Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Page 6

Skessuhorn - 30.11.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20226 Á fundi menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar í síðustu viku var rædd staða verkefnis er varðaði 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar, kostnaðaráætlun og næstu skref. Þar þakkaði nefndin þeim Erni Smára Gíslasyni hönnuði og Ólafi Páli Gunnarssyni ráðgjafa fyrir þeirra vinnu vegna fyrirliggjandi hugmyndar að leturvirki á Breið. Menningar- og safnanefnd segir í fundargerð að hugmyndin sam- ræmist ekki hönnun Breiðarsvæðis- ins og verði verkið því ekki fram- kvæmt. Hugmyndin gæti þó nýst á síðari stigum á öðru svæði á Akra- nesi og af öðru tilefni ótengt hlut- verki menningar- og safnanefndar eða afmælisári Akraneskaupstaðar. Menningar- og safnanefnd hyggst nýta það fjármagn sem eftir er til ráðstöfunar vegna afmælis- hátíðarinnar til kaupa á leiktæki sem nýst gæti börnum á Akranesi og lagði nefndin til að Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra Akra- neskaupstaðar yrði falin útfærsla hugmyndarinnar að höfðu samráði við skipulags- og umhverfissvið og sviðsstjóra mennta- og menningar- sviðs Akraneskaupstaðar. vaks Ók á hross DALIR: Ökumaður sem var á ferðinni á móts við bæinn Lindarholt á Vestfjarðavegi síðasta sunnudagskvöld til- kynnti að hann hefði ekið á hross á ferð sinni. Hrossið lenti á hægra framhorni bif- reiðarinnar og skemmdist bíll- inn nokkuð við áreksturinn. Hesturinn hljóp síðan ásamt tveimur öðrum út í myrkrið en líklegt þykir að þeir hafi sloppið úr girðingu. Haft var samband við eiganda hross- anna og ætlaði hann að kanna ástand þeirra. -vaks Tilboð opnuð í raforkukaup AKRANES: Á fundi skipulags- og umhverfisráðs síðasta mánudag voru opnuð tilboð í „Raforkukaup Akra- neskaupstaðar“ og bárust til- boð frá þremur aðilum; Orku- sölunni, N1 Rafmagni og Orku Náttúrunni. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðenda, þ.e. N1 Raf- magn. Fyrirtækið bauð 5,98 kr. á kWh fyrir almenna notkun og sama verð fyrir götulýsingu. -vaks Skemmdu bárujárn AKRANES: Í liðinni viku um klukkan ellefu að morgni voru framin eignaspjöll á bárujárnsklæðningu á húsi við Skólabraut á Akranesi og er tjón metið á um hálfa milljón króna. Grunaðir eru tveir dökkklæddir drengir sem hlupu í burtu af vettvangi. Málið er í rannsókn en skoða þarf eftirlitsmyndavélar sem eru á nærliggjandi stöðum til að reyna að finna út hverjir voru þarna að verki. -vaks Lögreglumaður varð fyrir árás AKRANES: Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um stympingar fyrir utan Útgerðina bar við Stillholt. Lögregla kom á staðinn og hafði afskipti af slagsmálunum sem lauk með því að sparkað var í andlit og líkama lögreglu- manns sem slasaðist við það. Árásarmaðurinn var handtek- inn og á von á kæru. -vaks Tveir nýir forstöðumenn BORGARB: Í október var auglýst eftir forstöðumanni í félagsmiðstöðinni Óðali og forstöðumanni í frístund í Borgarnesi. Fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar að nú hafi verið ráðið í þessar tvær stöður. Katla Gunnars- dóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns í Óðali og hefur störf 1. janúar næst- komandi. Katla hefur síðustu ár unnið í Öldunni og er með reynslu úr skólasamfélaginu. Hún er með BA próf í upp- eldis- og menntunarfræði. Hugrún Harpa Guðjónsdóttir er nýr forstöðumaður í frí- stund í Borgarnesi og tekur við af Svölu Eyjólfsdóttur sem fór í önnur verkefni fyrir sveitarfélagið. Hugrún Harpa starfaði sem deildar- stjóri hjá Klettaborg og vann áður lengi sem forstöðumaður á frístundarheimili í Reykja- vík. Hún er með uppeldis- og menntunarpróf. -vaks Kynnti nýja ábendingagátt BORGARBYGGÐ: Á fund byggðarráðs mætti sam- skiptastjóri sveitarfélagsins og kynnti nýja ábendingagátt sem hefur verið í þróun frá því í upphafi sumars. Um er að ræða tæki til framþróunar á stafrænni þjónustu til að bæta samskiptaleiðir íbúa við stjórnsýsluna. Hver ábending eða kvörtun til sveitarfélagsins mun fá sérstakt málsnúmer og verður erindum sjálfkrafa beint til þeirra embættismanna sem ábendingin snýr að. „Byggðar- ráð þakkar Maríu Neves sam- skiptastjóra fyrir góða kynn- ingu. Ábendingargáttin er til þess fallin að auðvelda íbúum að koma erindum á framfæri við sveitarfélagið. Byggðar- ráð bindur sömuleiðis vonir við að eftirfylgni ábendinga verði enn betri í framhaldinu. Ný ábendingagátt er mikil- vægt skref í þróun stafrænnar stjórnsýslu,“ segir í bókun byggðarráðs. -mm Á laugardagsmorgninum barst Landhelgisgæslunni beiðni frá skipstjóra Runólfs SH frá Grundar- firði um aðstoð. Vélarbilun hafði orðið í framdrifsgír skipsins þar sem það var statt um 16 sjómílur vestur af Látrabjargi. Nokkru síðar hafði skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna en þá var lítils háttar leki kominn að skipinu sem dælur um borð réðu þó við. Varðskipið Þór var við Bíldudal og var því ekki um langa siglingu að ræða til hjálpar. Varðskipsmenn skutu línu á milli skipanna og að því búnu var haldið áleiðis með Runólf til Reykjavíkur þangað sem skipin komu um hádegisbil á sunnudag. Strax var hafist handa við við- gerðir, en á síðu útgerðarfélags- ins G.Run kemur fram að ljóst sé að hún gæti tekið langan tíma. „Útgerðin þakkar áhöfninni fyrir æðruleysið og fumlaus vinnubrögð við að koma skipinu til hafnar,“ segir í tilkynningu. mm Hyggjast kaupa leiktæki fyrir börn á Akranesi Séð yfir Breiðina á Akranesi. Ljósm. frg Runólfur SH dreginn til Reykjavíkurhafnar Línu skotið á milli skipanna. Ljósm. LHG/ Sævar Már Magnússon. Runólfur SH var strax á sunnudaginn dreginn upp í slippinn í Reykjavík. Ljósm. G.Run hf.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.