Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 57

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 57
BARNAGARÐUR Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt. SPÍRALGARÐUR Einar Sœmundsen landslagsarkitekt. Ísómetría af skipulagi heimasvœðis. SJÖ ÞEMAGARÐAR VIÐ GARÐYRKJUSKÓLANN Garðyrkjuskóli ríkisins var stofnaður að Reykjum í Ölfusi árið 1939. Fyrsti skólastjóri hans var Jón Unnsteinn Ólafsson og gegndi hann því starfi til dánardœgurs 22. nóvember 1966, en þá tók við starfinu Grétar J. Unnsteinsson og hefurhann haftþaðstarf með höndum síðan. Tilgangur skólans er m.a. að veita sérfrœðslu í garðplönturœktun og trjárœkt, skrúðgarðyrkju, ylrœktun, útimatjurtarœktun og umhverfis- og náttúruverndarmálum. Skólinn heldur í ár upp á 50 ára starfsafmceli sitt. Ýmislegt hefur verið gert á árinu til að minnast þessara tímamóta, t.d. opið hús á sumardaginn fyrsta í umsjón nemenda, og í vikunni 20.-27. ágúst var haldið garðyrkjuþing og garðyrkjusýning í samvinnu við öll félagasamtök innan garðyrkjunnar. Á afmcelissýningunni voru afhentir sjö þemagarðar ískrúðgarði 54 skólans og eru þeir sameiginlegt framlag Félags íslenskra lands- lagsarkitekta, Féiags skrúðgarðyrkjumeistara og Félags garðplöntuframleiðenda í tilefni 50 ára afmœlis Garðyrkju- skólans. Mestöll vinna þessara aðila er í sjálfboðavinna. Með þessari þátttöku 1 mótun umhverfis skólans vilja félögin vekja athygli á faglegum vinnubrögðum á öllum stigum skrúðgarðyrkjunnar og um leið rcekta tengslin við skólann. Skipulag garðanna. Þemagarðarnir eru staðsettir samkvcemt heildarskipulagi heimasvceðis Garðyrkjuskólans, sem gert er af landslags- arkitektunum Reyni Vilhjálmssyni og Þráni Haukssyni í samvinnu við Grétar J. Unnsteinsson skólastjóra. Skólabyggingin erteiknuð af Hrafnkeli Thorlacius, og er um margt sérstök, einkum hefur gróðurskálinn vakið mikla athygli. Garðarnir eru láréttir í hallandi landi, og trappast niður frá ARKITEKTÚR OG SKIPULAG DVALARGARÐUR Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt. LYSTIGARÐUR Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt. FENJAGARÐUR Pétur Jónsson landslagsarkitekt. FLJÓTANDI LIST Oddur Hermannsson landslagsarkitekt og Halldór Ásgeirsson myndlistarmaöur. skólabyggingunni í beinu framhaldi af gróðurskálanum. Stígur tengir garðana saman og myndar hringleið. Hver garður er 9 x 9 m að innanmáli, umlukinn 2 m háu viðjulimgerði. Garðarnir eru hluti af kennslu- og sýningarsvœði skólans, og jaf nt fyrir nemend- ur sem almenning. Gert er ráð fyrir að innihald garðanna geti verið breytilegt, þó ytri umgjörð haldi sér. Félag íslenskra landslagsarkitekta stóð fyrir samkeppni meðal félagsmanna þar sem óskað var eftir tillögum um innihald einstakragarða. Dómnefndskipaðriskólastjóra.skipulagshöfund- um og formanni skrúðgarðyrkjumeistara, Markúsi Guðjónssyni, barst21 tillaga. Sjötillögurvoruvaldartilútfcerslu,ogbuðuþcer upp á fjölbreytt innihald, eins og nöfn garðanna gefa til kynna. Guðmundur Sigurðsson landslagsarkitekt hafði umsjón með framkvœmd verksins. Eftirtaldir aðilar lögðu til efni í garðana: Steinaverksmiðja B.M. Vallá, Steypuverksmiðjan Ós, Hellusteypan Stétt, Barnasmiðjan, Garðhúsið, Orka, Vélsmiðjan Héðinn, Garðaprýði, Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður, og félagsmenn í Félagi garðplöntuframleiðenda, sem lögðu til bróðurpartinn af plöntum í garðana. Eftir á að hyggja virðist ótrúlegt hve marga tókst að virkja á stuttum tíma í þessu verkefni, og er það jafnvel einsdœmi á okkar tímum. ■ Guðmundur R. Sigurðsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitektar 55 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.