Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 86

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 86
NATTURUEFNI sem vinnur hratt á eftir áralanga lœgö Það er stundum haft á oröi aö raunveruleg lífsgœði felist í því að umhverfi okkar og það sem því tilheyrir höfði nœsta jafnt til þriggja þátta mannlegrar tilveru: vitsmuna, trúar og tilfinninga. Þeir sem hanna og þyggja húsnœði verða að hafa þessa þrenningu I huga, ekki síður en aðrir. Hvort sem byggt er til íbúðar, starfa eða leiks þarf byggingin að vera innan marka þess sem á hverjum tíma telst skynsemi. Höfði hönnun og frágangur hins vegartilkaldravitsmuna einna lítumviðekkivið afrakstrinum, því okkur þykir þar tilfinningum okkar misboðið. Jafn mikilvœgt er að tekið sé tillit til venja og hefða þeirra sem flokkast undir hugtakið trú í sinni víðustu merkingu. Þótt gólfefni tengist að jafnaði meir iljum okkar en öngstrcetum hugans lúta þau svipuðum lögmálum og annað, Lögmálum sem stundum eru nefnd lögmál markaðarins, þar sem auglýsendur hafa til- einkað sér þau og nýtt. Gólfefni þurfa að höfða til okkar, þurfa að falla að því lífsmynstri sem við leggjum okkur og þeirri ímynd sem við höfum af sjálfum okkur. Síðustu áratugi hefur lífsmynstur í vestrœnum samfélögum verið háð örum breytingum og sjálfsmynd okkar hefur skoppað nœsta stjórnlaust á ólgusjó hverfulleikans. Það hefur ekki verið létt verk fyrir hönnuði og aðra sem þurfa að taka ákvarðanir um efnisval til húsbygginga að fylgja þeim tískusveiflum sem orðið hafa. Steinsteyþa - múrsteinn - viður, Tekk - palisander - fura. Nylon - ull - vinyl - linoleum. Öli hafa þessi byggingarefni sannað gildi sift að einhverju. Vinsœldir þeirra hafa hins vegar verið mjög breytilegar og oft erfitt að ráða í hvað veldur. Eitt þeirra efna sem hafa orðið að þola verulegar sveiflur í þessum efnum er linoleum. Fljótlega eftir að framleiðsla efnisins hófst að marki á síðustu öld varð það vinscelt og þá einkum á gólf í byggingum þar sem nokkuð var borið í. Notkun þess varð nokkuð almenn fyrstu áratugi þessarar aldar, en síðar vék það fyrir öðrum efnum um sinn. Það var að vísu einkum hlutur linoleums í íbúðarhúsnœði sem rýrnaði, því efnið hélt sínu að mestu í atvinnuhúsnœði. Linoleum var á gólfinu hjá afa og ömmu. Það var orðið gamal- dags þegar týnda kynslóðin var að aiast upp, nœstum "púkó" á valdatfma nylonteppa og vinylflísa. Um tíma þófti það hinn versti ókostur á húsnœði að f þvf vœru linoleumgólf, Nú sœkir linoleum fram að nýju, Hagkvœmni þess í innkaupum og viðhaldi höfðar til skynsemi nútímamannsins. Trúin á gildi hins náttúrlega og nauðsyn þess að nota náttúrleg efni umfram gen/iefni styður notkun þess, Tilfinningaleg tengsl við fortíðina fela hjá mörgum ísér minningabrottengd linoleum, auk þess að það er hin þcegilegasta tilfinning að ganga á efninu, jafnvel með berar tœr. í dag stendur því linoleum að nýju jafnfœtis öðrum möguleikum þegar hugað er að gólfefnum. Arkitektar sjá efnið í vaxandi mœli sem raunhœfan valkost og finna nýja og nýja möguleika til beitingar þess. Þeir sem þurfa að reka stórar byggingar, þar sem mikið mœðír á gólfum, hafa langa reynslu af linoleum sem efni sem þarfnast lítils viðhalds og auðvelt er að halda hreinu. Mesta breytingin felst í því að einstaklingar hafa að nýju fengið augastað á efninu sem hluta af nánasta umhverfi sínu. Orsaka þessarar uppsveiflu er að mestu að leita I eiginleikum linoleumS. NÁTTÚRUEFNI Linoleum ernáttúruefni. Að auki erefnið alþjóðlegt í eðli sínu, því hráefnið er fengið frá fjórum heimsálfum. Línolía er unnin úr hörfrcejum og er fengin frá Suður-Ameríku, Argentínu, Norður-Ameríku og Kanada. Jútudúkur, sem er undirlag linoleum-dúksins, er framleiddur úr basttrefjum og er fluttur til framleiðslunnar frá Asíu, nánar tiltekið frá Indlandi og Bangla- desh, Trésag er fengið frá Evrópuríkjum, til dœmis frá Þýskalandi og Skandinavíulöndum. Hið sama er um náttúrleg litarefni að segja. Portúgal er svo fengin trésterkja og börkur korkeikarinnar, sem gefur linoleum mýkt og sveigjanleika. Við framleiðslu linole- ums er fyrsta stigið gerð bindiefnis með blástri á súrefni gegnum blöndu af línolíu og trésterkju við háan hita. Bindiefnið er síðan blandað trésagi, korki, steinefnum og litar- efnum. Efnið er að þessu loknu pressað á jútudúk í miklu valsaverki. Fullgerter linoleum látið hanga nokkrarvikur við háan hita. Þar nœr efnið "þroska". Slðasta framleiðslustigið er svo hlífðarhúðun og þar með er linoleum tilbúið á markað. 84 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.