslega og formrœnt út frá umhverfi sínu á margrceðan hátt. Verkið er "monumental" og kraftmikið, sett saman úr fjórum sexhyrningum, sem koma fyrir sjónir llkt og stuðla- berg sem er að gliðna í sundur. Stuðlabergsformin vísa til stuðlabergsformanna í aðalbyggingu Háskólans, en samtímis tekur listakonan fullt tillit til þeirra forma sem einkenna nýbyggingu Háskólabíós, Þetta verk er óvenjulega fullkomin lausn á umhverfislistaverki hér á landi. Það sýnir, líkt og mörg önnur verk eftir Rúrí, að þrátt fyrir að þau séu ýmist pantanir eða unnin við afar þröngar skorður, þá er hún ávallt samkvœm sjálfri sér. Henni tekst ávallt, og oft á undraverðan hátt, að nota eigið "listrœnt kerfi". Hið mikla umfjöllunarefni í list Rúríar er tíminn og tengsl hans við menninguna, Þessi tvennd, sem birtist samofin á margvíslegan hátt í minni og stœrri myndum hennar, gerir það að verkum að list hennar er krefjandi. Áhorfandinn greinir tilvísanir og les sig gegnum verkin samtímis sem hann er numinn af þeirri fegurð sem þau miðla. ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Gunnar B. Kvaran 47

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.