Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 8

Skessuhorn - 30.11.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20228 Steypumót á flandri AKRANES: Eftir hádegi síðastliðinn miðvikudag var hringt í Neyðarlínuna og til- kynnt um að steypumót væru að fjúka á geymslusvæði á Akranesi. Lögregla fór á stað- inn og höfðu þá starfsmenn fyrirtækisins lokið við að sækja steypumótin og komið þeim á öruggan stað. -vaks Mannamót í janúar LANDIÐ: Búið er að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar 2023 frá klukkan 12:00 til 17:00. Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem hátt í þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Manna- móta er að kynna lands- byggðarfyrirtæki fyrir ferða- þjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Manna- mót. -mm Atvinnuleysi 2,8% í október LANDIÐ: Atvinnuleysi var 2,8% í október sl. samkvæmt árstíðaleiðréttum niður- stöðum vinnumarkaðsrann- sóknar Hagstofu Íslands. „Árstíðaleiðrétt atvinnuþátt- taka var 79,8% og hlutfall starfandi 77,5%. Árstíðaleið- rétt atvinnuleysi dróst saman um 0,8 prósentustig á milli mánaða á meðan árstíðaleið- rétt hlutfall starfandi jókst um 0,9 prósentustig. Leitni árs- tíðaleiðrétts atvinnuleysis hélst stöðugt síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi dróst saman um 0,2 prósentu- stig,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. -mm LED-væða götu- ljós í Búðardal DALIR: Í Búðardal er nú hafin LED-væðing götulýs- ingar en í því felst að skipta út lömpum á ljósastaurum. Á vef Dalabyggðar kemur fram að búið er að skipta um lampa á Miðbraut, Ægisbraut og Borgarbraut og verði haldið áfram frekari LED-væð- ingu á næstu misserum sam- hliða því að skipta um perur og viðhalda eldri staurum. Þá segir að markmiðið með þessum breytingum sé að ná fram betri lýsingu og um leið spara rekstrarkostnað við götulýsingu en dæmi eru um að sveitarfélög hafi sparið sér margar milljónir á ári eftir að hafa LED vætt götuljósin. -gbþ Í símanum undir stýri HVALFJ.SV: Á þriðjudag í liðinni viku var ökumaður tek- inn á Vesturlandsvegi á móts við Beitistaði þar sem hann var að tala í símann undir stýri. Hann á von á 40 þúsund króna sekt fyrir athæfið. -vaks Aukin þjónusta innan- bæjarstrætó AKRANES: Fram kemur á heimasíðu Akraneskaupstaðar að ákveðið hafi verið að auka þjónustu innanbæjarstrætó á Akranesi. Auka strætisvagn sem kallaður verður „Leið 2“ mun nú fara stóran hring um bæinn tvisvar á morgn- ana fyrir skólabyrjun, einn hring í hádegi og tvo hringi eftir að frístundastrætó hefur lokið akstri seinni part dags. Allar ferðir með vagninum eru án endurgjalds. Nánari upp- lýsingar og tímatöflu má sjá á akranes.is. -vaks Nýr leikskólastjóri GRUNDARFJ: Margrét Sif Sævarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði frá og með 1. janúar nk. Þetta kemur fram í færslu á vef Grundar- fjarðabæjar. Margrét hefur lokið framhaldsmenntun MT í kennslufræðum með áherslu á íslensku frá Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur lokið BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún býr í Ólafsvík en er fædd og uppalin í Grundarfirði. Síð- ustu ár hefur hún starfað sem kennari við Grunnskóla Snæ- fellsbæjar, þar sem hún var ráðin inn árið 2007. Margrét situr í bæjarstjórn Snæfells- bæjar og sinnir á þeim vett- vangi ýmsum nefndarstörfum. Þá sat hún um tíma í stjórn Umf. Víkings/Reynis þar sem hún var formaður og um tíma framkvæmdastjóri. Einnig hefur hún reynslu sem íþrótta- þjálfari í fótbolta, frjálsum íþróttum og íþróttaskóla fyrir leikskólabörn. -gbþ Starfandi leik- skólakennurum fækkar LANDIÐ: Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að í desem ber 2021 störfuðu 6.894 manns í leikskólum á Íslandi og hafði fjölgað um 117 frá fyrra ári. Karlar voru 8,4% og konur 91,6% starfsfólks. Leikskólakennurum fækkaði um 56 frá fyrra ári (-3,4%) en starfsfólki með aðra uppeldis- menntun fjölgaði um 134 (+10,9%). Þá fjölgaði tveggja ára börnum í leikskólum um 256 milli ára. Í desember 2021 voru alls 19.275 börn á aldr- inum 1-5 ára í leikskólum landsins og hafði fjölgað um 399 frá desember 2020, en þá voru þau 18.876. -gbþ Akranesdeild Rauða kross Íslands hefur hug á að blása nýju lífi í vina- verkefnið sem hefur verið á Akra- nesi og nærsveitum um árabil en verkefnið féll niður í faraldrinum. Af því tilefni er nýjum og gömlum heimsóknavinum boðið til fræðslu og spjalls í húsnæði Rauða krossins að Kirkjubraut 12, miðvikudaginn 7. desember klukkan 17. Kaffi og meðþví er í boði. Heimsóknarvinir eru sjálfboða- liðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, öku- ferð, upplestur, aðstoð við handa- vinnu og svo framvegis en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heim- sóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálf- boðaliðarnir sækja undirbúnings- námskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja. „Við hlökkum til að sjá sem flesta miðvikudaginn 7. desem- ber kl. 17,“ segir í tilkynningu. mm Matvælastofnun hefur lagt stjórn- valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnar- firði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta. Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Veruleg frávik í fóðurgjöf Kví 11 hefur áður verið til umfjöll- unar en Arnarlax tilkynnti í ágúst- lok 2021 að gat hefði fundist á umræddri sjókví. Þá voru við- brögð fyrirtækisins í samræmi við kröfur sem gerðar eru þegar slíkir atburðir eiga sér stað. „Þegar tölur úr slátruninni í október sl. lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúm- lega 80 þúsund laxa, hóf MAST strax rannsókn og krafði Arnar- lax meðal annars um skýringar á misræmi í fóðurgjöf m.v. uppgef- inn fjölda fiska í kvínni. Kom þá í ljós að veruleg frávik höfðu orðið í fóður gjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en til- kynnt var um gat á kvínni síðast- liðið sumar, sem hefðu átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækis- ins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði.“ Stjórnvaldssekt Samkvæmt 1. gr. laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna og telur Matvælastofnun í niður- stöðu sinni að um alvarlegt brot sé að ræða, bæði út frá umfangi og hættu fyrir villta nytjastofna og líf- ríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftirliti fyrirtækisins. „Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Samkvæmt sömu lögum getur Matvælastofnun lagt stjórnvaldssekt á þá aðila sem brjóta gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski, hvort sem umrædd brot megi rekja til ásetn- ings eða gáleysis. Jafnframt segir í lögunum að við ákvörðun sektar skuli m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hafi staðið lengi og þeirra hagsmuna sem eru í húfi.“ mm/ Ljósm. Arnarlax. Síðastliðið sunnudagskvöld var hátíðarmessa í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir var formlega sett í embætti sóknarprests. Fram kom að formleg innsetning sóknar- prests hefur ekki verið í Reykholti í um fimmtíu ár. Innsetningu séra Hildar Bjarkar hefur í tvígang verið frestað vegna Covid-19. Nú heitir prestakallið Reyk- holtsprestakall og falla sex sóknir í héraði og níu kirkjur undir það; Reykholtskirkja, Hvanneyrarkirkja, Bæjarkirkja, Lundarkirkja, Fitja- kirkja, Gilsbakkakirkja, Síðumúla- kirkja, Stóra-Ás kirkja og kapellan á Húsafelli. Heildar íbúafjöldi á svæðinu er ríflega þúsund. Við athöfnina söng barnakór ásamt Reykholtskórnum og Dóra Erna Ásbjörnsdóttir organisti spil- aði. Séra Gunnar Eiríkur Hauks- son prestur í Stykkishólmi og pró- fastur í Vesturlandsprófastsdæmi sá um innsetninguna í umboði bisk- ups. Að endingu var boðið upp á kirkjukaffi. mm/ Ljósm. Þórhildur Jóhann- esdóttir. Séra Hildur Björk sett í embætti Arnarlax fær 120 milljóna króna stjórnvaldssekt Akranesdeild RKÍ blæs lífi í vinaverkefnið

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.