Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 88
HAGKV/EMNI
Útreikningar sem taka til stofnkostnaðar, lagnar og endingar
sýna að linoleum er mjög hagkvœmt samanborið við flest önnur
gólfefni. Af almennum efnum er einungis steinn endingarbetri
en linoleum, Sé tekið tillit til upphaflegs kostnaðar efnisins,
kostnaðar við endurnýjun, hœkkunar d verði efnis, vaxta sem
ella fengjustaffjármagniogviðhaldskostnaðikemurhagkvcemni
linoieums fyrst alveg í Ijós. Linoleum stendur þá jafnfcetis
gegnheilu vynil önnur efni reynast mun dýrari þegar miðað er
víðmeðal íftíma bygginga.Sparnaðuríviðhaldiveguraukþess
í mörgum tilvikum þungt. Þurrhreinsun á linoleum getur dregið
úr viðhaldskostnaði um allt að 30%, samanborið við
blauthreinsun.
GÓÐ ENDING
Algengt er að linoleumdúkur endist áratugum saman þótt mikið
mœði á. Meðan gerviefni á gólf voru við hámark vinscelda
sinna var það mörgum eiganda eldra húsnceðis raun að linole-
umdúkurinn á gólfunum vildi ekki slitna, Efnið varjafnframt með
þeim ósköpum gert að líta alltaf út fyrir að vera nýtt og var því
tákn "gamaldags" smekks. Þeir sem ekki tímdu að rífa óslitinn
dúkinn af eru hins vegar fegnir þvíí dag, þegar náttúrleg gólfefni
eru að nýju að ná vinsceldum. Linoleumefnið á gólfunum hjá
þeim er enn jafn óslitið og rétt eins og nýtt og nú er það tákn
nýrrar físku. Rétt viðhald er að sjálfsögðu grunnur góðrar ending-
ar.
ELDÞOL
Eldþol linoleums er mikið, Við tilraunir hefur reynst erfitt að fá
efnið til að loga og það viðheldur að auki ilia eldi. Efnið þolir
meðal annars logandi sígarettuglóð. Ef óhöpp verða má eyða
litbreytingunni með stálull eða sandpappír og þegar borið hefur
verið yfir svœðið sjást engin ummerki. Þessi kostur hefur vegið
þungtí vali á linoleum á margar opinberar byggingar, þar sem
skeytingarleysis gagnvart umhverfi gcetir nœr daglega. Óhöpp
með eld, til dœmis! vindlingum, verða einnig í heimahúsum.
EFNAÞOL
Linoleum þolir uppleystar sýrur, olíur, fitur, feiti og mörg leysiefni.
Efnaþol gerir linoleum sérstaklega vœnlegan kost á gólf í
rannsóknarstofum og mörgum öðrum vinnusvceðum. Á heimil-
um hefur efnaþolið jafnframt oft komið sér vel á eldhúsum,
baðherbergjum og í geymslum, Ýmis hreinsiefni eru þó
óheppileg á linoleum. Einkum þau efni sem innihalda salmíak.
UMGANGSÞOL
Hcegt er að fá linoleum í mismunandi þykktum og breytilegt að
styrkleika. ÞynnstidúkurinnerC2.0mm. MilliþykkurdúkurerB2,5
mm. Þykkasti dúkurinn er A 3.2 mm. Þynnsta dúknum (C) er
cetlaður staður á gólfum dvalarherbergja af ýmsu tagi, Þar er
meðtalin notkun á almennum heimilum. Mœlt er með milliþykkt
(B) á vinnusvœði þar sem umgangur er mikill, en þykkast (A) er
linoleum notað á atvinnuhúsnœði, í strœtisvagna og annars
staðar þar sem umferð er bceði mikil og samfelld. Efnið hefur
reynst sérstaklega vei í byggingum þar sem mikil umferð er af
gangandi fólki, tcekjavögnum og öðrum flutningum á hjólum.
Einkum þar sem mikilvcegt er að gólf þarfnist lítils viðhalds eða
endurnýjunar og þar sem greiðlega verður að ganga að þrífa.
Linoleum hefur víða verið notað á gólf heilbrigðisstofnana,
meðal annars vegna möguleika sem sveigjanleiki efnisins og
samsuðuaðferðir gefa til þess að loka gólfum og kverkum milli
gólfa og veggja, Með því hefur tekist að komast fyrir mörg þau
hreinlcetisvandamál sem þjakað hafa stofnanir um langt árabil.
LITFESTA
Linoleum heldur vel lit og áferð. Efnið tekur ekki á sig slitáferð eða
aukinn glans með aldri, líkt og mörg vinylefni gera. Þessi eiginleiki
getur verið sérstaklega mikilvœgur þar sem litaval er sérstakur
þáttur hönnunar byggínga og mannvirkja. Breytingar á lit og
áferð geta raskað jafnvœgi í útlíti og jafnvel orðið til þess að
skerða verulega gildi hönnunarinnar. Upplitun hluta gólfflata af
völdum slits verður einnig oft áberandi lýti.
HLUTLEYSI
Linoleum er hreint náttúruefni. Það hefur ekki raskandi áhrif á
umhverfi sitt og mengar ekki, Tilbúin litar- og mýkingarefni eru
ekki notuð í linoleum, eins og í mörg gerviefni, þar á meðal P.V.C.
Efni þessi geta haft heilsuspillandi áhrif. Röskun lífríkis og allt það
sem lýtur að mengun hefur orðið mönnum vaxandi áhyggjuefni
á undanförnum árum. Notkun efna sem ekki menga út frá sér
við athafnir og uppbyggingu verður sífellt mikilvœgari þáttur
sjálfsmyndar okkar. Linoleum hefur jafnframt reynst mjög góður
valkosturí húsnœði fyrir þá sem þjást af ofnœmi og veldur mjög
sjaldan ofnœmiseinkennum.
HLUTLÆGNI
Nœr ótœmandi möguleikar! hönnun með linoleum gera efnið
að virkum þœtti í hönnun og útfœrslu húsnceðis þar sem það er
notað. Mikið litaúrval og mynsturmöguleikar geta gert linoleum
að rmikilvœgum hluta umhverfisins. Þessir eiginleikar linoleums
hafa orðið til þess að fólk sér nú gólfflöt sem vettvang
persónulegrar _ úrvinnslu, en ekki sem hlutlausan þátt
umhverfisins. í tómstundaherbergjum og á svœðum þar sem
börn eru oft að leik má með lagningu mynsturs í gólfi leggja
grunn að þroskandi leikjum og annarri athafnasemi. í
fyrirtcekjum og stofnunum má einnig beita gólfmynstri til þess að
stýra umferð þeirra sem þangað scekja þjónustu, á þann veg
að vísbendingar verði eðlilegur hluti umhverfisins en ekki
aðskotahlutir. I dag er það ce algengara að fyrirtceki noti þessa
möguleika. Litaúrval er mikið og með skurðarhnífinn að vopni
verða möguleikarnir í þessu efni ncer ótœmandi.
EINANGRUN
Linoleum einangrar vel frá rafmagni, Efnið heftir einnig myndun
stöðuspennu og er því heppilegt þar sem mikið er um viðkvœm
rafeindatœki, Þessi eiginleiki fcer aukið mikilvœgi með hverju ári
sem líður. Flestir vinnustaðir nota rafeindatceki að einhverju
marki, bceðí tölvur og mcelitceki. Stöðuspenna getur truflað
starf þessara tcekja, auk þess að einangrun frá jarðsambandi
getur verið mjög mikilvceg. Hljóðeinangrun linoleums getur
verið nokkur, einkum ef notað er Corkments- undirlag.
Hljóðeinangrun efnisins sjálfs getur verið ncerri 6 desibelum, en
með undirlagi er hœgt að auka hana í 14 desibel.
Hitaeinangrun linoleums er jafnframt merkjanlegur hluti
heildareinangrunar húsnœðis.
AUKIN NOTKUN
Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun linoleums sé hluti af
stefnubreytingu sem að nokkru er óháð tískusveiflum.
Stefnubreyting þessi stafar af því að eftir nokkurra áratuga
notkun gerviefna höfum við nú gert okkur grein fyrir veigamiklum
og óheppilegum áhrifum þeirra á umhverfi. Þar af leiðandi
hneigjumst við að nýju að náttúruefnum. Fátt bendir til þess að
"gallalaus" gerviefni finnist og verði hœf til almennrar
framleiðslu á komandi árum. Ætla má því að vinsœldir
náttúriegra efna séu komnar til að vera. Hvort linoleum verður
aftur að þola sveiflu niður, að þessu sinni í samkeppni við önnur
náttúrleg gólfefni, getur tíminn einn leitt í Ijós. Nú er þetta efni!
mikilli sókn. ■
Halldór K. Valdimarsson.
86
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG