Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Page 1

Skessuhorn - 30.11.2022, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 48. tbl. 25. árg. 30. nóvember 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur bifreiða eigi rétt á að fá viðgerðar- og þjónustu sögu bílsins afhenta rafrænt. Þannig má kalla fram allar upplýsingar um viðgerðar- og þjónustu sögu bílsins á einum stað. Nýtt fyrir tæki rekur vefsíðuna thjonustubokin.is og býður það upp á þjónustu fyrir bíleigendur og -kaupendur. „Þjónustubókin er ný rafræn lausn sem aflar upplýsinga um viðgerðar- og þjónustusögu bif- reiðar frá bifreiðaumboðum og -verkstæðum á grundvelli umboðs frá eigendum viðkomandi bifreiða. Eigendur bifreiðanna geta svo nálgast upplýsingarnar og fengið samræmda skýrslu um viðgerðar- og þjónustusögu bifreiðanna, auk frekari upplýsinga m.a. úr ökutækjaskrá. Skýrslurnar geta bifreiðaeigendur m.a. notað til þess að veita væntanlegum kaupanda upp- lýsingar um viðhald og þjónustu sem bifreiðin hefur fengið,“ segir í tilkynningu. Þá segir að slíkar skýrslur auki ekki einungis traust neytenda og kaupenda bifreiða heldur munu þær draga úr umsýslukostnaði eigenda og verkstæða við upplýsingöflun. Þjónustu- bókin sækir upplýsingarnar á grundvelli umboðs frá bifreiðareiganda sem veitt er þegar skilmálar Þjónustubókarinnar eru samþykktir. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur verið starfsmönnum Þjónustubókarinnar innan handar við þróun lausnarinnar. mm Jólafundur Rekka- og Svannasveitar Skátafélags Akraness var haldinn síðastliðið mánudagskvöld. Það var síðasti fundur ársins en fundir eru haldnir í sveitinni með reglulegu millibili yfir árið. Iðulega sækja fundina um 25-30 skátar, flestallt konur sem hafa verið innviklaðar í skátahreyfinguna frá barnæsku. Hér er verið að slíta fundi á hefðbundinn hátt en þá taka skátar höndum saman og syngja Bræðralagssönginn. Sjá nánar bls. 17. Ljósm. gbþ Tímamót fyrir bifreiðaeigendur og kaupendur bifreiða Skjáskot af upphafssíðu thjonustubokin.is. Kaupandi að bíl eða bíleigandi fer á síðuna, óskar upplýsinga um ákveðið bílnúmer, fer þá inn með raf- rænni skráningu og óskar eftir upplýsingum um bílinn. Þjónustubók kallar eftir upplýsingum um viðgerðar- og þjónustusögu sem verkstæðum og umboðum er skylt að gefa upp samkvæmt úrskurði Persónuverndar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.