Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 71

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 71
áratugur 20. aldar var tími stöðnunar í Boston. Harla lítið var byggt þar á þessum árum en margir telja að það hafi bjargað sérkennum Boston að hún naut ekki svipaðs vaxtar og aðrar borgir á þessum tíma. Nú þyggist veldi Boston á stjórnsýslu sem höfuðþorgar Massachusetts, Miðborgin var að hluta til endurbyggð á 7. áratugnum, eftir skipulagi I.M. Pei, til að gera hana hœfa fyrir það hlutverk. Einnig nýtur þorgin góðs af því starfi sem fram feríháskólunum þremur, Boston University, MIT og Harvard. Vaxandi viðskiptalífi og stjórnsýslu í miðborginni fylgdi margvísleg önnur starfsemi. Fljótlega varð þörf fyrir meira landrými og áhugi vaknaði fyrir að nýta gömul vannýtt hafnarsvœði. Það sem síðan hefur verið byggt við höfnina er einkum fyrir miðbœjarstarfsemi en er að ýmsu leyti einnig tengt höfninni.sjómennskuogsiglingum. Sœdýrasafnið NewEngland Aquarium, hótel, skrifstofur og verslanir voru byggð á gömlum bryggjum og einnig nokkur 2ja til 3ja hœða Ibúðarhús í tengslum við smábátahafnir. Sœdýrasafnið er reyndar orðið fulllítið fyrir starfsemina og litlir möguleikar á stœkkun, Þeir vilja því flytja og hafa augastað á gamalli skipasmíðastöð þar sem nota má þurrkvíar fyrir laugar handa stœrstu dýrunum. Uppbyggingin við höfnina þykir hafa tekist vel og er nú svo komið að ásókn í dýrmœtt hafnarland er það míkil að hafnarfyrirtœkið, Boston Massport, er undir þrýstingi að selja land sem það vill ekki láta af hendi. Báturí eigu Boston Massport gengurmillimiðbœjarinsog flugvallarsvceðisins og tekur ferðin yfir höfnina aðeins 7 mínútur. Að vlsu þarf að taka rútu frá hafnarbakkanum til flugstöðvarinnar en bátsferðin styftir ferðalagið þó nokkuð þvl umferðin getur verið þung I gamla borgarhlutanum. í Boston eru mörg ágœt daemi um nýjan arkitektúr. Byggingarnar sem hér verður fjallað um eru þó gamlar; voru endurnýjaðar fyrir fáum árum og nefnast einu nafni Faneuil Hall Marketplace. Faneuil Hall Marketplace er á besta staöl Boston, einskonar tengiliður milli miðbœjarins og hafnarinnar. Markaðurinn er þrjár samsíða byggingar og er sú I miðið reyndar oftar nefnd Quincy Market eftir borgarstjóranum Joshia Quincy sem lét reisa húsið árið 1826. Rouse Company keypti byggingarnar árið 1975 og réð arkitektinn Benjamin Thompson til að vinna að endurnýjun þeirra. Quincy Market er veglegust bygginganna þriggja, rlflega hundrað metra löng úr graníti og múrsteini með myndarlegu hvolfþaki fyrir miðju. Húsinu var talsvert breytt I áranna rás og þegar að endurnýjun kom stóð valið á milli þess að breyta húsunum til upprunalegs horfs eða að breyta sem minnstu og leyfa húsunum þannig að segja eigin sögu. Fyrri kosturinn var valinn og fylgt út I hörgul. Granítið var t.d. sótt gamlar múrsteinahleðslur I innréttingum. I þessum húsum eru einkum fataverslanir, gjafavöruverslanir og skrifstofur. Rouse Company á Faneuil Hall Marketplace en stundar engan annan rekstur þar sjálft, Þeir velja mjög vandlega þau fyrirtœki sem þeir leigja til enda vilja þeir viðhalda ákveðnu munstri og fjölbreytni. Jafnvel tónlistarmenn sem vilja troða upp hjá markaðnum verða að mœta I áheyrn og fá síðan úthlutað einhverjum hentugum tíma. Nýir leigjendur fá nákvœmar I sama grjótnám og notað var á 18. öldinni. í Quincy Market er einkum veitingasala, bœði almennir veitingastaðir og skyndi- bitastaðir. Veitingastaðirnir teygja sig gjarnan útlglerskála sem byggðir voru beggja vegna við Quincy Market. í glerskálunum eru einnig leigð út stœði undir fyrirferðarminni verslanir sem má þá taka niður að kveldi og setja upp að nýju að morgni. Glerskáiana má slðan opna út á göngugötuna á góðviðrisdögum. Hinum tveimur húsunum var breytt öllumeira, Þau eru reyndar röð húsa sem voru byggð á löngum tíma eftir efnum eigenda þeirra og ástœðum. Þau fengu nýja framhlið og einfaldara útlit en Quincy Market en eru úr sama efni, granlti, múrsteini, stáli og gleri. Hins vegar má víða sjá upþ- runalega burðarvirkið og 1 v TH. t. Í~J ’-ffl ^r */- - r w jbBJ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 69

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.